Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.2015, Blaðsíða 29

Ægir - 01.08.2015, Blaðsíða 29
29 Unnið samkvæmt markmiðum um minni losun kolefnis Svavar segir að með nýjum skipum sem komin eru og væntanleg í fiskiskipaflotann hér á landi leggi sjávarútveginn verulegt lóð á vogarskálar stjórnvalda til að ná markmiði um minni kolefnislosun. „Þegar ákvörðun var tekin um kaup HB Granda á nýju skipunum fimm ákváðum við að velja dieselvél- ar og þann besta mengunar- varnabúnað sem völ er á. Þetta eru sparneytin skip og um- hverfismálin voru sannarlega einn mikilvægur þáttur sem horft var til í aðdraganda ákvörðunar um smíði skip- anna,“ segir Svavar. Segja má að umhverfismál séu í sjálfu sér mjög samofin starfsemi í sjávarútvegi og sínu stærsti þátturinn er að sjálf- sögðu verndun fiskistofnanna og umgengni um fiskimiðin. Svavar segir HB Granda hafa á sínum tíma undirstrikað áherslu sína á þennan málaflokk með aðild að sjálfseignarstofnuninni Ábyrgum fiskveiðum sem stofn- uð var árið 2011 og hefur orðið æ sýnilegri hluti af greininni. Sjávarútvegur án mengunar er raunhæft markmið Svavar Svavarsson, deildarstjóri viðskiptaþróunar HB Granda hf. Mynd: Þormar Vignir Gunnarsson „Að mínu mati væri mjög æskilegt ef stjórnvöld og sjávarútvegurinn tækju saman höndum um að setja sér í sameiningu það markmið að íslenskur sjávarútvegur verði í framtíðinni rekinn án þess að valda mengun. Þannig væri yfirlýst stefna að t.d. öll íslensk fiskiskip verði innan ákveðins tíma knúin öðrum orkugjöfum en jarðefnaeldsneyti. Þetta er að mínu mati raunhæft markmið, bæði með tilliti til vaxandi áhuga innan greinarinnar á umhverfismálum og ekki síður framþróunar í tæknibúnaði sem orðið hefur og mun verða í náinni framtíð,“ segir Svavar Svavarsson, deildarstjóri viðskiptaþróunar HB Granda hf. Fyrirtækið er þessi misserin að stíga ýmis framþróunarskref sem tengjast umhverfismálum, rekur raf- knúna fiskimjölsverksmiðju á Vopnafirði, tók nýverið í notkun eigin sorpflokkunarstöð og mun á þriggja ára tímabili fá fimm nýsmíðuð fiskiskip búin nýjustu tækni í orkunýtingu og mengunarvörnum. Í októbermánuði tók HB Grandi í notkun eigin sorpflokkunarstöð á athafnasvæði sínu við Norðurgarð í Reykjavík. Stöðin fékk nafnið Svanur en meðal gesta á opnunarhátíðinni var Sigrún Magnúsdóttir, umhverfisráðherra. Við þetta tækifæri sagði Vilhjálmur Vil- hjálmsson, forstjóri HB Granda, að stjórnendur fyrirtækisins telji sér skylt að ganga um um- hverfið af eins mikilli ábyrgð og frekast sé unnt. „Að fenginni reynslu á Vopnafirði var okkur ljóst að við gátum með flokkunarstöð sem þessari komist hjá því að urða tugi tonna af alls kyns endurnýjanlegu efni. Við viljum ein- faldlega sýna viljann í verki og því er þessi bygging hér komin. Þó svo að nokkrar krónur fáist fyrir sumt að því sem fer til endurvinnslu í stað urðunar mun það varla duga fyrir rekstr- arkostnaði, hvað þá að það muni nokkurn tíma fást eitthvað upp í stofnkostnaðinn,“ sagði Vilhjálmur. Efnt var til nafnasamkeppni meðal starfs- fólks og sendu 80 þeirra inn samtals rösklega 400 tillögur. Fjórir starfsmenn lögðu til nafnið Svanur, flokkunarstöð sem varð fyrir vali dóm- nefndar. Flokkunarstöðin Svanur í notkun Flokkunarstöðin Svanur.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.