Orð og tunga - 01.06.2008, Side 107

Orð og tunga - 01.06.2008, Side 107
97 Þóra Björk Hjartardóttir: íslenzk-færeysk orðabók til að átta sig á eðli hennar og notkunarmöguleikum. Óbeint má þó fá upplýsingar um vinnulag af skránni um orðtekin rit. Þar eru tilgreind- ar íslmsk-dönsk orðabók Sigfúsar Blöndals (1920-24) og íslensk orðabók, önnur útgáfa frá 1983 (70 hér eftir). Ætla má því að orðaforðagrunnur- inn, uppbygging flettnanna og málfræðilegar upplýsingar með upp- flettiorðunum byggi á þessum bókum og þó einkum á ÍO.2 Færeyska einmála orðabókin, Foroysk orðabók sem út kom 1998, er þarna einnig svo gera má ráð fyrir að stuðst hafi verið við hana í þýðingum á upp- flettiorðunum. Á skránni eru einnig sérhæfðar bækur bæði færeyskar og íslenskar um fugla-, fiska- og plöntulíf en til þeirra hefur án efa verið sóttur að einhverju leyti sá sérfræðiorðaforði sem finna má í bókinni á þessum sviðum. Þó nokkuð er einnig af sérfræðiorðum af ýmsum öðrum sviðum í bókinni, eins og fyrrnefndur listi um skýr- ingartákn fyrir sértækan orðaforða gefur til kynna, en heimilda um þau ekki getið. Það sem hins vegar vekur athygli einkum í skránni um orðtekin rit er að þar á meðal eru „Ýmis frumsamin verk eftir færeyska höf- unda" (bls. 14) og eru þar nefndir m.a. Christian Matras, Fleðin Brú og Símun av Skarði. í engu er þó greint frá því hvernig þessi rit voru notuð, hvort þau hafi t.d. beinlínis verið orðtekin sem væri nokkuð sérstakt því orðtaka hlýtur fyrst og fremst að vera notuð til að af- marka orðaforða viðfangsmálsins, íslensku í þessu tilviki. Orðaforði markmálsins, færeysku í þessu tilfelli, markast hins vegar af viðfangs- málinu, uppflettiorðum viðfangsmálsins: þau mynda grunninn sem unnið er út frá. Ekki er ljóst hvemig skilja ber færeysku orðtökuna en e.t.v. mætti draga þá ályktun að ÍF hafi verið unnin upp úr færeyskum grunni, orðabókinni sem og þeim færeysku ritum sem tilgreind eru í fyrmefndri skrá, og grunninum síðan verið umsnúið á íslensku og ís- lensku þýðingarnar látnar standa sem flettiorð. Þau orð sem lesa má aftan á kápusíðunni styðja þessa hugmynd óneitanlega en þar stend- ur: „íslensk-færeysk orðabók ... nær til u.þ.b. alls þess sem talað er og skrifað á færeyska tungu; í bókmenntum og listum, í tækni- og fræði- greinum sem og í nútíma talmáli".3 Af þessum orðum mætti ráða að færeyskur orðaforði hefði stýrt vinnunni við smíði orðabókarinnar. Sú er hins vegar ekki raunin því þegar grannt er skoðað og bókin borin 2Eins og fram kemur í grein Guðrúnar Kvaran (1998) er orðaforðinn í /O að stórum hluta sóttur til Orðabókar Sigfúsar Blöndals. 3Feitletrun mín.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138

x

Orð og tunga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.