Ægir

Årgang

Ægir - 01.02.2016, Side 38

Ægir - 01.02.2016, Side 38
38 K rossg á ta F réttir Nú laust fyrir páska lét uppsjáv- arskipið Birtingur NS, áður Börkur NS, úr höfn í Neskaup- stað áleiðis til Las Palmas á Kan- aríeyjum. Skipið hefur verið selt pólsku fyrirtæki sem ber heitið Atlantex og mun skipið fá nafn- ið Janus þegar það verður formlega afhent hinum nýja eiganda í Las Palmas. Á heimasíðu Síldarvinnsl- unnar segir að skipið eigi sér merka sögu. „Skipið var smíðað í Þránd- heimi í Noregi árið 1968 fyrir norskt fyrirtæki en átti heima- höfn í Hamilton á Bermudaeyj- um. Fyrstu árin var það gert út til nótaveiða við strendur Afríku en útgerðin gekk afar illa. Árið 1973 festi Síldarvinnslan kaup á skipinu og kom það í fyrsta sinn til heimahafnar í Neskaupstað hinn 10. febrúar það ár. Skipinu var gefið nafnið Börkur og vegna stærðarinnar og mikillar burðargetu var það gjarnan nefnt „Stóri-Börkur“. Og nafn skipsins var Börkur allt til ársins 2012 en þá fékk það nafnið Birt- ingur. Í upphafi var skipið keypt með loðnuveiðar og kolmunna- veiðar í huga.“ Teknar hafa verið saman aflatölur skipsins þessi 43 ár sem það var í eigu Síldarvinnsl- unnar. Heildaraflinn nemur 1.546.235 tonnum „og eru líkur á að ekkert íslenskt fiskiskip hafi borið jafn mikinn afla að landi. Vissulega var aflinn mis- jafn á milli ára, minnstur var hann í loðnuveiðibanninu 1982-1983, en mestur á árun- um 2002 og 2003. Á árinu 2002 var afli skipsins 82.317 tonn og á árinu 2003 83.825 tonn,“ segir á heimasíðu SVN. Aflaði 1.546.235 tonna!

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.