Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.08.2015, Qupperneq 22

Ægir - 01.08.2015, Qupperneq 22
22 Fyrirtækið Arcticus Sea Pro- ducts á Hjalteyri við Eyjafjörð hefur þróað nýja vörulínu í harðfiski; þurrkaða fiskbita úr marningi. Framleiðsluna selur fyrirtækið undir eigin merkjum í stærstu matvöruverslunum landsins, auk þess að framleiða undir vörumerkjum annarra. Forsvarsmenn Arcticus Sea Pro- cucts segja einnig tækifæri á erlendum mörkuðum; sending- ar hafa farið til Færeyja og við- ræður eru við söluaðila í Sví- þjóð, Þýskalandi og víðar. Sömuleiðis var sending með bitafiski á leið til Nígeríu fyrr á árinu þegar sá markaður lokaði en vonir standa til að úr rætist þar, enda mikil hefð þar um slóðir fyrir neyslu þurrkaðra fiskafurða. Markaðurinn tók vörunni vel Arcticus Sea Products hóf starf- semi árið 2012 og þá í fram- leiðslu á fiskibollum, orlyhjúp- uðum þorskbitum og græn- metisbuffi fyrir neytendamark- að og mötuneyti. Varan náði fljótt góðri fótfestu á mörkuð- um en eigendur fyrirtækisins ákváðu í framhaldinu að láta reyna á þá hugmynd að fram- leiða bitaharðfisk úr marningi. Slíkt hafði ekki verið gert hér á landi áður. „Þróunarferlið tók okkur um það bil eitt ár og unnum við að- allega að þessu á Akranesi þar sem við fengum aðgang að þurrkklefa, auk þess sem Ástþór Vilmar Jóhannsson, kjötiðnað- armaður þar í bæ, vann með okkur að vöruþróuninni. Í fram- haldinu fengum við síðan vinnslusal á Hjalteyri þar sem við settum vinnsluna upp, m.a. mjög stóran og öflugan tölvu- stýrðan þurrkklefa og loks tók- um við á leigu tækjalínu sem mótar fiskbitana úr fiskmarn- ingnum. Fyrsta lögunin fór í þurrk um síðustu áramót og síðan þá hefur þetta verkefni vaxið upp í að vera stærsti þátt- ur starfseminnar,“ segir Stein- grímur Magnússon, fram- kvæmdastjóri og einn aðaleig- enda fyrirtækisins. Annar aðal- eigandi í dag er Rúnar Friðriks- son en einnig eiga Hannes Helgason og Sveinn Rafnsson hlut í fyrirtækinu, sem og áður- nefndur Ástþór Vilmar Jóhanns- son. Framleiða bitafisk úr marningi Eigendur og starfsmenn Arcticus Sea Products á Hjalteyri með framleiðsluvöru sína, bitafisk úr marningi, sem seld er í verslunum hér á landi og áhugi er fyrir á erlendum mörkuðum. Frá vinstri: Hannes Helgason, Rúnar Friðriksson, framleiðslustjóri, Steingrímur Magnússon, framkvæmda- stjóri, Vikar Mar og Friðrik Friðriksson, gæðastjóri. Bitarnir mótaðir í þar til gerðri vél og fara þaðan í þurrkklefann.

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.