Bókasafnið - 01.06.2015, Qupperneq 7
7
Útdráttur
Þessi grein fjallar um nýtt skráningarsnið, Bibframe, sem ætlað
er að leysa MARC21 skráningarsniðið af hólmi. Greint er frá að-
draganda verkefnisins og gagnrýni á marksniðið sem varð til
þess að farið var að huga að skráningu gagna sem ekki miðast
eingöngu við bókasöfn, heldur nær til skráningar á alls konar
gögnum í mismunandi gagnasöfnum og vinnur með öðrum
gögnum á vefnum. Fjallað er um samtengd gögn (e. linkded
data) á merkingarvefnum, en nýja skráningarsniðið byggist á
þeirri tækni. Sagt er frá uppbyggingu Bibframe, sýnd eru
dæmi um útfærslu, samanburður við marksniðið og hvernig
því er ætlað að nýtast. Að lokum er greint frá gagnrýni á verk-
efnið.
Bibframe – nýtt skráningarsnið
Marksniðið, sem notað er í Gegni, er dauðadæmt. Það verður
ekki þróað öllu lengur. Við tekur nýtt skráningarsnið sem
fengið hefur nafnið Bibframe.1 Flest bókasafnskerfi hafa notað
marksniðið sem sitt skráningarsnið eftir að spjaldskrár hættu
að þjóna hlutverki sínu. Það hefur verið notað í nær hálfa öld.
Ætlunin er að segja frá hugmyndinni að baki Bibrame-verk-
efninu um nýtt skráningarsnið fyrir upplýsingageirann, hverju
Bibframe – nýtt skráningarsnið
því er ætlað að koma til leiðar og gagnrýni á það. Bibframe
byggir á tækni og hugmyndafræði samtengdra gagna (e. lin-
ked data) og merkingarvefsins (e. semantic web) og nauðsyn-
legt er að gera grein fyrir hvoru tveggja.
Forsagan
Bókasöfnin standa frammi fyrir vanda. Það hefur verið að
molna undan bókasafnsskrám um nokkurt skeið. Hefðbundin
skráning þykir of dýr og flókin og nær ekki til allra þeirra
gagna sem notendur bókasafnanna leita að. Hún nær hvorki
til tímaritagagnasafna né gagna á Netinu. Leit í gagnasöfnum
sem söfnin kaupa lýtur öðrum lögmálum en leit í bókasafns-
kerfum og gögnin vinna ekki vel saman. Leitargáttir eins og
Leitir.is reyna að samhæfa þessi mismunandi lýsigögn með
mikilli vinnu og misjöfnum árangri.
Marksniðið var hannað á 7. áratug 20. aldar til þess að sam-
nýta bókfræðifærslur (Furry, 2009). Að baki því lá sú hugmynd
að hægt væri að skrá gagn einu sinni og senda skráningar-
færslurnar á milli safna. Og marksniðið fór sigurför um bóka-
safnsheiminn. Það stuðlaði að samnýtingu gagna, dró úr
kostnaði við skráningu og stuðlaði að samvinnu bókasafna
sem ekki verður snúið aftur frá. Marksniðið er einkum ætlað til
Ragna Steinarsdóttir er sviðsstjóri aðfanga og skráningar á Landsbókasafni
Íslands-Háskólabókasafni.
1. Heitið er dregið af vinnuheitinu: Bibliographic Framework Initiative. Dauðadómurinn á reyndar bara við um MARC21. Það eru til fleiri afbrigði
af marksniðinu, svo sem Unimark, en hér er einungis rætt um MARC21. Í gamla Gegni var breska marksniðið notað, en þegar nýi Gegnir kom
til sögunnar árið 2003 var bókfræðigögnunum varpað úr breska markinu yfir í MARC21.