Ægir

Årgang

Ægir - 01.08.2015, Side 20

Ægir - 01.08.2015, Side 20
20 en almennt komu starfsmenn- irnir frá Noregi. Íslensku starfs- mennina sóttu fyrirtækin að stærstum hluta til Reykjavíkur sem skýrist fyrst og fremst af því að hvalveiðarnar voru sum- arvertíðir og þá var einfaldlega mestur annatími fólks til lands og sjávar og fáar vinnufærar hendur á lausu. Um það er t.d. fjallað í dagbókum frá þessum tíma að erfitt hafi verið að fá Ís- lendinga til vinnu,“ segir Smári en norska starfsfólkið kom fyrst og fremst frá Vestfold og Haugasundssvæðinu, þar sem hvað mestur uppgangur hafði orðið árin áður í hvalveiðum. Frá Íslandi til Suðurhafa Vöxtur í veiðum Norðmanna var hraður og að sama skapi dró hratt úr á nýjan leik þegar kom fram á á 20. öldina. „Þetta hafði öll einkenni ofveiði, sem sjá má af tölum, en sveiflurnar voru líka miklar í afurðaverði og á stundum þurfti ekki mikla veiði til að fá þokkalega út- komu. Á árunum upp úr alda- mótunum var líka mikill upp- gangur í hvalveiðum í Suður- höfum og auðvitað freistaði margra að taka sig upp og flytja sig þangað. Sum fyrirtækin fóru því þangað þegar fjaraði undan veiðunum hér og einnig eru dæmi um að stöðvar hafi verið keyptar hér á landi til að setja upp annars staðar, t.d. fór héð- an ein stöð sem skoskt fyrirtæki keypti og setti upp á Falklands- eyjum. En þegar hvalveiðibann- ið var sett á árið 1915 var að- eins eftir ein norsk stöð hér í rekstri, þ.e. svonefnd Heklustöð í Hesteyrarfirði,“ segir Smári. Margvísleg þjóðfélagsáhrif hvalveiðanna Spurður um hvað standi upp úr varðandi þessa atvinnustarf- semi og norska tímabilið í hval- veiðunum við Ísland segir Smári umfangið og stærðar- gráðuna koma fyrst upp í hug- ann. Óumdeilanlega hafi hval- stöðvarnar og hvalveiðarnar skilið margt eftir sig sem sett hafi mark á íslenskt samfélag og þróun. „Áhrifin voru margvísleg. Þarna kynntust Íslendingar í fyrsta sinn vélvæddum fram- leiðsluiðnaði, fyrst með stöð- inni á Seyðisfirði sem Banda- ríkjamennirnir byggðu og svo norsku stöðvunum þegar þær komu. Síðan höfðu sveitar- félögin miklar tekjur af þessu og dæmi eru í heimildum um að 2/3 hlutar útsvarstekna ein- stakra sveitarfélaga kæmu beint frá hvalstöðvunum. Enda í nokkrum tilfellum fleiri en ein stöð í sama hreppnum, saman- ber stöðvarnar í Mjóafirði þar sem voru tvær og í Súðavíkur- hreppi voru þær á tímabili þrjár talsins. Áhrifin voru því gríðar- leg og þessir peningar skiluðu vegalögnum, skólum og ýmsu öðru. Landssjóður hafði sömu- leiðis miklar tekjur af hvalstöðv- unum en hins vegar þarf að hafa í huga að það var allan tímann deilt hér í þjóðfélaginu um skattlagningu á þessi fyrir- tæki og hvort réttlátt hlutfall gróða þeirra skilaði sér til ís- lensks samfélags,“ segir Smári en þess voru líka dæmi að sum norsku fyrirtækjanna létu fé af hendi rakna með beinum hætti til samfélagsverkefna; vega- gerðar, brúarsmíði, fjölskyldu- hjálpar, kirkjubygginga, menn- ingarmálefna og fleira. Tækniþekking jókst með vélaverkstæðum hvalstöðvanna „Annað atriði sem ekki síður hafði áhrif á það sem á eftir kom voru vélaverkstæði hval- stöðvanna sem gengdu lykil- hlutverki þegar mótorbátaöldin gekk í garð. Hér fyrir austan eru til mjög góðar heimildir um þetta og þær sýna hvernig mótorbátaeigendur þurftu að miklu leyti að treysta á þjón- ustu vélaverkstæða hvalstöðv- anna til að halda bátunum gangandi. Þar voru verkfærin og þar hafði byggst upp kunn- átta á vélbúnaði. Og sem dæmi má nefna að vélstjórar á fyrsta gufutogara landsmanna voru Íslendingar sem höfðu alla sína þekkingu frá vélaverkstæðum hvalstöðvanna á Vestfjörðum. Ef hvalstöðvanna hefði ekki notið við þá hefðu orðið hér miklu meiri erfiðleikar en raun varð í mótorbátavæðingu fisk- veiðanna við landið, að minnsta kosti fyrir vestan og austan. Það má vera alveg ljóst,“ segir Smári. Hvalrekstrarkenningin og hvalveiðideilur Hvalveiðarnar voru á þessum tíma umdeildar og átti bannið sem Alþingi að lokum sam- þykkti sér nokkurn aðdraganda. Smári segir Norðmenn hafa mætt mikilli andstöðu þegar þeir hófu starfsemi á Vestfjörð- um en smám saman jókst vel- Hvalabyssa, eins og þær voru á fyrsta áratug 20. aldar. Byssan, sem skaut sprengiskutli, var föst í stafni hvalveiðibátsins og skotlína fest við skutulinn.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.