Orð og tunga - 01.06.2010, Síða 17

Orð og tunga - 01.06.2010, Síða 17
Ari Páll Kristinsson: Um íslenska örnefnastýringu 7 ið af ljósri steintegund sem er til í fjallinu, sbr. norska orðið esje í merk- ingunni 'kléberg, tálgusteinn' (sjá Algengar spurningar um örnefni). Ör- nefnin veita oft vísbendingar um nytjar eldri kynslóða af landinu, t.d. árheiti á borð við Lambá, Geitá, Kiðá og Nautá „þar sem húsdýr voru rekin fram fyrir tilteknar ár og höfð þar á beit og árnar oft notaðar sem eins konar girðingar" (Þórhallur Vilmundarson 1996:140). Örnefnin veita einnig vísbendingar um hugmyndaheim genginna kynslóða og ýmsar sagnir/Eins og fram hefur komið hér á undan er stundum vitað með nokkurri eða algerri vissu hver eða hverjir gáfu tiltekið nafn og hvers vegna. Þegar hefur verið minnst á Jökuldal við Tungnafellsjökul sem dæmi um slíkt. Þeir sem nefndu íslensku jöklana „eru menn eins og Þorvaldur Thoroddsen, Jón Eyþórsson, Pálmi Hannesson og Stein- þór Sigurðsson" segir Oddur Sigurðsson jarðfræðingur í samtali við Fréttablaðið 16. október 2008. Það er einmitt eitt afbrigði örnefnastýr- ingar, hinna sýnilegu og meðvituðu afskipta af nöfnum, þegar tiltekn- ir áhrifamiklir einstaklingar, á borð við þá sem Oddur nefnir, ákveða nöfnin. Annað dæmi, sem þegar hefur verið minnst á, er Surtsey sem „Örnefnanefnd skírði 1963" (Þórhallur Vilmundarson 1980:32). Þar er á ferðinni ákaflega óvenjulegt dæmi um bein afskipti örnefnanefndar af nýjum nöfnum á náttúrulegum kennileitum. í hverju málsamfélagi er ákveðin þörf á festu á hverjum tíma um það hvaða nöfn eru notuð um staðina sem fólk þarf að tala um. Ætla má að slík festa komi oftast nær meira og minna af sjálfu sér með tím- anum í málsamfélaginu; nöfn á borð við Þjórsá hafa fengið ótvíræð merkingarmið og til þess hefur ekki þurft atbeina stjórnvalda. Afskipti stofnana samfélagsins af slíkum nöfnum virðast fyrst og fremst felast í því að örnefnin koma fyrir í námsefni í landafræði í skólum og þau eru prentuð á kort sem styðjast við örnefnaskráningu sem unnið hef- ur verið að m.a. á vegum opinberra stofnana. Mörg eða flest örnefni í 7Þannig er nafn Þjórsár skýrt svo í Landnámabók að Þórarinn landnámsmaður hafi komið skipi sínu í ós árinnar og hafi hann haft þjórshöfuð, þ.e. nautshaus, á stafni skipsins. En nútímamenn hafa oft aðrar skýringar á uppruna nafnanna en sagnir af því tagi. Þórhallur Vilmundarson (1996:137) getur þess til að eldra nafn árinnar kunni að hafa verið Þjótsá þar sem þrengslin í ánni ofan og neðan við Urriðafoss, þar sem áin þýtur fram, hefðu hugsanlega nefnst Þjótur enda stendur bærinn Þjótandi skammt frá. Enn aðra tilgátu um uppruna Þjórsárnafnsins er að finna hjá Svavari Sigmundssyni (1992:131-132) sem telur ekki ólíklegt að orðið þjór, af ie. *teu- 'bólgna', hafi vísað til íshrannanna sem mynduðust í frostum þegar Þjórsá bólgnaði upp.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156

x

Orð og tunga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.