Orð og tunga - 01.06.2008, Page 123
Norrænir íðorðadagar - Nordterm 2007
Norrænir íðorðadagar voru 13.-16. júní 2007 í Norges Handelshoy-
skole í Bergen á vegum Nordterm, samtaka stofnana og félaga á Norð-
urlöndum sem fást við íðorðastörf, íðorðakennslu og rannsóknir á
sviði íðorða. Annað hvert ár er haldið námskeið, ráðstefna og aðal-
fundur samtakanna og standa þessir viðburðir jafnan samfleytt í 4-5
daga, nálægt miðjum júní.
Helsta viðfangsefni námskeiðsins að þessu sinni voru þýðingar á
sérhæfðum textum. Meginefni ráðstefnunnar var þekking og miðlun
sérfræðiefnis. Á námskeiðinu á norrænu íðorðadögunum í Reykjavík
2005 hafði verið fjallað um hlutverk íðorðafræðinnar þegar samdir eru
sérhæfðir textar handa almenningi og þá fjallaði ráðstefnan um orð
og íðorð. Því má segja að norrænir íðorðadagar hafi undanfarin tvö
skipti einkennst af því að skipuleggjendur hafi lagt sig fram um að
leggja áherslu á snertifleti íðorðafræðinnar út á við, þ.e. á miðlun á
sérfræðilegu efni á ýmsan hátt og samband sérhæfða orðaforðans og
hins almenna.
Kennarar á námskeiðinu 13. júní voru Heribert Picht og Bodil
Nistrup Madsen frá Copenhagen Business School og Koen Kerre-
mans, fræðimaður við Centrum voor Vaktaal en Communicatie við
Erasmushogeschool í Brussel. Á ráðstefnunni 14.-16. júní héldu lykil-
fyrirlestra Koen Kerremans, Gjert Kristoffersen og Heribert Picht. Alls
voru þar haldin 40 erindi í tveimur málstofum.
Enda þótt yfirskrift ráðstefnunnar hafi verið ætlað að stýra því
nokkuð hvernig fyrirlesarar völdu viðfangsefnin eða völdu að nálg-
ast viðfangsefni sín þá varð útkoman að hluta til simdurleit. Slíkt er
ekki alltaf æskilegt, t.d. þegar fólk vill ganga að tilteknu meginefni
vísu í ráðstefnuriti eftir á, en það gerir sjálfar ráðstefnumar að vissu
leyti skemmtilegri.