Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2015, Blaðsíða 21

Bókasafnið - 01.06.2015, Blaðsíða 21
21 Bókasafnið 39. árg. 2015 skólastigi og mikilvægi þess að stofnanir veiti upplýsingar um starfsemi sína og noti til þess vefmiðla, annar vísaði til þess að koma á formlegu skipulagi fyrir landupplýsingar hjá ríki og bæ. Síðast en ekki síst lýsti þriðji stjórnandinn yfir nauðsyn þess að skapa heildarskipulag fyrir stofnanir, sveitarfélög og alla þá sem eiga landfræðileg gögn, þar sem hugsað væri bæði um landfræðilegar og sagnfræðilegar hliðar og að stjór- nendur, sérfræðingar í landupplýsingum og safnafólk kæmi að verkefninu. Þessir hópar þyrftu að taka höndum saman um varðveislu landfræðilegra gagna. Svör við beinni spurningu um skjalavistunaráætlun á vinnu- stöðum stjórnenda komu fram með almennum lýsingum en enginn stjórnandi svaraði spurningunni játandi. Einn þeirra sagði frá endurskipulagningu og nýju rafrænu skjalakerfi, annar að hann væri ekki sérfræðingur í þeim málum en héldi samt að það væri örugglega starfað þannig og þriðji sagði að í gangi væri ákveðin markviss stefna. Í ljós kom að hjá öllum sex viðmælendunum, stjórnendum og sérfræðingum, var ekki starfað samkvæmt virkri skjalavistunaráætlun. Spurning um ábyrgðaraðila landfræðilegu gagnanna var borin upp í könnuninni og voru svörin í textaformi. Svörun var 88,9%, 25% nefndu stjórnandann, aðrir nefndu ýmsa aðra á vinnustaðnum. Sem dæmi um svör voru nefndir skjala- stjórar, verkefnisstjórar, deildarstjórar og yfirmenn á landupp- lýsingasviði. Í könnuninni var spurt um skjalavistunaráætlun, hvort starfað væri samkvæmt áætluninni á vinnustaðnum. Svörun var 100%, já sögðu 38,9%, nei sögðu 61,1%. Þeir sem svöruðu játandi fengu afleiðuspurningu: „Ef já – frá hvaða ári er skjala- vistunaráætlunin?“. Á mynd 2 sjást svör við afleiðuspurningu þar sem þeir sem svöruðu játandi, að starfa samkvæmt skjalavistunaráætlun (38,9%) voru beðnir um að tilgreina frá hvaða ári áætlun þeirra væri. Svörum var skipt niður eftir nefndum ártölum og í ljós kom, miðað við úrvinnsluárið 2012, að meirihluti eða 57,1% sagðist hafa virka áætlun (eða fjórir af 18 svarendum, 22,2%), á tímabilinu 2007-2012. Já-svarendur á tímabilinu 1985-2001, eða 42,9% (eða þrír af 18 svarendum) höfðu ekki endurnýjað sína áætlun samkvæmt viðmiðunarreglu Þjóðskjalasafns. Samkvæmt könnun Þjóðskjalasafns Íslands (2013) kom fram í skýringartexta við niðurstöður um skjalavistunaráætl- un (spurningar 4.9.1-3) að 41 stofnun (24%) hefði svarað því játandi að starfa eftir skjalavistunaráætlun og 13 þeirra, eða 32% já-svara, sögðust hafa lagt sína áætlun inn til samþykkis. Hið rétta var samkvæmt skrám Þjóðskjalasafns að aðeins einn hefði lagt inn áætlun á undanförnum árum (miðað við 5 ára skjalavörslutímabil) og þess vegna stemmdu svörin ekki við skrár safnsins. Niðurstöður úr könnun Þjóðskjalasafns og þess- arar rannsóknar um störf samkvæmt skjalavistunaráætlun eru áþekkar hvað það snertir að svarendur beggja ofmeta stöðu sína eða greina hana ekki rétt og jákvætt svarhlutfall er lágt. Í könnun þessarar rannsóknar var spurt hvort landfræðileg gögn hefðu verið skráð í geymsluskrá og var svörun 88,9%. Já sögðu 33,3% en nei 66,7%. Í könnun Þjóðskjalasafns Íslands (2013) var spurt um notkun geymsluskrár og um réttan frágang skjala sem ætl- unin væri að skila á næstu tveimur árum (spurningar 4.12.1- 2). 45 svöruðu þeirri spurningu játandi (eða 26%) og sögðust ætla að skila, en aðeins 28 af þessum 45 já-svörum töldu sig hafa gengið frá og skráð pappírsskjöl sín samkvæmt reglum Þjóðskjalasafns. Svarhlutfall já-svara beggja kannananna um skráningu í geymsluskrá er lágt, þó ívið hærra í þess- ari rannsókn, eða 1/3 svara á móti fjórðungi svara í könnun Þjóðskjalasafns, sem vel mætti rekja til misstórra úrtaka og þess að Þjóðskjalasafn spurði um heildarskjalasafnið en þessi könnun um einn skjalaflokk. 6 niðurstöður – Þjóðskjalasafn Íslands Sérfræðingar á opinberu skjalasöfnunum lýstu reynslu sinni af samskiptum við Þjóðskjalasafn og komu nokkrar mótsagnir fram í orðræðunni. Einn lýsti sam- skiptum sínum sem faglegu samstarfi og tengdi það við fyrirhugaða skjala- afhendingu landfræðilegra gagna með öðrum skjölum. Annar lýsti því yfir að honum fyndist það vera Þjóðskjalasafns að hafa samband en það hefði ekki gerst, „þeir eru ekkert að koma og tala við stofnanir, ekki neitt“. Hann sagði að hjá honum biði mikið magn frágenginna skjala sem hægt væri að afhenda, „þannig að ef þeir vildu þá gætu þeir komið og tekið þetta bara á brettum“. Þriðji sér- fræðingurinn tengdi samskipti sín við Þjóðskjalasafn út frá fyrirhuguðum skilum og nefndi ástæðuna fyrir því að skilin hefðu ekki farið fram: „Skýringin á því er fyrst og fremst sú að Þjóðskjalasafn hefur ekki haft pláss en núna segjast þeir fara að geta tekið við [...].“ Sérfræðingarnir þrír nefndu þörfina fyrir landfræðilegu gögnin á vinnustaðnum sem meginástæðu þess að þeim hefði ekki verið skilað, og hjá tveimur þeirra höfðu starfs- menn, sem notendur gagnanna, beinlínis sett sig á móti Mynd 2. Ártölin sýna gildisár skjalavistunaráætlana hjá svarendum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.