Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.02.2016, Qupperneq 13

Ægir - 01.02.2016, Qupperneq 13
13 Tæknivæðing og sjálfvirkni hjá ÚA Fyrir áramót var tekin í notkun nýtt hús við fiskvinnslu ÚA á Akureyri þar sem tækni er með því mesta sem gerist í hvítfiskvinnslu hér á landi. Gestur segir megininntak breyt- inganna í vinnslunni þríþætt. Í fyrsta lagi sé um að ræða vatnsskurðarvél með fjöl- breyttari möguleikum til skurðar en völ hafi verið á hingað til, í öðru lagi sjálfvirkni í af- urðaflokkun og í þriðja lagi tæknivæðingu í pökkun og lokafrágangi afurða. Að lang- mestu leyti var bygging hússins og breyt- ingar í vinnslunni unnar með íslenskum fyr- irtækjum. Að vinnslunni komu tæknifyrir- tækin, Valka, Samey og Marel sem fram- leiddu og þróuðu stóran hluta þess búnað- ar sem vinnslan byggir á. Gestur er ánægð- ur með útkomuna og telur vel hafa tekist til. „Aðalmarkmið okkar er að auka tæknina og fjölga möguleikum til að veita kaupend- um afurða Samherja enn betri þjónustu. Vatnsskurðartæknin er allt önnur með- höndlun á hráefninu en áður tíðkaðist og á að skila okkur betri nýtingu. Við getum með þessari tækni skorið flökin af mikilli ná- kvæmni og á fjölbreyttari hátt en áður. Tak- markið er að auka þannig verðmæti á hverju fiskflaki sem fer í gegnum vinnsl- una,“ segir Gestur. Af öðrum tæknilegum nýjungum í vinnslulínunni hjá ÚA má nefna að röntgen- tækni vaktar að bein komist ekki í gegnum vinnsluferilinn. Þannig er hvert einasta flak skoðað áður en það fer í vatnsskurðinn og einnig eftir hann. Þetta er eina fiskvinnslan hér á landi með slíku tvöföldu vöktunar- kerfi. „Við höfum haft yfir að ráða búnaði til að skanna afurðir fyrir einstaka kúnna og ein- staka markaði en með nýja búnaðinum fer öll framleiðslan í gegnum beinaleitina. Þetta er eitt dæmi um aukna þjónustu við viðskiptavini og þó bein í fiski hafi ekki ver- ið vandamál í vinnslunni þá viljum við gera allt til að tryggja að frá okkur fari algjörlega beinlausar afurðir,“ segir Gestur. Möguleikar til fjölbreyttari afurðavinnslu Afkastageta frumvinnslunnar hjá ÚA breytt- ist ekki við nýju skurðarlínuna en aftur á móti tvöfaldaðist afkastageta í pökkun sem Gestur segir nýtast til að taka afurðir frá vinnslunni á Dalvík og pakka í lokaumbúðir á Akureyri. „Þetta gildir þá um hluta framleiðslunnar frá Dalvík en áfram mun stór hluti afurða frá því húsi fara í magnpakkningum beint til viðskiptavina erlendis. Hér erum við að tala um frosnar afurðir en með nýju pökkunar- stöðinni hjá ÚA erum við líka að auka möguleika okkar til pökkunar á ferskum af- urðum og þessi nýi búnaður í heild eykur tækifæri okkar til fjölbreyttari vinnslu á bit- um og pökkunar á þeim á mismunandi hátt, allt eftir því hvað viðskiptavinurinn vill,“ segir Gestur en stærstur hluti af því magni sem Samherji flytur ferskt á erlenda markaði fer beint í stórmarkaði og fiskborð verslana. Með öðrum orðum er því um að ræða lokaafurð á neytendamarkað. „Aðrar ferskar afurðir frá okkur fara þá í einhvers konar áframvinnslu,“ segir hann. Afurðir á leið til kaupenda alla daga ársins Hjá Samherja hf. hefur hlutfall ferskra af- urða frá landvinnslum jafnt og þétt farið vaxandi síðustu ár. Eins og áður segir skap- ar nýja húsið á Akureyri forsendur fyrir meiri fjölbreytni í ferskfiskafurðum og með því segir Gestur fyrirtækið búa sig undir að Gestur Geirsson, framkvæmdastjóri landvinnslu Samherja Léttsaltaðar frosnar afurðir á leið til kaupenda á Spáni. „Með nýja húsinu hjá ÚA erum við að stíga ný skref í tæknivæðingu fiskvinnslunnar en þessi framkvæmd er hluti af fjölþættari aðgerð- um sem við vinnum að hjá Samherja. Tilkoma þriggja nýrra skipa sem Samherji er með í smíðum snertir einnig starfsemi landvinnsl- unnar og við erum á sama tíma að skoða hvernig við þróum vinnslu okkar á Dalvík áfram. Allt er þetta ein heildarmynd sem við horfum á í samhengi; ný skip, ný tækni í landvinnslunni og stöðug þróun á afurðamörkuðum,“ segir Gestur Geirsson, framkvæmdastjóri land- vinnslu Samherja hf. Fyrirtækið rekur umfangsmikla landvinnslu á Eyjafjarðarsvæðinu, annars vegar á Dalvík og hins vegar undir merkjum Útgerðarfélags Akureyringa á Akureyri. Í heild var unnið úr 28 þúsund tonnum af hvítfiski í þessum tveimur húsum í fyrra, sem skilaði rúmum 17 þúsund tonnum af afurðum. Um 40% fram- leiðslunnar eru ferskar afurðir. Um 300 manns starfa í vinnslunum við Eyjafjörð, auk hausaþurrkunarinnar á Laugum. Æ g isv iðta l

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.