Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.2015, Blaðsíða 34

Ægir - 01.08.2015, Blaðsíða 34
34 t.d. getur Neptune tekið um 440 þúsund lítra af olíu sem er mjög mikið fyrir svo lítið skip. Það getur því verið úti í allt að tvo og hálfan mánuð í einu en reyndar hefur aldrei reynt á það. Áhafnirnar okkar eru oftast í um sextíu daga í burtu en vís- indamennirnir um borð skipta nokkuð ört með sér verkum. Höfuðstöðvar fyrirtækisins hafa alltaf verið hér á Akureyri, sem má kannski segja að sé hálfgerð sérviska. Eins og stað- an er núna væri fyrirtækið kannski betur staðsett annars staðar, m.a. vegna stöðu krón- unnar, og það væri hægt að manna skipin á ódýrari hátt er- lendis. Engu að síður eru engin áform um að breyta þessu.“ Á fjórða tug starfsmanna á launaskrá Neptune ehf., sem er með skrif- stofur sínar í hinu sögufræga Höepfnershúsi í Innbænum á Akureyri, er með á fjórða tug starfsmanna á launaskrá. „Við höfum litla yfirbyggingu í fyrir- tækinu en afleidd störf hér á Akureyri eru umtalsvert mörg. Við höfum nýtt okkur þjónustu fyrirtækja hér við viðhald skip- anna og því hefur byggst upp ákveðin þekking á þeim tækni- búnaði sem við notum og það er að mínu mati mjög dýrmætt fyrir þjónustufyrirtæki hér í bænum. Við höfum alltaf lagt áherslu á að halda skipunum mjög vel við og í upphafi má kannski orða það svo að um hafi verið að ræða nýsmíða- verkefni í Slippnum á Akureyri, svo umfangsmiklar voru breyt- ingarnar sem voru gerðar á skipunum. Í byrjun fórum við í gríðarlegar fjárfestingar í tækja- búnaði og við þurfum að end- urnýja tækin reglulega enda eru svo miklar og hraðar fram- farir á þessu sviði,“ segir Ágúst. Verkefni út um allan heim Fyrsta verkefni Neptune ehf. var á sínum tíma við gasleiðslu í Rússlandi en síðan hefur fyrir- tækið tekið að sér verkefni út um allan heim. „Við höfum ver- ið með verkefni við strendur Þýskalands, Hollands, Englands og Noregs, svo dæmi séu tekin. Einnig höfum við tekið að okkur verkefni undan ströndum Suð- ur-Ameríku, við Grænland, Ný- fundnaland og víðar. Mörg þessara verkefna hafa falist í sýnatökum á hafsbotni, við höf- um verið í bergmálsrannsókn- um, fjölgeislamælingum, komið fyrir duflum og straummælum o.fl. Það er því ansi margt sem við getum gert, enda höfum við mjög öflugan tækjabúnað af vönduðustu gerð um borð í skipunum. Við höfum verið til- búnir að fara út um allt með skipin og höfum getað sýnt fram á við getum unnið við nánast hvaða aðstæður sem er. Við unnum m.a. að sýnatökum við Falklandseyjar, sem var mjög erfitt vegna mikilla vinda og strauma. En þetta gekk vel, enda er Poseidon, gamli Harð- bakur, mjög gott sjóskip.“ segir Ágúst. Aukin verkefni við vindmyllur Um heim allan er mikill fjöldi sambærilegra fyrirtækja í rekstri, flest hafa þau unnið að verkefnum sem lúta að leit á ol- íu og gasi. „En við erum ekki bara í þeim hluta rannsókn- anna, við höfum líka mikið verið að þjónusta fyrirtæki sem vinna að því að setja upp vindmyllur og leggja kapalstrengi á hafs- botni. Á liðnu sumri vorum við mikið í að taka rannsóknarsýni sem tengjast staðsetningu svo- kallaðra vindmyllugarða. Þeir aðilar sem hyggjast ráðast í byggingu slíkra garða þurfa að sjálfsögðu að fara í víðtækar rannsóknir á hafsbotninum til þess að ganga úr skugga um að jarðlögin séu heppileg og und- irstöðurnar því traustar. Þessi þáttur, þ.e. uppsetning vind- mylla á bæði landi og í sjó, vex núna hröðum skrefum, sem er í takti við aukna áherslu á vist- væna orkugjafa. Vinna við sæ- strengi hefur einnig aukist verulega, bæði lagning nýrra og viðhald og endurnýjun eldri strengja. Og sem dæmi um hversu víðtæk verkefni okkar hafa ver- ið tókum við að okkur fyrir fjór- um árum fyrir BBC – breska rík- isútvarpið – að sigla á Neptune með ströndum Grænlands með teymi myndatöku- og dagskrár- gerðarmanna til þess að gera sjónvarpsmynd þar sem áhersl- an var á hlýnun andrúmslofts- ins og bráðnun íss á norður- slóðum. Útkoman var mjög eft- irtektarverð því myndin var val- in ein af bestu sjónvarpsmynd- um sinnar tegundar það ár.“ Lækkun olíuverðs hefur sín áhrif Ágúst segir að hríðlækkandi verð á olíu á undanförnum mánuðum hafi orðið til þess að þessi rannsóknariðnaður hafi látið undan síga. „Nú þegar eru mörg fyrirtæki sem starfa á svipuðum slóðum og við farin á hliðina og fjölmörgum skipum hefur verið lagt. Ég hef þó fulla trú á því að við stöndum þetta af okkur og raunar er það mitt mat að í þessu felist ákveðin tækifæri. Við höfum áhuga á því að endurnýja skipaflotann og það erum við að skoða um þessar mundir. Ég er vongóður um verkefni áfram, þrátt fyrir þessa niðursveiflu á olíumörk- uðum. Allar líkur eru á því að á einhverjum tímapunkti fari olíu verðið aftur upp en menn telja þó að það muni ekki ger- ast á næstu mánuðum. Því er ekki að neita að á þeim tíma sem fyrirtækið hefur starfað hefur byggst upp hjá okkur mikil þekking. Við höfum lært fjölmargt varðandi þá tækni sem er notuð í þessum iðnaði og einnig hefur okkur lærst hversu gríðarlega um- fangsmikill þessi rannsóknar- iðnaður er og hversu mikil áhrif hann hefur í raun á hagkerfi heimsins. Og hvort sem okkur líkar það betur eða verr, á tím- um endurnýjanlegra orkugjafa, þá er olía og gas gríðarlega stór hluti af hagkerfi heimsins. Við höfum líka lært að eftirlitsiðn- aðurinn er mjög strangur, ekki síst er lýtur að umhverfismál- um, og á þeim tíma sem við höfum starfað hafa orðið miklar breytingar á þessu sviði, sem er mjög af hinu góða,“ segir Ágúst H. Guðmundsson. Andi Steel, jarðeðlisfræðingur, sem unnið hefur með Neptune ehf. síðan 2009.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.