Ægir - 01.08.2015, Síða 13
13
dagur í vinnslunni. „Hér er
vinna hvern einasta dag og við
höfum fjölgað starfsfólki tals-
vert frá því sem var, nú starfa
hjá okkur 32 á Þingeyri, líkt og
við stefndum að þegar við tók-
um við rekstrinum,“ segir Rúnar
og bætir við að ætlunin sé að
halda þeim mannskap í vetur.
Verri ytri aðstæður
Rúnar segir að rekstrarumhverfi
fiskvinnslunnar hafi versnað
undanfarna mánuði, krónan
hefur heldur verið að styrkjast
en afurðir eru að mestu seldar í
evrum sem hefur lækkað tölu-
vert. Laun í fiskvinnslu hafa
hækkað meira en í öðrum sam-
bærilegum störfum, sem m.a.
kemur í kjölfar nýs ákvæðis um
lágmarksbónusa. „Til viðbótar
við hækkun lágmarkslauna um
14,5% kemur inn ákvæði um
svokallað bónusígildi sem
hækkar byrjunarlaun þeirra sem
ekki hafa unnið við bónus um
önnur 13,7% þannig að heildar-
hækkun þeirra er yfir 28%. Evr-
an hefur veikst um 9,6% gagn-
vart krónu á árinu, þannig að
launakostnaður þessara starfs-
manna hefur hækkað um 40% á
árinu í evrum talið. Launakostn-
aður hefur hækkað í þessum
rekstri og við finnum verulega
fyrir því,“ segir Rúnar.
Skekkt samkeppnisstaða
Íslenskt sjávarfang er fisk-
vinnsla án útgerðar og kaupir
sitt hráefni á markaðsverði.
„Það er eitthvað vitlaust gefið
þegar stórútgerðir með
vinnslur geta tekið sitt hráefni
inn í vinnslurnar á allt að helm-
ingi lægra verði en vinnslur án
útgerðar og eru síðan í blóðugri
samkeppni um það litla hráefni
sem kemur inn á fiskmarkaðina.
Ég leyfi mér að efast um að
þetta standist samkeppnislög.
Heilbrigð samkeppni er af hinu
góða en ekki skekkt samkeppni
þar sem sumir fá að spila eftir
öðrum leikreglum en aðrir“ seg-
ir Rúnar.
Þó svo að rekstrarumhverfi
vinnslunnar hafi heldur versnað
á þessu ári þá segir hann að
menn séu bjartsýnir. „Við lítum
á þetta sem áskorun sem við
þurfum að takast á við og ger-
um það. Við erum með úrvals-
starfsfólk sem hjálpar okkur að
takast á við verkefnið auk þess
sem við erum í viðskiptum við
mjög góðar útgerðir sem
tryggja okkur hráefni,“ segir
Rúnar að lokum.
Íslenskt sjávarfang er í hópi Framúrskarandi fyrirtækja árið 2014. Hér
er Rúnar Björgvinsson framkvæmdastóri með viðurkenningarskjalið.
Fyrirtækið hefur góðan aðgang að hráefni.