Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.2015, Blaðsíða 14

Ægir - 01.08.2015, Blaðsíða 14
14 „Það má segja að matvælavinnsla af þessum toga hafi verið okkar ær og kýr í á þriðja áratug. Við störfuðum í nokkur ár hjá Bakkavör og síðar unnum við báðir hjá fyrirtækinu Fram Foods, sem má segja að hafi verið afsprengi Bakkavarar,“ segir Halldór Þórarinsson, matvælaverkfræðingur og annar framkvæmdastjóra Marhólma ehf. í Vestmannaeyjum, en hann á ásamt Hilmari Ásgeirssyni, iðn- aðartæknifræðingi, fjórðungshlut í fyrirtækinu á móti Vinnslustöð- inni. Fimmtán ársverk eru hjá Marhólmum í Eyjum, auk þeirra Hall- dórs og Hilmars. Loðnuhrogn fyrir sushi Marhólmar hafa sérhæft sig í vinnslu á síld, loðnuhrognum og þorskhrognum og er fram- leiðslan seld á neytendamark- aði í Evrópu og Bandaríkjunum. Fyrirtækið framleiðir bæði undir eigin vörumerkjum og merkj- um kaupenda. „Binna, framkvæmdastjóra Vinnslustöðvarinnar í Vest- mannayjum, kynntumst við þegar hann var í stjórn Fram Foods og þá urðu til þau tengsl sem urðu til þess að við fórum í samstarf við Vinnslustöðina og ákváðum að byggja upp fyrir- tækið hér í Eyjum. Hér er gott aðgengi að hráefni og mikil þekking á sjávarútvegi. Síðan má ekki gleyma því að Vest- mannaeyjar eru síðasta útskip- unarhöfn áður en skipin sigla á erlendar hafnir. Við höfðum áð- ur byggt upp góð markaðssam- bönd og við nýttum okkur þau þegar við fórum af stað.“ Úr loðnuhrognum framleiða Marhólmar „Masago“ sem er notað í sushi bæði í Bandaríkj- unum og Evrópu. „Sushi- markaðurinn er stór og vaxandi út um allan heim,“ segir Halldór. Sykursöltuð þorskhrogn eru framleidd fyrir Bretlandsmark- að. Þar eru hrognin unnin áfram og þeim blandað í ídýfur fyrir neytendamarkað. Góð ímynd íslenskrar saltsíldar Það er ár og dagur síðan síld var söltuð upp á gamla mátann í Eyjum, þar til Marhólmar tóku upp þráðinn þar sem frá var horfið. Fyrirtækið saltar ferska síld frá Vinnslustöðinni í tunnur og pakkar henni síðan í neyt- endaumbúðir og selur til Finn- lands. Síldinni er bæði pakkað í umbúðir undir finnskum vöru- merkjum og einnig er hún seld undir vörumerki Marhólma, „Vestmans“. Í Finnlandi starfar Jussi Pekka Mäntylä á vegum fyrirtækisins Marhólma Oy sem annast sölu og dreifingu síldar- innar þar í landi. „Við þekktum þennan markað vel því Fram Foods rak þar verksmiðju í nokkur ár og sömuleiðis kynnt- umst við finnska markaðnum þegar við störfuðum hjá Bakka- vör. Tengslanet okkar er því gott í Finnlandi og þar dreifum við okkar vörum í um 2000 verslanir. Ísland hefur alltaf haft góða ímynd í Finnlandi og neysla íslenskrar saltsíldar þar á sér langa og ríka hefð, alveg frá því að þarlend skip veiddu síld á Íslandsmiðum og söltuðu hana. Við byggjum á þeirri gömlu hefð að borða íslenska saltsíld og það kemur skýrt fram á neytendaum- búðunum að síldin sé íslensk Halldór Þórarinsson, annar framkvæmdastjóra Marhólma. Myndir: Óskar P. Friðriksson. Marhólmar í Vestmannaeyjum Síldin slær í gegn í Finnlandi Marhólmar nota þetta vörumerki – nafnið vísar til Vestmannaeyja. Loðnuhrogn eða „Masago“ eru seld til Bandaríkjanna og Evrópu þar sem þau eru notuð í sushi. Síldin er seld í neytendapakkn- ingum í Finnlandi undir annars vegar vörumerki Marhólma og hins vegar vörumerkjum kaup- enda. V estm a n n a ey ja r

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.