Ægir - 01.08.2015, Blaðsíða 17
17
að var að springa þegar skutull-
inn gengi inn í hvalinn. Byssan
var einnig á þann hátt sérstök
að hún hvíldi á öxl skotmanns-
ins í stafni hvalbátsins.
Veiðitímabil Roys og félaga
stóð í fimm ár og veiddu þeir
um 100 hvali en veiðarnar náðu
hvergi nærri því flugi sem
Bandaríkjamennirnir höfðu
vonast eftir. Ástæðan var fyrst
og fremst að ekki tókst að þróa
og bæta veiðibúnaðinn nægj-
anlega. Áður en veiðum þeirra
lauk við landið var danska út-
gerðin Det danske Fiskeri-
selskab byrjuð á tilraunaveið-
um á reyðarhval sem stóðu í
fjögur ár og síðasta hluta þessa
10 ára tímabils spreytti sig hér á
miðunum hollenska útgerðin
Nederlandsche Walvischaart en
báðar útgerðirnar prófuðu sig í
grundvallaratriðum áfram á líkri
tækni og Roys hinn bandaríski
hafði þróað. En ekki tókst Dön-
unum og Hollendingunum
frek ar en Roys að gera hvalveið-
arnar við Ísland að alvöru at-
vinnuvegi.
Fyrsta vélvædda hvalstöð heims
á Seyðisfirði
Þrátt fyrir að Roys og félaga
hans Lilliendahl hafi ekki tekist
sem skyldi við veiðarnar þá er
það til marks um bjartsýni
þeirra á verkefnið að þeir reistu
hvalstöð á Vestdalseyri við
Seyðisfjörð árið 1865 sem Smári
segir stórmerka í iðnaðarsögu
Íslendinga.
„Þarna var um að ræða
fyrstu vélvæddu hvalstöðina í
veraldarsögunni og líklega var
hún fyrsta vélvædda verksmiðja
Íslandssögunnar. Stöðin notaði
gufuafl við framleiðsluna og
slíkt hafði ekki fyrr verið gert
hér á landi, svo heimildir séu
um,“ segir Smári en stöðin var
nýtt þau ár sem Roys og Lillien-
dahl voru hér á landi.
„Bygging verksmiðjunnar
sýnir þá tröllatrú sem Banda-
ríkjamennirnir höfðu á verkefn-
inu en bæði veiðitölur á þeirra
tímabili, sem og þeim árum
sem Danir og Hollendingar
voru hér, sýna að héðan hurfu
öll þessi fyrirtæki þar sem ár-
angurinn í veiðunum var ekki
nógu góður.“
Upphafsmaður nútíma hvalveiða
Á sama tíma voru fleiri að
spreyta sig með nýja tækni til
veiða á reyðarhvölum og gekk
stórum betur. Í bænum Túns-
bergi í Vestfoldfylki í Noregi var
maður að nafni Svend Foyn
með einkaleyfi á tækni til veiða
sem hann hafði sjálfur þróað og
er í grunninn sú sem nútíma
hvalveiðar byggja á. Enda er
Svend þessi fyrir vikið talinn
upphafsmaður nútíma hval-
veiða.
Svend Foyn efnaðist reyndar
í upphafi á selveiðum og átti
mikinn þátt í uppgangi fæðing-
Hvalstöðin á Sólbakka við Önundarfjörð árið 1898.
Í bakgrunni má sjá griðarlegan stafla af lýsistunnum.