Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.2015, Blaðsíða 24

Ægir - 01.08.2015, Blaðsíða 24
24 „Það er alveg ljóst að sú mikla uppbygging sem orðið hefur í fiskeldinu hér um slóðir hefur styrkt byggðarlagið til muna og skiptir verulegu máli. Íbúum hefur fjölgað um tæplega 200 manns frá því þessi uppbygg- ing hófst. Sem er ánægjuleg þróun, eykur slagkraft byggð- arlagins og blæs mönnum bjartsýni í brjóst,“ segir Ásthild- ur Sturludóttir, bæjarstjóri í Vesturbyggð. Undanfarin fimm ár hefur fiskeldi skipað æ stærri sess í at- vinnulífi svæðisins, umsvifin hafa aukist jafnt og þétt og útlit fyrir að sú þróun haldi áfram. Þannig hafa Fjarðalax og Dýr- fiskur áform um að ríflega sex- falda eldi á laxi og regnbogasil- ungi í Patreksfirði og Tálkna- firði, úr 3000 tonnum í allt að 19 þúsund tonn. Frummat fyrir- tækjanna vegna umhverfis- áhrifa þessarar aukningar er nú til kynningar hjá Skipulags- stofnun og rennur frestur til að gera athugasemdir við hana út í byrjun desember. Íbúum hefur fjölgað umtalsvert Ásthildur bendir á að sam- kvæmt umhverfismatinu muni fyrirhuguð aukning hafa veru- lega jákvæð áhrif á hagræna og félagslega þætti í byggðarlag- inu, auka atvinnu og verð- mætasköpun. Margfeldisáhrif af fiskeldi vestra hafa einnig orðið þau að tekist hefur á umliðnum árum að snúa íbúaþróun við. Íbúar í Vesturbyggð eru nú 1030 talsins og hefur fjölgað um ríflega 170 manns. „Uppbygging fiskeldis hér um slóðir hefur styrkt okkur og munar verulega um þessa fjölg- un sem orðið hefur í sveitar- félaginu. Þetta er góð þróun og við erum lánsöm að hún er á já- kvæðum nótum, mörg sveitar- félög á landsbyggðinni eiga undir högg að sækja og hafa misst frá sér fólk. Við vonum að með áframhaldandi uppbygg- ingu hér munum við brátt ná vopnum okkar og sjá svipaða íbúatölu og hér var fyrir nokkr- um árum, um 1400 manna byggð,“ segir Ásthildur. Lítið af lausu húsnæði Hún segir að þó svo íbúum hafi fjölgað sé enn sem komið er ekki mikið um nýbyggingar húsnæðis. „Hér var töluvert af lausu húsnæði áður og það er nú allt í notkun, allar íbúðir sem Vesturbyggð átti eru í útleigu og þá eru þess dæmi að sumar- bústaðir hafi verið teknir í gagnið sem heilsárshús. Staðan er sú að lítið er um laust hús- næði sem stendur,“ segir hún. Auk þess sem fiskeldi hafi vaxið og dafnað með fjölgun starfs- manna hefur ferðaþjónustu í héraðinu einnig vaxið fiskur um hrygg líkt og á öðrum stöð- um á landinu. „Þetta helst í hendur og hefur einnig jákvæð áhrif á samfélagið. Það er mikils Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri í Vesturbyggð Uppbygg- ing í fisk- eldi hefur styrkt byggðar- lagið V iðta l

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.