Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.02.2016, Qupperneq 27

Ægir - 01.02.2016, Qupperneq 27
27 unum sem felast í tæknibúnaði líkt og FleXicut og að fenginni þeirri reynslu sem komin er á vélina koma fram hugmyndir og kröfur, hvort heldur er í snyrtingu flaka fyrir bitaskurð eða afurðum og pökkun eftir bitaskurðinn. Við höfum núna ýmsar hugmyndir um tækifæri sem hafa kviknað út frá reynsl- unni sem komin er á skurðar- vélina, tækifæri sem við sáum ekki fyrir í upphafi,“ segir Krist- ján. Tækninni beint að ormahreinsuninni Fyrir fáum árum þótti ekki lík- legt að sú tækni væri í sjónmáli sem gæti leyst mannshöndina af hólmi og skorið beingarð úr fiskflaki með þeim kröfum sem gerðar eru til þess. Sú er engu að síður raunin. Kristján segir fiskiðnaðinn áhugasaman um tæknilega lausn á öðru þekktu vandamáli í fiskiðnaði – hring- orminum. „Þetta er stórmál fyrir bæði íslenska og norska fiskiðnaðinn þó vandamálið sé misstórt hjá vinnsluaðilum. Íslendingar hafa fjárfest gríðarlega í markaðs- setningu fyrir ferskar afurðir, við flytjum hátt hlutfall okkar fram- leiðslu ferskt á markað og fáum mjög há verð fyrir. Fyrir vikið er þetta líka mjög viðkvæmur og kröfuharður markaður. Eftir því sem verð eru hærri - þeim mun meiri kröfur um gæði þarf að uppfylla. Við höfum ekkert nema mannshöndina til að greina og hreinsa orma úr fisk- inum og krafan um að finna tæknilega lausn verður æ há- værari. Afleiðingar geta verið miklar á mörkuðum ef ormar komast í gegnum allt vinnslu- ferlið í fersku afurðunum og því er til mjög mikils að vinna að tryggja með öllum ráðum að það gerist ekki. Ég sé því fyrir mér að þetta verkefni verði eitt af þeim sem við hjá Marel mun- um beina kastljósinu að á næstu misserum, þ.e. að þróa búnað til að skynja orma í fiski með sjálfvirkum hætti og ef það tekst þá er kominn grundvöllur fyrir að þróa síðan tæknilausnir til að fjarlægja þá vélrænt. Þetta er eitt af mörgu sem fellur undir gæðakröfur sem gerðar eru til framleiðenda fiskafurða í hæsta gæðaflokki. Þessar gæðakröfur eiga bara eftir að aukast og þeim verðum við að mæta. Að- eins þannig stenst hvítfisk- vinnslan okkar samkeppnina við eldistegundirnar í nánustu framtíð,“ segir Kristján. Meiri einsleitni – aukin verðmæti Kristján segir að bitaskurði á ferskum fiski fylgi fleiri tækifæri til afurðasérhæfingar. Með FleXicut vélinni eru notendur að skera niður bita með og án roðs, ferskan fisk og léttsaltað- an sem ýmist er seldur ferskur eða frystur. Marel hefur einnig þróað í sinni vinnslulínu kerfi til að flokka bitana. „Reynslan sýnir okkur að með þessum búnaði fæst meiri einsleitni í afurðirnar, nákvæm- lega eins bitar í þyngd en það sem er mikilvægast er hærra hlutfall í hávirðisflokkana. Í þessu liggur enn meiri ávinn- ingur fyrir framleiðendur en við þorðum að fullyrða fyrirfram þegar við lögðum af stað í þetta umbreytingarferðalag,“ segir Kristján. Jafnt minni fiskvinnlur sem þær stóru hafa horft til vinnslu- línunnar og FleXicut tækninnar hjá Marel og telur Kristján ljóst að fiskiðnaðurinn sé að fikra sig með þessari tækni inn á þá braut sem lengi hefur verið rætt um, þ.e. að vinna fiskinn meira í neytendapakkningar hér heima. Þetta gerist þó á löngum tíma. „Í því eru ákveðnar takmark- anir vegna tollamála, t.d. hvað varðar brauðun og slíkt en skurðartæknin er að auka tæki- færin til meiri bitapökkunar í neytendapakkningar hér heima með aukinni sjálfvirkni,“ segir Kristján. Kristján Hallvarðsson, framkvæmdastjóri vöruþróunar Marel. Kristján Hallvarðsson framkvæmdastjóri vöruþróunar Marel Umbreyting hvítfisk- vinnslunn- ar mun halda áfram

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.