Ægir

Årgang

Ægir - 01.08.2015, Side 11

Ægir - 01.08.2015, Side 11
11 Nýlega keypti Ísfell ehf. í Hafn- arfirði netaverkstæðið Net í Vestmannaeyjum og mun taka við rekstrinum um næstu ára- mót. Fyrir átti Ísfell netaverk- stæðið Ísnet í Vestmannaeyjum og verður starfsemi þessara tveggja verkstæða sameinuð, að sögn Péturs Björnssonar, aðal eiganda Ísfells. Pétur segir tvær megin- ástæður fyrir kaupunum. Ann- ars vegar er Net betur staðsett við höfnina í Eyjum þannig að hægt er að spóla nótum sem koma til yfirferðar eða viðgerð- ar beint í hús í stað þess að í dag þarf að spretta stórum nót- um í sundur þegar komið er með þær til Ísnets, því jafnvel stærstu vörubílar taka ekki stærstu næturnar í einni ferð. „Hin ástæðan er sú að við sem erum að þjónusta sjávarútveg- inn þurfum að hagræða alveg eins og gert hefur verið hjá út- gerðinni. Það eru ekki margir áratugir síðan tugir báta voru gerðir út á nótaveiðar frá Vest- mannaeyjum, í dag eru þeir 6-7. Það er því sama þróun í gangi hjá þjónustufyrirtækjunum.“ Þjónusta Ísfells á 7 stöðum Pétur segir að uppistaðan í verkefnum bæði Nets og Ísnets í Vestmannaeyjum hafi verið nótavinna þótt öðrum veiðar- færum hafi að sjálfsögðu einnig hafi verið sinnt. „Eigendur Nets vildu minnka við sig enda sumir komnir á eftirlaunaaldur. Þá lá beint við að kanna hvort hægt væri að sameina rekstur þess- ara tveggja fyrirtækja og endir- inn varð sá að við keyptum Net.“ Ísfell ehf. sem var stofnað 1992 er í dag meðal öflugustu fyrirtækja landsins í veiðarfæra- þjónustu og í sölu á útgerðar- vörum. Fyrirtækið er með starfsstöðvar og netaverkstæði á 7 stöðum á landinu. „Til að byrja með unnu hér 3 starfs- menn en síðan hefur þetta vax- ið mikið bæði með innri vexti og með uppkaupum á öðrum fyrirtækjum þannig að í dag starfa á milli 60 og 70 manns hjá Ísfelli víðs vegar um landið.“ Veiðarfæragerð og þjónusta burðarásinn Pétur segir að upphaflega hafi Ísnet fyrst og fremst selt efni til veiðarfæragerðar. Það breyttist hins vegar árið 2003 þegar fyrir- tækið sameinaðist Icedan en þá fylgdu 4 netaverkstæði með í kaupunum auk fyrirtækis sem hafði verið stofnað í Kanada til að þjónusta íslensk skip sem stunduðu rækjuveiðar á Flæmska hattinum. Eftir sam- eininguna 2003 breyttist fyrir- tækið og veiðarfæragerð og þjónusta við veiðarfæri varð einn af burðarásum starfsem- innar. Nýlega var starfsemin í Kan- ada seld en hins vegar stofnað nýtt fyrirtæki í Sissimuut á Grænlandi í samvinnu við heimamenn sem mun veita veiðarfæraþjónustu þar í landi. Aðspurður um skilyrðin í þess- ari atvinnustarfsemi segir Pétur þau vera þokkaleg um þessar mundir. Það hafi orðið miklar breytingar hjá útgerðinni á síð- ustu árum og hún sé að færast á sífellt færri hendur og um leið og fyrirtækjunum fækkar stækka þau sem eftir standa. „Okkar skilyrði sveiflast í takt við afkomuna í sjávarútvegin- um. Þegar gengur vel hjá út- gerðinni er ástandið hjá okkur líka nokkuð hagstætt,“ segir Pétur Björnsson. Pétur Björnsson, aðaleigandi Ísfells. Vestmannaeyjar Ísnet og Net í eina sæng F réttir

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.