Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.2015, Síða 33

Ægir - 01.08.2015, Síða 33
33 nokkuð framandi enda Neptune ehf. eina hérlenda fyrirtækið sem starfi á þessum alþjóðlega samkeppnismarkaði. Ágúst seg- ir sínar rætur vera við sjávarsíð- una. „Ég hef verið við fjöruna frá blautu barnsbeini, fæddur á Patreksfirði árið 1967 og var þar meira og minna framyfir tvítugt og var öll sumur til sjós á togur- um, t.d. Sigurey og Þrym, og vertíðarbátnum Patreki. Þessi tenging mín við sjóinn áður fyrr kom sér vel því ég vissi í stórum dráttum út á hvað sjómennska gekk en tæknilega séð var ég svo sem ekki vel með á nótun- um þegar við byrjuðum með Neptune ehf. Eftir að ég hætti sjómennskunni fór ég að starfa hjá Kassagerð Reykjavíkur við sölu á umbúðum til sjávarút- vegsins og þannig hélt ég áfram góðum tengslum við sjávarútveginn. Neptune, sem áður hafði verið gert út frá Grænlandi og þar áður var Helga Björg á Skagaströnd, var okkar fyrsta skip og síðan keypt- um við annað skip árið 2009, gamla Harðbak, sem nú heitir Poseidon, en til þess skips þekkti ég nokkuð því um tíma hafði ég verið þar í áhöfn,“ segir Ágúst. Í grunninn eru tíu menn í áhöfn hvors rannsóknarskips Neptune ehf. – þar af fjórir í brú og þrír í vél. Síðan kemur um borð mikill fjöldi sérfræðinga sem tengjast viðkomandi verk- efnum. Um borð í Neptune er rými fyrir fast að fjörutíu manns en í Poseidon eru kojur fyrir 33. Skipstjórar beggja skipa eru fyrrverandi skipstjórar hjá Út- gerðarfélagi Akureyringa, Guð- mundur Guðmundsson fylgir sínu gamla skipi Harðbaki og er áfram í brúnni á Poseidon og Ragnar Elísson er skipstjóri á Neptune. Sem fyrr segir var Neptune ehf. stofnað árið 2008 og frá upphafi hefur Ágúst átt hlut í fyrirtækinu á móti erlendum aðilum. „Draumastaðan er að koma þessu fyrirtæki alfarið til Íslands í þeim skilningi að fyrir- tækið verði að fullu í íslenskri eigu og ég get upplýst að ég hef verið að vinna að undan- förnu að því.“ Ráðagóðir íslenskir sjómenn Ágúst segir að frá upphafi hafi verið lögð áhersla á að hafa ís- lenskar áhafnir á skipunum og stærstur hluti þeirra kemur frá Akureyri. „Þó svo að vinnu- brögðin um borð í rannsóknar- skipunum séu á margan hátt frábrugðin því sem menn þekkja frá fiskiskipunum eiga ís- lenskir sjómenn auðvelt með að tileinka sér þau, þeir eru harðduglegir og ráðagóðir ef upp koma einhver vandamál sem þarf að leysa úr. Þeir ein- faldlega finna lausnir á staðn- um og það hefur vakið nokkra undrun og aðdáun erlendra rannsóknarmanna. Við höfum fengið lof fyrir viðbragðsflýti og hversu úrræðagóðir við erum og ekki síst fyrir þá þjónustu sem við veitum rannsóknar- mönnunum. Þetta skiptir allt miklu máli í hörðum sam- keppnisheimi. Allar slíkar já- kvæðar einkunnir eru gulls ígildi. Það er enginn vafi í mínum huga að við höfum náð að byggja upp gott orðspor á þeim rúmu sjö árum sem við höfum verið í rekstri. Ef svo væri ekki myndum við ekki fá verk- efni aftur og aftur frá stóru olíu- félögunum og fyrirtækjum sem starfa í tengslum við uppsetn- ingu vindmylla. Orðsporið er okkar verðmæti og til þess að fá að bjóða í verk þurfum við að geta sýnt fram á að við séu traustsins verðir. Og það er nokkuð sem byggist ekki upp á einni nóttu. Í stóra samhenginu erum við pínulítið fyrirtæki sem kannski má jafnframt segja að sé á vissan hátt okkar styrkur. Áhafnir skipanna vinna sam- kvæmt mjög ströngum reglum og ISO-stöðlum, sem eru ansi mikið frábrugðnir því sem menn eiga að venjast á fiski- skipum. Þessar reglur, sem við- skiptavinir okkar gera kröfur um, lúta meðal annars að ör- yggismálum og öllum þeim að- gerðum sem farið er í um borð. Og sumir af okkar viðskiptavin- um passa vel upp á, vegna nátt- úruverndarsjónarmiða, að rann- sóknirnar trufli ekki sjávarspen- dýr. Það er því að mörgu að hyggja í þessu sambandi. Við getum verið lengi úti – Gott orðspor er okkar verðmæti - segir Ágúst H. Guðmundsson, framkvæmdastjóri Neptune ehf., sem gerir út rannsóknarskipin Neptune og Poseidon Rannsóknarskip Neptune ehf. á Pollinum á Akureyri – Neptune EA-41 og Poseidon EA-303. Hér er verið að undirbúa bergmálsrannsóknir með því koma „streamer“ skynjara fyrir borð.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.