Orð og tunga - 01.06.2001, Side 127

Orð og tunga - 01.06.2001, Side 127
Valgerður Erna Þorvaldsdóttir: Altan og svalir 117 í Tímariti Verkfrœðingafélags íslands er að finna dæmi um svalir frá 1933: Að út frá dagstofunni á 1. hæð kemur stór pallur (svalir), og er þar mjög góður legustaður fyrir sjúklinga. (Tím.Verk. 1933, bls 59) Þrjú önnur dæmi frá miðri 20. öld er að finna í ROH um svalir, öll úr skáldsögum eða ljóðum. Nokkur dæmi eru til í ROH um svalir í samsettum orðum, svaladyr, svalagangur, svalaherbergi, svalahurð, svalarið, svalasmíð, svalastútur og svalaþrep. Öll eru þau frá 20. öld. Orðið altan er að finna í riti Gunnlaugs Oddssonar, Orðabók sem inniheldurflest fágcet, framandi og vandskilin orð er verðafyrir í dönskum bókum. Gunnlaugur skýrir ekki orðið, en vísar til orðsins balcon, sem er sömu merkingar; ‘hilla út úr múrveggium med járngrindum um girdt, (til at standa á og skygnast um)\ Merking orðsins er því greinilega ‘svalir’, þó að Gunnlaugur noti ekki það orð, e.t.v. vegna þess að hann var fyrirbærinu ekki svo vel kunnugur, að hann hefði hugtakið á valdi sínu. Altan er hvorki að finna í orðabók Sigfúsar Blöndals, né í orðabók Menningarsjóðs, enda danskt orð að uppruna og hefur ekki þótt góð og gild íslenska. Af því má ráða að orðið hefur aldrei náð að festa dj úpar rætur í íslensku, a.m.k. ekki fundið náð fyrir augum orðabókahöfunda, ef undan er skilinn Ásgeir Blöndal Magnússon, sem gefur því rými í orðsifjabók sinni. Samkvæmt henni er altan hvorugkynsorð í íslensku. Hann segir orðið vera frá 19. öld, tökuorð úr dönsku, altan, þar sem það merki, eins og í íslensku ‘svalir’. Orðið er til í dönsku, sænsku, norsku og færeysku, auk þýsku. í dönsku kemur það úr þýsku, Altan ‘vom Erdboden aus gestutzter balkonartiger Anbau, Söller’, en orðið er leitt af ítalska orðinu altana, sem er komið úr latínu, altus, og þýðir ‘hár’. Eins og fyrr segir hefur altan komið í stað norræna orðsins svale í dönsku og er nú almennt notað yfir fyrirbærið ‘hpjt anbragt udbygning’ eins og segir í PolitikensNudansk ordbog. I dönsku er altan samkynsorð, enda er það í karlkyni í þýsku. Upphaflega virðist orðið hafa verið þriggja atkvæða í dönsku, alitan. I Ordbog over detdanske sprog, Supplement eru nefnd tvö dæmi um þennan rithátt, bæði frá seinni hluta 18. aldar, það eldra er frá 1751, en hitt frá 1772. Elstu dæmi um núverandi rithátt orðsins eru frá 1805 og 1806. Samkvæmt Bidrag til en Ordbog over Jyske Almuesmal frá 1886-1893 er merkingin önnur í máli íbúa Dollerup v. Hald á 19. öld; ‘pulpitur i kirken’, en ‘kor, svale’ er einnig gefin upp. Orðið altan er einnig notað í sænsku; ‘öppen utbyggnad eller terrass pá hus vilande pá marken el. underliggande byggnadsdel och med racke runtom’. Fyrstu heimildir um orðið í sænsku eru frá 1620, ef marka má Svensk etymologisk ordbok eftir Elof Hellquist. í norsku er altan karlkynsorð og merkir samkvæmt Nynorskordboka ‘balkong’. Skýring Fproysk orðabók er áþekk þeirri íslensku, ‘pallur við girðing uttan á húsi, svali’. í færeysku er altan kvenkynsorð, ólíkt því sem er í hinum Norðurlandamálunum. Ekki eru til mörg dæmi um orðið altan í ROH. Af þeim dæmum sem til eru má sjá að orðið þótti framandlegt, jafnvel torskilið, og var nokkurn tíma að vinna sér sess í málinu. Gísli Brynjúlfsson leyfir sér að nota það í bréfi til Gríms Thomsens árið 1844, en hefur líklega fengið einhverja bakþanka, því hann setur orðið innan gæsalappa: Á húsi því er „altan“. (Gísli Brynj., bls. 281)
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Orð og tunga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.