Orð og tunga - 01.06.2008, Side 31

Orð og tunga - 01.06.2008, Side 31
Gottskálk Jensson: Ummyndanir klassískra orðasafna 21 Stafrófsröðin er orðræðunni sem slíkri óeiginleg. Orðum verður ekki raðað í stafrófsröð án þess að slíta þau úr skiljanlegu samhengi. Auk þess verður að smætta fjölda orðmynda niður í eitt flettiorð til þess að hægt sé að raða því gagnlega í stafrófsröð. Fyrir mörgum ár- um kom ég að skiptinema á Nýja-Garði sem gat með engu móti fund- ið í símaskránni föður vinkonu sinnar, sem var Arnardóttir, og vissi þó heimilisfangið. Hann leitaði auðvitað í öfugum enda stafrófsins sem sýnir vel hversu tillært athæfi um er að ræða. Því mætti kannski halda fram að raðað í stafrófsröð séu orðin aðskilin frá líkama (lat. corpus) orðræðunnar að nokkru leyti eins og sálin er aðgreind frá líkaman- um í kenningu Pýþagórass samkvæmt Óvíð. Þegar Benedikt Gröndal semur skýringar sínar yfir kaflann í „Hugfró" sem vitnað var til að ofan og heldur því fram að hið skáldlega orð sé „fullkomlega andlegt og öldungis ólíkamlegt" er hann að ástunda það hugarfar sem nefna mætti lexíkógrafíska frumspeki. Uppröðim og orðskýringar orðabóka hafa mótað hugsun manna um tungumálið. Þess vegna er mikilvægt að gera sér grein fyrir að tilhögun orðabókarinnar er annarleg og fjar- læg allri venjulegri málnotkun. Það er í sjálfu sér þversögn að menn þurfi að raða orðum í sundurlausar stafrófsraðir til þess að geta fundið þau aftur en vélar geti fundið orðin í náttúrlegu samhengi orðræðunn- ar. En sú þversögn hverfur að mestu þegar haft er í huga að menn hafa sjálfir kennt vélunum þessa kúnst til þess að þurfa ekki lengur að raða orðum í stafrófsraðir. Menn hafa lengi vitað hvað stafrófsröðin hefur kostað siðmenninguna. Löngu fyrir tölvuöld þekktu menn annarlegar aukaverkanir stafrófsraðarinnar og þráðu að raða orðasöfnum á nýjan leik. 5 Gagnsemi uppstokkunar orðasafna fyrir tíma stafrænna vefstóla Þessar dálítið skrýtnu vangaveltur mínar kalla á dæmi um mögu- leika og mikilvægi breytilegrar uppröðunar jafnvel á tímum áður en stafrænar spunavélar fóru að tíðkast. Sveinbjörn Egilsson rannsak- aði, sem kunnugt er, skáldamálið norræna og samdi orðabók yfir það, Lexicon poeticum, með latneskum skýringum. Þetta orðasafn varð yfir 1000 smáletraðar síður þegar það var prentað, að Sveinbirni látnum, af hinu Konunglega norræna fornfræðafélagi, Societas regia antiquari-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138

x

Orð og tunga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.