Ægir - 01.08.2015, Qupperneq 6
6
Tímarnir eru breyttir. Líka í sjávarútvegi. Nær væri kannski að orða
það svo að tímarnir séu ekki hvað síst breyttir í sjávarútvegi miðað
við aðrar atvinnugreinar og þarf í þeim efnum ekki að líta ýkja langt
aftur í tímann. Fyrir fáum árum var frystihús í hverju byggðarlagi, svo
komu frystitogararnir til sögunnar og þá breyttist margt. Nú er það
framleiðsla á ferskum afurðum sem sækir stöðugt á og hún breytir
líka „heimsmynd“ sjávarútvegsins á Íslandi. Ferskleiki afurða og tími
eru nátengd hugtök og af þeim sökum sjáum við vinnslur sem
byggjast á þessum útflutningi færast nær stærstu útflutningspunkt-
unum, þ.e. Keflavíkurflugvelli og Sundahöfn. Enn og aftur færir þetta
okkur heim sanninn um hversu miklu markaðslögmálið ræður í þró-
uninni í þessari grein hér innanlands.
Þetta er að sjálfsögðu það sem í daglegu, og stundum allof hátíð-
legu, tali er kallað byggðaþróun. Það hvernig samfélagið þróast,
byggðirnar sjálfar. Á þróunina getur mannshöndin að sjálfsögðu haft
áhrif með ákvörðunum sínum og gjörðum. Þarf ekki að fara marga
daga aftur í tímann til að finna ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að-
gerðir til styrkingar byggðinni í Grímsey. Ástæðulaust er að ætla ann-
að en hún sé tekin í þeim tilgangi að hafa áhrif á þróun, styrkja
byggðina, koma í veg fyrir hrun byggðar í þessum útverði okkar í
norðri. Grímsey hefur alltaf verið og verður mikilvægur hluti af sjó-
sókn okkar.
En þá kemur upp í hugann þessi áhugaverða spurning um hvort
komi á undan; hænan eða eggið. Ræður sjávarútvegur byggðaþróun
og í beinu framhaldi væri þá eðlilegt að velta þeirri spurningu fyrir
sér hvort það sé hlutverk þessarar greinar umfram t.d. ferðaþjónustu,
svo dæmi séu tekin. Ræður byggðaþróun því hvernig sjávarútvegur
þróast? Færri eru væntanlega þeirrar skoðunar en vissulega skiptir
sjávarútvegsfyrirtæki máli hvernig innviðir þess samfélags eru þar
sem þau starfa. Stærri áhrifavaldur er það sem að framan var nefnt,
þ.e. markaðsendi sjávarútvegsins og eins og tilflutningur starfa
vegna ferskfiskútflutnings sýna þá er þar á ferðinni hreyfiafl sem
miklu getur breytt á skömmum tíma. Og það sem meira er; nokkurn
veginn þegjandi og hljóðalaust. Líkast til hefði einhver stjórnmála-
maður fengið skömm í sinn hatt ef hann hefði lagt til fyrir nokkrum
árum sértækar aðgerðir til að flytja fiskvinnslu nær stæstu útflutn-
ingshöfn og -flugvelli landsins.
Aukið millilandaflug frá Norðurlandi og Austurlandi kann að
breyta þessari mynd á nýjan leik, hver veit. Það sem nefnilega verður
seint flutt milli landshluta eru fiskimiðin við landið. Þau munu ekki
færast nær Keflavíkurflugvelli og Sundahöfn, hvað sem tautar og
raular. Einmitt þess vegna er svo mikilvægt að byggð haldist út um
landið til framtíðar.
Jóhann Ólafur Halldórsson skrifar
Sjávarútvegur og
byggðaþróunin
R
itstjórn
a
rp
istilll
Vökvakerfislausnir
Vökvadælur, vökvamótorar
og stjórnbúnaður
Danfoss hf. Skútuvogi 6, 104 Reykjavík, Sími: 510 4100
www.danfoss.is
Stjórnbúnaður skipa. Tæknibúnaður sem ætlaður
er til notkunar á sjó mætir erfiðustu hugsanlegu
skilyrðum. Álag óblíðrar náttúru, miklar
hitabreytingar og stöðugur ágangur af söltum
sjó, eykur þörf viðskiptavina fyrir áreiðanlegan
og skilvirkan búnað.
Út gef andi:
Athygli ehf. ISSN 0001-9038
Rit stjórn:
Athygli ehf. Glerárgötu 24, Ak ur eyri.
Rit stjór i:
Jóhann Ólafur Hall dórs son (ábm.)
Sími 515-5220. GSM 899-9865.
Net fang: johann@athygli.is
Aug lýs ing ar:
Augljós miðlun. Sími 515-5206.
GSM 898-8022. Net fang: inga@athygli.is
Suðurlandsbraut 30. Reykjavík.
Hönnun & umbrot:
Athygli ehf.
Suðurlandsbraut 30. Reykjavík.
Sími 515-5200.
Á skrift:
Hálfsársáskrift að Ægi kostar 5500 kr.
Áskriftar símar 515-5200 & 515-5205
ÆG IR kem ur út 10-11 sinn um á ári.
Eft ir prent un og ívitn un er heim il,
sé heim ild ar get ið.