Ægir

Årgang

Ægir - 01.08.2015, Side 16

Ægir - 01.08.2015, Side 16
16 Smári Geirsson, þjóðfélagsfræðingur og fyrrverandi kennari í Nes- kaupstað, hefur sent frá sér tæplega 600 síðna ritverk sem er ítar- leg rannsókn á stórhvalaveiðum við Ísland síðan land byggðist og þar til þær voru bannaðar með lögum árið 1915. Að stærstum hluta fjallar bókin um hvalveiðar erlendra manna hér við land og starf- semi hvalstöðvanna sem flestar voru hér í lok 19. og byrjun 20. ald- ar. Þetta er norska hvalveiðitímabilið á Íslandi, sem svo er stundum nefnt, en þá settu sig hér niður þarlend hvalveiðifyrirtæki, veiddu hvali með nýrri tækni og bræddu í stöðvum í landi. Íslendingar voru langt í frá allir sammála um kosti hvalveiðanna og deildar mein- ingar bæði meðal almennings og stjórnmálamanna. Enda fór svo að þær voru stöðvaðar með valdboði. Hitt er ekki síður athyglisvert hversu gríðarlega umfangsmikil þessi starfsemi var þegar best lét og hvaða áhrif hún hafði á iðnaðaruppbyggingu sem á eftir fylgdi sem og tilkomu mótorbáta- og togaraflotans. Að ógleymdum þeim tekjum sem hvalstöðvarnar skiluðu þeim byggðarlögum sem þær störfuðu í og nýttust til framfaramála, s.s. vegalagningar, skóla- bygginga og annarra þarfra samfélagsverkefna. Tilraunaveiðar á 19. öld „Hvalveiðar hafa fylgt Íslend- ingum allt frá upphafi byggðar hér á landi og grundvölluðust á þekkingu frá Noregi. Auðvitað voru þær ekki stórtækar en það voru hins vegar Baskar sem fyrstir fóru að stunda hvalveiðar í atvinnuskyni við landið þegar þeir tóku að sækja í auknum mæli hingað norðureftir í upp- hafi 17. aldar,“ svarar Smári þeirri spurningu hvenær telja megi að hvalveiðar hefjist við Ísland. Í rannsókn Smára er í fyrsta skipti fjallað á heildstæðan hátt um merkilegt tímabil í hval- veiðisögunni þegar þrjú erlend fyrirtæki reyndu fyrir sér með tilraunaveiðum á reyðarhval við Ísland. Þetta er árabilið 1863- 1872 og komu hingað fyrstir Bandaríkjamenn undir forystu Thomas Welcome Roys og Gustafus Adolphus Lilliendahls. Sá fyrrnefndi var skipstjóri á Reindeer, þriggja mastra bark- skipi frá New York sem kom til Reyðarfjarðar árið 1863. Roys þessi hafði kynnt sér staðhætti hér á landi, hafði trú á Aust- fjörðum sem útgerðarsvæði til hvalveiða og að þær gætu orð- ið öflugur atvinnuvegur á Ís- landi. Leyfi fékk hann frá dönsk- um yfirvöldum til veiðanna á Ís- landi og varð fúslega við því skilyrði þeirra að gerast íslensk- ur borgari. Roys skipstjóri hafði sjálfur hannað nýja gerð af hvalabyssu sem hann kallaði eldflaugar- byssu en hún hafði þá sérstöðu að skutullinn var með við- hengdu sprengjuoddi sem ætl- Stórhvalaveiðar við Ísland til 1915: Merkur kafli í íslenskri atvinnusögu - segir Smári Geirsson, þjóðfélagsfræðingur um rannsókn sína á hvalveiðum við Ísland í lok 19. og byrjun 20. aldar Æ g isv iðta lið

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.