Orð og tunga - 01.06.2008, Page 9
Formáli ritstjóra
Sú breyting varð á Orðabók Háskólans 1. september 2006 að hún sam-
einaðist fjórum öðrum stofnunum á sviði íslenskra fræða, Islenskri
málstöð, Stofnun Áma Magnússonar á íslandi, Stofnun Sigurðar Nor-
dals og Örnefnastofnun, og til varð Stofmm Áma Magnússonar í ís-
lenskum fræðum. Þessu samfara varð breyting á Orði og tungu. Tíma-
ritið er nú gefið út af hinni nýju stofnim, viðfangssviðið hefur verið
breikkað og ritið birtir greinar á fræðasviði stofnunarinnar sem lúta
að máli og málfræði. Annars vegar er lögð áhersla á greinar um orð-
fræði, þ. á m. nafnfræði og íðorðafræði. Hins vegar er áhersla á greinar
um orðabókafræði og orðabókagerð. Ritnefnd hefur verið stækkuð og
við bættust Ari Páll Kristinsson rannsóknardósent á málræktarsviði
og Svavar Sigmundsson rannsóknarprófessor á nafnfræðisviði.
í þessu hefti birtast þemagreinar eins og í síðustu þremur heftum
en þemað var rætt á málstofu sem fram fór í Safnaðarheimili Neskirkju
föstudaginn 16. mars 2007. Yfirskrift málstofunnar var Orðabækur og
tímans tönn og fyrirlesarar voru fjórir, Gauti Kristmannsson, Gottskálk
Þór Jensson, Jón Hilmar Jónsson og Laufey Leifsdóttir.
Auk þemagreinanna er orðfræðigrein eftir Baldur Jónsson um orð-
ið klömbur. ítarlegur ritdómur er eftir Þóru Björk Hjartardóttur um ný-
lega íslenzk-færeyska orðabók eftir Jón Hilmar Magnússon sem gefin var
út2005.
Sú nýbreytni hefur verið tekin upp að segja frá helstu málþingum
sem stofnimin tengist á einn eða annan hátt sem og fyrirhuguðum er-
lendum ráðstefnum sem lesendur kynnu að hafa áhuga á. I þessu hefti
er sagt frá þremur þingum sem haldin voru 2007 í orðabókarfræði, íð-
orðafræði og nafnfræði og kynnt eru þrjú þing sem fyrirhuguð eru
2008.
Allur undirbúningur undir prentun Orðs og tungu fór fram á orð-
fræðisviði Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og var