Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.07.2003, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 17.07.2003, Blaðsíða 11
Tveggja metra harfoss sem i rennur Bláa lóns vatn setur skemmtilegan svip á svæðið. vikurfrettaljosmynd: Hilmar Bragi Barðarson Gjáin er „skjálfandi upplýsingamiðstöða í Svartsengi Gjáin er „skjálfandi upp- lýsingamiðstöð” staðsett undir Eldborg við orku- ver Hitaveitu Suðurnesja hf„ aðeins 800 metra frá Bláa lón- inu. Nútímatækni og einstakt umhverfi gerir gestum kleift að upplifa og kynnast undrum jarðfræðinnar á Iifandi og skemmtilegan hátt. Sýningar- salurinn er gjá í orðsins fyllstu merkingu en veggir hans eru náttúrlegir hraunveggir og gefa þeir sýningunni sérkennilegt yfirbragð. Þeir sem heimsækja Gjána fá auðveldlega á tilfinn- inguna að þeir séu horfnir inn í iður jarðar. A 18 sýningarflötum hafa gestir aðgang að upplýsingum: allt frá myndum sem skýra myndun og útlit jarðskorpunnar til mynd- banda um eldgos á íslandi og mótun landsins. Jarðsagan skipar veigamikinn sess á sýningunni, þar má finna heillandi viðfangs- efni eins og: Jökull yfir Skandin- avíu og ísland - suðræn paradís. Sýningin gefur einnig góða mynd af rannsóknum er tengjast jarðífæði heimsins með sérstakri áherslu á Island og er því spenn- andi fyrir alla þá sem hafa áhuga á þessum viðfangsefnum. I Gjánni er fullkomið hljóðkerfi sem gerir gestum kleift að heyra hin ýmsu hljóð úr íslenskri nátt- úru og skapar um leið kraftmikið andrúmsloft. Gestir kynnast því ekki einungis undrum jarðfræð- innar heldur upplifa hana á ævin- týralegan hátt. Eldborg Um síðustu áramót tók Bláa Lónið hf við rekstri Eldborgar, kynningar- og ráðstefnuhúsi Hitaveitu Suðurnesja við orku- verið í Svartsengi. I Eldborg eru glæsilegir fiinda- og ráðstefhusal- ir sem rúma allt að 500 gesti. Felliveggir eru á milli salanna og því auðvelt að aðskilja og sam- eina sali. Góð lofthæð og fallegt útsýni er úr öllum sölum Eld- borgar, sem eru jafhframt meðal tæknivæddustu fitndarsala lands- ins. Eldborg er tilvalinn staður til fundahalds og er aðeins 40 mín- útur frá Reykjavík. Salimir í Eld- borg hafa einnig verið notaðir og henta vel til mannfagnaða og veisluhalda af ýmsu tagi. Sértilboð Egangseyri ■niðans. ætti: inir350kr,börn150 kr lir tii 1. ágúst 2003. Gjain er „skjalfandi upplýsingamiðstöð" staðsett undiíjUdborg aðeins 800 metrumfrá Bláa lóninu. IVH*e^ GJAIN Nútímatækni og einstakt umhverfi gerir gestum kleift að upplifa og kynnast undrum jarðfræðinnar á lifandi og skemmtilegan hátt. Sýningarsalurinn er gjá í orðsins fyllstu merkingu en veggir hans eru náttúrlegir hraunveggir og gefa þeir sýningunni sérkennilegt yfirbragð. Þeir sem heimsækja Gjána fá auðveldlega á tilfinninguna að þeir séu horfnir inn í iður jarðar. Opnunartími 15. maí-15. september: 10-17 15. september-15 maí: 10-16 HITAVEITA SUÐURNESJA HF VÍKURFRÉTTIR I 29.TÖLUBLAÐ I FIMMTUDAGURINN 17. JÚLl 2003 111

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.