Morgunblaðið - 08.09.2016, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 08.09.2016, Qupperneq 1
F I M M T U D A G U R 8. S E P T E M B E R 2 0 1 6 Stofnað 1913  210. tölublað  104. árgangur  FYLLIR UPP Í TÓMARÚM Í KÖRFUNNI STYRKING KRÓNUNNAR OG ÁÆTLANIR NÝR AÐALHLJÓM- SVEITARSTJÓRI SINFÓNÍUNNAR VIÐSKIPTAMOGGINN YAN PASCAL TORTELIER 30ELDRI ALDURSHÓPAR 12 Frír ís fyrir krakka! Nánar ábls 5 í september Morgunblaðið/Árni Sæberg Martin Wolf Aðalgreinandi Financial Times um efnahagsmál undanfarin 20 ár.  „Sambandið verður meira Mið- jarðarhafssinnað og austrænna en áður og því ekki jafntengt hug- myndum frjálslyndis og lýðræðis og áður,“ segir Martin Wolf, dálkahöf- undur og aðstoðarritstjóri Financial Times, um afleiðingar brotthvarfs Breta fyrir Evrópu- sambandið. „Ég tel það mikinn skaða fyrir Evrópu.“ Í viðtali í ViðskiptaMogganum í dag segir Wolf að Ísland sé mun nánara Bretlandi en hinum stóru ríkjunum innan ESB og því sé sam- bandið óvinsamlegri staður fyrir Íslendinga en það var áður. Útganga Breta gerir ESB óvinsamlegra fyrir Íslendinga Sigtryggur Sigtryggsson Kristján H. Johannessen Miklum umhverfislegum ávinningi má ná með því að auka notkun landrafmagns um borð í skipum í höfn. Nýta skipin sér þá innlenda raforku sem framleidd er á um- hverfisvænan og endurnýjanlegan máta í stað þess að brenna skipa- olíu í ljósavélum sínum. Þetta er niðurstaða Darra Eyþórssonar um- hverfisverkfræðings sem gerði for- könnun á aukinni notkun endan- nýjanlegra orkugjafa við Faxaflóahafnir. Kostnaðarsamar endurbætur Niðurstaða könnunar Darra er sú að með auknum landtengingum í höfnum Faxaflóahafna mætti draga úr losun gróðurhúsaloftteg- unda við hafnirnar sem nemur allt að 17.5 kt CO2-ígilda(koldíoxíðs) á ári, en það samsvarar 3,9% heildar- útstreymis frá íslenskum sjávarút- vegi. Að auki myndu þessar aðgerðir draga úr útstreymi annarra meng- unarefna og svifryks svo nemur fjölda tonna á ári. Fram kemur í skýrslu Darra að kostnaður við nauðsynlegar endurbætur á raf- dreifikerfi Faxaflóahafna til að unnt sé að ná þessum umhverf- islega ávinningi sé verulegur, eða um 5,5 milljarðar króna samkvæmt lauslegri kostnaðaráætlun. Á Seyð- isfirði hafa íbúar vakið athygli á efna- og hávaðamengun frá ljósa- vélum stórskipa sem sækja höfnina heim. Segjast sumir þeirra eiga erfitt með svefn vegna „druna“ ljósavélanna sem „heyrast um allt byggðarlagið“. Er þess nú krafist að skipin taki rafmagn sitt úr landi. Rafmagn minnkar mengun  Með því að tengja skip í höfnum við raforkukerfið má draga stórlega úr mengun  Sumir íbúar Seyðisfjarðar segja mikið ónæði stafa af ljósavélum stórra skipa MSkip tengi sig við land »4 og 18 Morgunblaðið/Ómar Óskarsson Landspítalinn Gerð var úttekt á rekstri og starfsemi spítalans. Ráðgjafarfyrirtækið McKinsey & Company leggur til aðgerðir í sjö lið- um varðandi rekstrarhagkvæmni og stöðu Landspítalans. Skýrsla fyrir- tækisins var kynnt í gær. Þar er sjónum m.a. beint að afköstum á spítalanum og rekstrarhagkvæmni. Einnig að nýtingu fjármuna og gæð- um heilbrigðisþjónustunnar. „Þrátt fyrir aðdáunarverða frammistöðu á síðustu árum er ekki allt eins og best verður á kosið í ís- lenska heilbrigðiskerfinu. Það skort- ir skýrari verkaskiptingu milli hinna ýmsu veitenda heilbrigðisþjónust- unnar og sömuleiðis stjórntæki sem gera kleift að stýra þróuninni,“ segir í lokaniðurstöðum. „Nú þegar verið er að auka framlög til heilbrigðis- mála á Íslandi hefur skapast einstakt tækifæri til að takast á við þessi vandamál og tryggja að íslenska heilbrigðiskerfið veiti gæðaþjónustu á öllum sviðum á hagkvæman hátt. Með skýrri stefnu í heilbrigðiskerf- inu og auknum fjárveitingum þangað sem þörfin er mest verður tryggt að fjárfestingarnar nýtist sem best sem leiðir til sterkara og hagkvæmara kerfis.“ »2 Skarpari verkaskiptingu  Ábendingar um ýmsar lagfæringar í heilbrigðiskerfinu Ólympíumót fatlaðra var sett við hátíðlega og sérlega litríka athöfn á Maracana-leikvanginum í brasilísku borginni Ríó de Janeiro í gærkvöld. Fimm Íslendingar taka þátt í mótinu og Helgi Sveinsson spjótkastari keppir fyrstur þeirra annað kvöld en hann er talinn eiga góða mögu- leika á verðlaunum. Jón Margeir Sverrisson var fánaberi Íslands og fer hér fyrir íslenska hópn- um. » Íþróttir Litrík setningarathöfn Ólympíumóts fatlaðra Ljósmynd/Sverrir Gíslason Fimm Íslendingar á meðal þátttakenda í Ríó de Janeiro  Stjörnuskoð- unarfélag Sel- tjarnarness hef- ur hafið undirbúning vegna almyrkva á sólu sem verð- ur 12. ágúst 2026, eða eftir tæpan áratug. „Það má búast við miklum straumi erlendra ferðamanna hing- að til lands til að sjá almyrkvann og þetta mun gerast á háannatíma í ferðamennskunni í ágúst,“ segir Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélagsins. »6 Búa sig undir almyrkva 2026 Sævar Helgi Bragason  Eva Pandora Baldursdóttir sigr- aði í endurteknu prófkjöri Pírata í Norðvesturkjördæmi. Gunnari Ingiberg Guðmundssyni var hins vegar raðað langoftast frambjóð- enda í efsta sæti á listanum í kosn- ingunni sem lauk í gær. Röðuðu 86 honum efst á lista en til sam- anburðar var Eva Pandora sett 49 sinnum efst á lista. Prófkjörskerfi Pírata er svoköll- uð Schultze-aðferð þar sem fram- bjóðendur keppa innbyrðis og var Evu Pandóru raðað oftar ofar á lista en Gunnari og því hlýtur hún efsta sætið á listanum. Gunnari var raðað 17 sinnum í neðsta sæti á list- anum en Evu Pandoru aldrei. »8 Eva efst en Gunnar oftar í efsta sæti

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.