Ægir - 01.02.2016, Síða 19
19
Marás ehf. Miðhrauni 13 210 Garðabæ Sími 555-6444 www.maras.is maras@maras.is
Við leggjum metnað okkar í að bjóða
aðeins fyrsta flokks búnað og þjónustu
Yanmar vélar eru góður valkostur
þegar kemur að nýsmíði eða endurnýjun
á vélbúnaði í skipum og bátum.
Eyðslugrannar og hagkvæmar í rekstri.
Norðmanna, líkt og hjá okkur,
þá hafa þeir þurft að leita víðar
eftir þessari vöru. Þannig er
framleiðslan til komin hjá okk-
ur. Þetta er áhugaverð nýsköp-
un fyrir okkur,“ segir Ívar.
Strangt gæðaeftirlit tryggir
gæðaframleiðslu
Verksmiðja Dögunar á Sauðár-
króki er vel búin tæknilega. Eftir
að búið er að þýða frosið hrá-
efnið upp í tönkum fer það í
sjóðara og þaðan í vélbúnað
sem flettir skelinni af og síðan
fer rækjan í gegnum tvöfalt
myndavélarkerfi og tengdan
búnað sem gegnumlýsir hverja
einustu rækju og flokkar frá þá
sem ekki hefur hreinsast full-
komlega í ferlinu. Gæðaeftirlitið
er með öðrum orðum mjög
strangt. Lokaferlið er síðan
frysting og pökkun en í heild
tekur þessi ferill um 45 mínútur
frá því hráefnið fer í sjóðarann.
„Störf í rækjuverksmiðjum
eins og þessari eru talsvert frá-
brugðin því sem var á árum áð-
ur þegar rækjan var handpilluð.
Við erum mjög meðvituð um
að við erum að framleiða við-
kvæma neytendavöru í hæsta
gæðaflokki, vinnum undir mjög
ströngum gæðavottunarkerf-
um og þurfum að uppfylla þær
kröfur sem kaupendur okkar
gera. Stærstu viðskiptavinir
koma í heimsóknir árlega og
fara yfir allt framleiðsluferlið.
Þannig er á allan hátt reynt að
tryggja hámarksgæði. Kröfurnar
hafa í áranna rás farið vaxandi
og sú þróun mun halda áfram.
Það er að mínu mati jákvætt
fyrir alla aðila; okkur sem fram-
leiðendur og viðskiptavini okk-
ar. Gæði eru aðalatriðið,“ segir
Ívar Örn.
Um 45 mínútur tekur rækjuna að fara í gegnum vinnsluferlið í Dögun,
þ.e. frá uppþýðingartönkum og þar til rækjan er komin frosin í poka.