Ægir

Volume

Ægir - 01.02.2016, Page 32

Ægir - 01.02.2016, Page 32
Tölvustýring umbyltir fiskvinnslu- vélum Vélfags Á sjávarútvegssýningunni í Brussel í lok apríl mun fiskvinnsluvéla- framleiðandinn Vélfag ehf. í Ólafsfirði kynna tölvustýringar sem fyrirtækið er að innleiða í sínum vélum. Þessa dagana er að ljúka forritun og hönnun tölvustýringarkerfisins en verkfræðistofan Raf- tákn á Akureyri annast forritunarþátt verkefnisins. „Aðalmarkmiðið er að bæta nýtingu enn frekar og gera allar innstillingar til muna fljótlegri þegar t.d. er verið að skipta á milli fisktegunda. Í vélinni verð- ur búnaður sem nemur og mælir hvern einasta fisk sem í hana fer og stillir vélin sig sjálf fyrir hann á nokkrum milli- skúndum. Það má kannski orða það svo að flökunarvélin bjóði með þessum búnaði upp á nokkurs konar „persónuflökun“ fyrir hvern einasta fisk og það mun skila aukinni nýtingu. Tím- inn sem áður hefur farið í inn- stillingar nánast hverfur og þar með lengist keyrslutími í vinnslu,“ segir Bjarmi. Góð yfirsýn á stjórnborði Í flökunarvélum eru geta mörg stillingaratriði í búnaði haft áhrif á flökunina en í stað þess að búnaður er stilltur handvirkt stillir vélin sig sjálf með servo- tjökkum. Sá sem stýrir vélinni hefur yfirsýn í gegnum tölvu- skjá á allar stillingar, upplýsing- ar um afköst, nýtingu, getur brugðist strax við flakagöllum og lagfært meðan á keyrslu stendur og þannig mætti áfram telja. Stjórnborðið er snertiskjár, ekki ólíkt stærri gerð af spjald- tölvu. Allur tölvubúnaðurinn er frá Siemens og segir Bjarmi hann þrautreyndan í iðnvélum. „Í stórum dráttum erum við að færa um 70% af stillanlegum þáttum í vélinni yfir í tölvustýr- ingu en undir þetta falla yfir 90% af þeim stillingum sem 32 Tölvustýrða flökunarvélin M725.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.