Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2016, Blaðsíða 29

Ægir - 01.02.2016, Blaðsíða 29
29 og á öðrum sviðum hennar, skiptir nákvæmnin öllu máli því nokkurra gramma þyngdar- munur á bitum getur ráðið inn á hvaða afurðaleið þeim er stýrt. Með öðrum orðum erum við að flokka með mun meiri nákvæmni en hægt væri að gera með sjónrænum hætti og handstýringu,“ segir Ágúst. Hvítfiskvinnslan að vinna upp tækniforskot laxavinnslunnar Sjálfvirkni er inntak allrar þró- unar tæknilausna hjá Völku og í ferskfiskpökkun ÚA má glögg- lega sjá þetta. Eftir að fiskur fer í skurðarvélina kemur manns- höndin nánast ekki við hann ferilinn á enda. Vélbúnaður leggur fiskbitana í kassa, færi- bönd skila þeim áfram í vigtun, merkingu og stöflun á bretti. Allt sjálfvirkt. „Þróunin í ÚA hefur verið okkar stærsta verkefni að und- anförnu en að okkar mati höf- um við með tæknilausnum skil- að hvítfiskvinnslu vel fram á veginn tæknilega. Með þessum búnaði er hún komin upp að hlið laxavinnslunnar hvað sjálf- virkni varðar. Hvítfiskfinnslan hefur verið 20-30 árum á eftir laxinum tæknilega og er að vinna það hratt upp,“ segir Ágúst en það er ekki aðeins í landvinnslum sem vatnsskurð- artæknin er að ryðja sér rúms því Valka er að afhenda tvær slíkar í frystitogara sem eru í smíðum, þ.e. frystitogara fyrir norska útgerðarfyrirtækið Ramoen og síðan frystiskip Ramma hf. í Fjallabyggð. Það fyrrnefnda er í smíðum á Spáni en skip Ramma hf. í Tyrklandi. Bæði verða þau tekin í notkun í árslok. „Fyrir okkur verður mjög spennandi að fá reynslu af vatnsskurðarvélum úti á sjó og áskorun fyrir okkur að takast á við þetta umhverfi. Bitaskurður mun opna nýja möguleika í sjó- vinnslunni, líkt og landvinnsl- unni og við vitum af áhuga hjá útgerðum frystiskipa á verkefn- inu,“ segir hann. Tækifæri í Evrópu og Ameríku Hjá Völku skynja menn mikinn áhuga á tæknilegri framþróun í hvítfiskvinnslunni hér á landi og segir Ágúst að hann ein- skorðist ekki aðeins við stærri vinnslurnar heldur einnig þær minni. Enda breyti bitaskurður- inn vinnsluumhverfinu, auki afkastagetu, möguleika í af- urðasölu og svo framvegis. Valka kynnti á dögunum lausn- ir sínar á sjávarútvegssýning- unni í Boston og mun einnig taka þátt í sjávarútvegssýning- unni í Brussel í lok apríl. „Við fundum áhuga í Boston og bindum vonir við sýninguna í Brussel. Það er gerjun í hvít- fiskvinnslunni í Vestur-Evrópu, hún er að færast á ný frá Kína og eflast í Noregi, Eystrasalts- löndunum, Póllandi, Danmörku og víðar. Við teljum því mikil tækifæri vera framundan,“ segir Ágúst. Beingarður fjarlægður sjálfvirkt. Mynd úr „næstu kynslóð“ vatnsskurðarvélar Völku.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.