Morgunblaðið - 16.06.2016, Síða 27

Morgunblaðið - 16.06.2016, Síða 27
ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ 2016 ég fór sem háseti 14 ára gamall á síld.“ Björn Þór og faðir hans, ásamt vini þeirra, Sigmundi Agnarssyni, létu smíða fimm tonna trillu, Röst ÓF 9, árið 1971. Þeir byggðu auk þess lít- ið salthús, gerðu síðan út og söltuðu sjálfir allan sinn fisk, en hættu útgerð árið 1991. Björn Þór starfaði víða á sumrum við íþróttaþjálfun og sundkennslu, s.s. á Hornafirði og í Vopnafirði, hann hefur starfað við þjálfun skíðafólks meira og minna frá 1963 og sinnt þjálfun allra íþróttagreina sem stund- aðar hafa verið í Ólafsfirði. Björn Þór hefur orðið 22 sinnum Íslandsmeist- ari á skíðum í stökki, norrænni tví- keppni og göngu. Hann var kosinn skíðamaður Íslands 1980. Hann var einn af stofnendum Skíðafélags Ólafsfjarðar og formaður þess í 10 ár. Þá var hann formaður Íþróttafélags- ins Leifturs og Ungmenna- og íþróttasambands Ólafsfjarðar. Tekið virkan þátt í bæjarlífinu Björn Þór hefur alla tíð tekið mik- inn þátt í öllu sönglífi bæjarins, hef- ur m.a. sungið með Karlakór Dalvík- ur frá árinu 2000 og nú með kór eldriborgara og Karlakór Fjalla- byggðar. Hann og bróðir hans Stef- án hafa sungið mikið saman sem og yngsti bróðirinn Guðmundur. Björn Þór sat í bæjarstjórn Ólafs- fjarðar í 15 ár og hefur alltaf tekið virkan þátt í bæjarlífinu, t.d. í leik- félaginu og nú síðast að vinna við að koma upp fuglasafni í miðbæ Ólafs- fjarðar ásamt fleirum. „Helstu áhugamál mín eru útivist og ferðalög og að fara á skíði með börnum og barnabörnum. Við hjónin höfum ferðast mikið um landið, gengið fjallvegi auk þess að ferðast erlendis.“ Fjölskylda Björn Þór kvæntist 12.10. 1963 Margréti Kristine Toft, f. 1.8. 1943, verslunarmanni. Hún er dóttir Hartwigs Tofts, f. í Danmörku 8.12. 1900, d. 1.5. 1991, kaupmanns í Reykjavík, og k.h., Christine Toft, f. í Lübeck í Þýskalandi f. 3.12. 1903, d. 16.1. 1958, húsmóður. Börn Björns Þórs og Margrétar Kristine eru a) Ólafur Hartwig, f. 3.10. 1967, íþróttakennari við Verk- menntaskólann á Akureyri, k.h. er Bryndís Indiana Stefánsdóttir, f. 15.2. 1971, kennari og eru börn þeirra Arnar, f. 16.1. 2000, Margrét Unnur, f. 20.8. 2002, og Elvar Björn, f. 19.6. 2006; b) Kristinn, f. 26.5. 1972, fyrrv. skíðamaður og húsa- smiður, nú þjálfari við NTG skíða- menntaskólann í Geilo í Noregi, k.h. er Hlín Jensdóttir, f. 8.5. 1970, að- stoðarkennari og eru synir þeirra Matthías, f. 18.12. 2005, og Mikael Þór, f. 19.9. 2007; c) Íris, f. 31.1. 1976, sjúkraþjálfari í Geilo í Noregi en maður hennar er Geir Andre Sædernes, f. 3.12. 1974, tækniteikn- ari og verktaki, og eru börn þeirra Tumi, f. 18.4. 2007, og Ella, f. 14.5. 2011. Bræður Bubba eru Stefán Víg- lundur, f. 14.12. 1944, f.v. versl- unarmaður, bús. á Ólafsfirði, og Guðmundur, f. 14.12. 1951, leikari, leikstjóri og rithöfundur, bús. í Reykjavík. Foreldrar Björns Þórs: Ólafur Steingrímur Stefánsson, f. 16.4. 1920, d. 28.11. 2003, sjómaður á Ólafsfirði, og k.h., Fjóla Bláfeld Víg- lundsdóttir, f. 24.9. 1920, d. 3.4. 1973, verkakona. Úr frændgarði Björns Þórs Ólafssonar Björn Þór Ólafsson Anna Baldvinsdóttir húsfr., f. í Ósbrekku í Ólafsf. Magnús Magnússon bóndi á Þverá og Hóli í Ólafsf. Sigurlaug Magnúsdóttir verkakona í Glaumbæ Víglundur Nikulásson kennari og verkam. í Glaumbæ á Ólafsfirði Fjóla Bláfeld Víglundsdóttir verkakona á Ólafsfirði Nikulás Árnason bóndi á Garðabrekku, Lýsuhóli og Lukku í Staðarsveit, Snæf. Bjarni Nikulásson bóndi í Böðvars- holti í Staðarsveit Þórður Nikulásson vélstjóri í Rvík Guðmundur Ólafsson leikari og rithöfundur í Rvík Sigurveig Anna Stefánsdóttir húsfr. og starfsm. Ólafsfjarðarbæjar Böðvar Bjarnason byggingameistari í Ólafsvík Þórir Kr. Þórisson guðfræðiprófessor við HÍ Edgar Holger Cahill (fæddur Sveinn Kristján Bjarnarson) listfrömuður í New York Salka Guðmunds- dóttir leikskáld í Rvík Björn Valur Gíslason fv. alþingis- maður Elínborg Sturludóttir sóknarpr. í Stafholti, Borg. Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri í Vesturbyggð Sturla Böðvarsson bæjarstjóri í Stykkishólmi og fv. ráðherra Kristín Ólafsdóttir húsfr., f. á Deplum í Stíflu Gísli Gíslason bóndi í Minna-Holti í Fljótum, Skag. Jónína Kristín Gísladóttir húsfreyja í Miðbæ Stefán Hafliði Steingrímsson verkam. í Miðbæ á Ólafsfirði Ólafur Steingrímur Stefánsson sjómaður á Ólafsfirði Kristín Halldóra Jónasdóttir húsfr. á Ólafsf., f. á Höfðaströnd Steingrímur Hafliðason húsmaður í Hólkoti í Ólafsf., sonur Hafliða Fljótaskálds Ólöf Bjarnadóttir húsfr., f. í Hraunholti, Kolbeinsstaðahr., Hnapp. Vigdís Bjarnadóttir fór til Vesturheims Ólafur Markús Ólafsson fædd-ist 16. júní í Reykjavík. For-eldrar hans voru Ólafur Magnússon, f. 1873, d. 1955, kaup- maður og stofnandi Fálkans, og k.h., Þrúður Guðrún Jónsdóttir, f. 1875, d. 1949, húsfreyja. Ólafur útskrifaðist frá Verzlunar- skóla Íslands 1935 og lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum í Reykja- vík 1941. Magistersprófi í íslenskum fræðum lauk hann frá Háskóla Ís- lands 1946, og dvaldist við nám í Þýskalandi 1955-1957. Hann kenndi íslenska hljóðfræði við HÍ 1947-1949 í forföllum dr. Björns Guðfinnssonar og ferðaðist með Birni um alla landsfjórðunga og aðstoðaði hann við framburðarrann- sóknir hans sumrin 1941-1943. Eftir fráfall Björns vann Ólafur úr gögn- um hans ásamt Óskari Halldórssyni og bjó til prentunar undir heitinu Mállýzkur II, 1964. Ólafur varð kennari við Mennta- skólann í Reykjavík 1951 og starfaði þar til ársins 1986. Hann kenndi ís- lensku og þýsku, en stundaði jafn- framt vísindastörf með kennslunni. Orðin staðall og staðla, sem nú eru gróin í íslensku máli, eru hans verk. Ólafur ritaði tvær rækilegar greinar um Völuspá, hina fyrri um Völuspá Konungsbókar og hina síð- ari um endurskoðun Völuspár eða Hauksbókargerð hennar. Þá ritaði hann um Sonatorrek Egils Skalla- Grímssonar. Völuspárgreinarnar birtust í Árbók Landsbókasafns 1965 og 1966, en Sonatorreksgreinin kom í Andvara 1968. Ólafur var kennari af gamla skól- anum, formfastur og nákvæmur. Hann þótti minnisstæður þeim, sem kynntust honum, nemendum jafnt sem öðrum samstarfsmönnum. Eiginkona hans var Anna Christ- iane Hansen tónlistarkennari, f. 5.3. 1927, d. 29.12. 2014. Foreldrar henn- ar: Rudolf Theil Hansen, klæðskeri í Reykjavík, og k.h., Margrét Finn- bjarnardóttir. Börn Ólafs og Önnu eru Guðrún Birna, f. 1954, og Ólafur Magnús, f. 1959. Ólafur lést 7.7. 1989 í Giessen í Þýskalandi þar sem hann var á ráð- stefnu. Merkir Íslendingar Ólafur M. Ólafsson 101 ára Björg Baldvinsdóttir 95 ára Sigfúsína Stefánsdóttir 90 ára Ásta Kristjánsdóttir Bjarni Eysteinsson Ronald Terry Sigurður Árnason 85 ára Erla Svafarsdóttir Guðrún Sigríður Jónsdóttir Kristmundur B. Hannesson Sigjón Bjarnason 80 ára Árni Theódór Njálsson Guðrún Gestsdóttir Olga Albertsdóttir Rósa Jónída Benediktsd. Sigríður Jóhannsdóttir Sigurður Sigurðsson 75 ára Benedikt E. Guðbjartsson Björn Þór Ólafsson Guðmundur Árni Bang Vilhelm Sverrisson 70 ára Elísabet F. Eiríksdóttir Guðjón H. Arnfjörð Jónsson Guðlaugur Björgvinsson Guðmundur Hallgrímsson Guðmundur R. Óskarsson Jón Þ. Ragnarsson Kristrún G. Gestsdóttir Sigurveig Lúðvíksdóttir Sólveig Jónsdóttir Örn Ottesen Hauksson 60 ára Aðalheiður Ólafsdóttir Hlíf Erlingsdóttir Ingibjörg Anna Ólafsdóttir Lára Elín Schev. Hannesdóttir. Margrét Guðjónsdóttir Margrét Ósk Jónsdóttir María Björk Ólafsdóttir Maríanna Guðríður Einarsd. Þuríður Ólafsdóttir 50 ára Aðalbjörg Sigurðardóttir Albert Guðmundsson Benedikt H. Sigurgeirsson Guðrún Þórey Gunnarsd. Huong Ngoc Trinh Ólafur Sigvaldason Rut Guðmundsdóttir Soffía Kristinsdóttir 40 ára Ingibjörg Ólafsdóttir Jarþrúður Ásmundsdóttir Jón Gíslason Jón Sæmundsson Katrín Guðjónsdóttir Kent Tejas Geonzon Marý Linda Jóhannsdóttir Meldrine Vidal Gavilo Ólafur Jóhannesson Róbert Agnarsson Sigrún Rós Schou Pálsd. Sigurjón Árnason Þorvarður Hrafn Gíslason 30 ára Arnór Ingimar Þorsteinsson Bjarni Biering Margeirsson Björgvin S. M. Ómarsson Davíð Eiríkur Guðjónsson Emma Kjartansdóttir Garðar Karlsson Natalia Samúelsson Ragna Steina Þorsteinsd. Sigmundur Björnsson Sigurjón Örn Böðvarsson Sunna Pétursdóttir Valgeir Einarsson Mantyla Til hamingju með daginn 30 ára Davíð er Hafnfirð- ingur og húsasmiður hjá JH-Verk. Kærasta: Harpa Rut Hall- grímsdóttir, f. 1987, meistaranemi í félags- fræði. Systkini: Ólafur Ingi, f. 1978, Atli Freyr, f. 1988, og Gunnar Helgi, f. 1998. Foreldrar: Guðjón Magn- ús Ólafsson, f. 1956, vinn- ur hjá Samhentum, og Hugrún Kristín Helgadótt- ir, f. 1962, djákni. Davíð Eiríkur Guðjónsson 30 ára Valgeir er Reyk- víkingur og sjúkraþjálfari og er í framhaldsnámi í Bretlandi. Maki: Steinþóra Jóns- dóttir, f. 1986, sjúkraþjálf- ari og lýðheilsufræðingur. Dóttir: Vigdís, f. 2012. Foreldrar: Einar Mäntylä, f. 1963, sameindalíffræð- ingur og starfar hjá HÍ, og Sigríður Valgeirsdóttir, f. 1964, stjórnandi hjá lyfja- fyrirtækinu Roche í Þýskalandi. Valgeir Einars- son Mäntylä 30 ára Sigurjón er frá Kópavogi en býr í Reykja- vík. Hann er tannlæknir og vinnur á stofu í Grafarholti. Systir: Katrín Ólöf, f. 1980, d. 2015, læknir. Foreldrar: Böðvar Örn Sigurjónsson, f. 1954, heimilislæknir á Heilsu- gæslustöðinni í Salahverfi, og Gestný Kolbrún Kol- beinsdóttir, f. 1955, þroskaþjálfi í Selásskóla. Þau eru búsett í Kópavogi. Sigurjón Örn Böðvarsson Skemmtilegir og lifandi þættir um fólk sem gegnir fjölbreyttum störfum í iðnaði og hefur skapað sér gott líf með forvitnilegum áhugamálum utan vinnu. Mbl.is stendur að þáttunum í samstarfi við Samtök iðnaðarins. mbl.is/fagfolkid Fjölbreytt störf og forvitnileg áhugamál

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.