Ægir - 01.08.2015, Page 19
19
Finnmerkur í Noregi án þess að
hafa farið í rekstur á Norðfirði,“
segir Smári. Engu að síður var
þarna að hefjast uppgangstími
norskra hvalveiðifyrirtækja á Ís-
landi sem náði hápunkti um og
upp úr aldamótunum og lauk
árið 1915 þegar lög um bann
við stórhvalaveiðum tóku gildi.
„Með 10 ára einkaleyfi
Svend Foyn á sinni tækni gat
hann skammtað öðrum aðgang
að veiðum í Noregi og gætt
þess að ekki yrði of þröngt á
hvalamiðunum við Finnmörku.
Honum leist hins vegar ekkert á
blikuna þegar leið að því að
einkaleyfi hans rynni út og það
skýrir komu hans til Íslands, en
hingað hafði hann komið áður
til að skoða veiðar Bandaríkja-
mannanna. Hann og aðrir hval-
veiðimenn í Noregi voru því að
horfa til nýrra miða þar sem í
ofveiði stefndi heima fyrir.“
Vestfirði og Austfirðir vettvangur
hvalstöðvanna
Norðmenn náðu fljótt góðum
tökum á veiðum við Ísland og
önnur norsk stöð bættist við ár-
ið 1889 og síðan fjölgaði stöðv-
unum hratt. Smári segir að þær
hafi verið 9 talsins þegar mest
var og 32 hvalveiðibátar. Hval-
veiðar Norðmanna voru í upp-
hafi tímabils þeirra frá hval-
stöðvum á Vestfjörðum og voru
þær staðsettar í Önundarfirði,
Dýrafirði, Tálknafirði, Hesteyrar-
firði Veiðileysufirði og Seyðis-
firði, auk Álftafjarðar sem áður
var nefndur. Fljótlega tóku
bátar þeirra að sækja á mið úti
fyrir Norðurlandi og síðar aust-
ur fyrir land. Þegar fjarlægðin
frá hvalstöðvunum var orðin
svo mikil var brugðið á það ráð
að koma upp sérstökum söfn-
unarstöðum og nota síðan öfl-
ug gufuskip til að draga stórar
trossur af hval vestur á firði.
Þetta gátu verið allt upp í 20
hvalir í einni trossu. Þetta skýrir
þá þróun sem varð rétt eftir
aldamótin að sum norsku fyrir-
tækjanna tóku stöðvar sínar
niður fyrir vestan og fundu
þeim nýja staði á Austfjörðum,
nær veiðisvæðunum. Norsku
stöðvarnar voru á Asknesi við
Mjóafjörð, í Hamarsvík við
Mjóafjörð, á Svínaskálastekk við
Eskifjörð og Sveinsstaðaeyri við
Hellisfjörð. Loks byggði þýskt
félag stöð á Fögrueyri við Fá-
skrúðsfjörð en stærstur hluti
starfsmanna var norskur.
„Ég held að fólk nú til dags
geri sér almennt ekki grein fyrir
stærðargráðu þessarar atvinnu-
starfsemi. Ef við tökum sem
dæmi stöðina á Asknesi við
Mjóafjörð, þá stærstu hér fyrir
austan, þá unnu um 200 manns
við hana og þegar flest var
gerðu þeir út 9 báta frá stöðinni
með 10 manna áhöfn á hverj-
um bát. Þessu til viðbótar til-
heyrðu stöðinni bæði flutninga-
og dráttarskip. Með öðrum orð-
um; á fjórða hundrað manns til-
heyrðu aðeins þessari einu
stöð,“ segir Smári.
Fáar íslenskar vinnuhendur á
lausu
Vinnuaflið í hvalstöðvunum
kom að stærstum hluta frá Nor-
egi og segir Smári nokkuð aug-
ljósar skýringar á því. „Stærstu
félögin tvö, þ.e. Ellefsen sem
var fyrst í Önundarfirði og síðan
á Asknesi í Mjóafirði og Victor-
félagið sem var fyrst í Dýrafirði
og síðan í Hamarsvík í Mjóafirði,
voru reyndar lengstum með
nokkra tugi Íslendinga í vinnu
Gesti hefur borið að garði í hvalstöðinni á Asknesi í Mjóafirði og að
sjálfsögðu stilla þeir sér upp til myndatöku á flensiplani stöðvarinnar.
Hvalstöðin á Langeyri við Álftafjörð. Hún var upphaflega reist árið 1883 og með tilkomu hennar hófst hið svokallaða norska hvalveiðitímabil á Ís-
landi.