Morgunblaðið - 08.09.2016, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2016
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
664 6991
www.sveinnoskar.is
sveinnoskar@sveinnoskar.isStétt með stétt
Kynslóð með kynslóð
Þriðja til fjórða sæti
Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi
10. september 2016
Kosningaskrifstofa
Hlíðasmára 11, efstu hæð.
201 Kópavogi.
Svein
Óskar
áAlþingi
Styðjum
Litfögur blómabreiða verður mikilvægur hluti af
leikmyndinni í óperunni Évgení Onegin sem
frumsýnd verður í Hörpu 22. október nk. Eva
Óperan Évgení Onegin eftir Pjotr Tchai-
kovsky er byggð á samnefndri skáldsögu í ljóð-
um eftir þjóðskáld Rússa, Alexander Púshkin.
Signý Berger leikmyndahönnuður var ásamt
hópi sjálfboðaliða frá Póllandi að undirbúa
blómahafið í gærkvöldi.
Morgunblaðið/Ófeigur
Litfögur blómabreiða breiddist um Hörpu
Íslenska óperan frumsýnir óperuna Évgení Onegin 22. október
Maður á fertugsaldri slasaðist alvar-
lega þegar hann féll fjóra til fimm
metra þar sem hann var við vinnu
sína á Hafnartorgi, í grunninum hjá
Kolaportinu, um fjögurleytið í gær.
Hann var fluttur á slysadeild Land-
spítalans og síðan lagður inn á gjör-
gæsludeild.
Eyjólfur Sæmundsson, forstjóri
Vinnueftirlitsins, sagði að fallvörnum
hefði verið ábótavant á vinnustaðn-
um. Framkvæmdir voru stöðvaðar
þar til búið yrði að bæta úr fallvörnum
og breyta verkferlum þannig að fall-
hætta væri ekki lengur til staðar.
Eyjólfur sagði atvikið vera afar al-
varlegt. Verið var að færa til girðingu
þegar maðurinn féll. Hann var ekki í
öryggislínu. „Við teljum að menn eigi
að vera í öryggislínum þegar unnið er
á brúnum sem þessum,“ sagði Eyjólf-
ur.
Féll fjóra til
fimm metra
Morgunblaðið/Ófeigur
Hafnartorg Maður féll og slasaðist
alvarlega við vinnu sína í gær.
Guðni Einarsson
Anna Sigríður Einarsdóttir
Stytta þarf meðallengd þess tíma
sem sjúklingur liggur á Landspítal-
anum, efla krafta sérfræðilækna í
heilsugæslu og öldrunar og endur-
hæfingarþjónustu, setja reglur um
samræmda skráningu og innleiða
nýtt fjármögnunarkerfi á næstu
fjórum árum. Þetta er meðal þeirra
tillagna sem ráðgjafarfyrirtækið
McKinsey & Company leggur til í
skýrslu sem fyrirtækið vann fyrir
velferðarráðuneytið í nánu samstarfi
við fulltrúa ráðuneytisins, Embætti
landlæknis og Landspítalann.
„Þetta er pakki sem gefur okkur
færi á að eiga samtal um stöðuna
eins og hún er,“ sagði Kristján Þór
Júlíusson heilbrigðisráðherra þegar
skýrslan var kynnt í gær. Hann
kvaðst telja skýrsluna veita ákveð-
inn grunn til að kanna hvernig end-
urbæta mætti kerfið. Titill skýrsl-
unnar er Lykill að fullnýtingu
tækifæra Landspítalans – Íslenska
heilbrigðiskerfið á krossgötum.
Hana er að finna á vef velferðarráðu-
neytisins. Þar er m.a. horft til af-
kasta á Landspítalanum, rekstrar-
hagkvæmni og framleiðni vinnuafls.
Einnig er fjallað um nýtingu fjár-
muna, gæði veittrar heilbrigðisþjón-
ustu og samspil Landspítalans við
aðra hluta heilbrigðiskerfisins,
þ.á m. heilsugæsluna og sérfræði-
lækna á eigin stofum.
Skýrsluhöfundar nefna niður-
skurð á framlögum til heilbrigðis-
kerfisins í kjölfar bankahrunsins.
„Til að grípa hið einstaka tækifæri
sem sem felst í því að útgjöld eru
aukin á ný til íslenska heilbrigðis-
kerfisins eru lagðar til sjö aðgerðir
til að styrkja íslenska heilbrigðis-
kerfið á leið sinni fram á við.“
Tillögur um aðgerðir
Í fyrsta lagi skal beina kröftum að
því að stytta meðallengd þess tíma
sem sjúklingur liggur inni sem er
talin vera birtingarmynd fjölda
vandamála á Landspítalanum. „Spít-
alinn mun þurfa að fjárfesta í auk-
inni getu til klínískra ákvarðana,
styrkja innri ferla og losa um af-
kastagetu á deildum í þessu skyni.“
Í öðru lagi er lagt til að efla krafta
sérfræðilækna í heilsugæslu og öldr-
unar- og endurhæfingarþjónustu.
Tengja þurfi starfsemi Landspítal-
ans betur við starfsemi annarra veit-
enda heilbrigðisþjónustu.
Í þriðja lagi skal taka meðvitaða
ákvörðun byggða á staðreyndum um
skipulag einkastofa sérfræðilækna.
„Einkastofur ættu að veita sérfræði-
læknisþjónustu einungis á þeim svið-
um þar sem kostir þess eru augljósir,“
segir m.a. í ráðleggingunum.
Í fjórða lagi á að setja reglur um
samræmda skráningu og innleiða nýtt
fjármögnunarkerfi. Mælt er með því
að setja reglur um samræmda skrán-
ingu heilbrigðisþjónustu sem nái jafnt
til opinberra aðila og einkaaðila, allt
frá heilsugæslu til sérfræðiþjónustu.
Í fimmta lagi skal kanna fýsileika
þess að koma á sameiginlegu „lóð-
réttu“ stjórnskipulagi í heilbrigðis-
kerfinu. Það myndi fela í sér sameig-
inlega stjórnun á Landspítalanum,
umdæmisspítölum, heilsugæslunni og
öldrunarþjónustu.
Í sjötta lagi skal hagnýta upplýs-
ingatækni eins og frekast er unnt og í
sjöunda lagi er mælt með því að beina
nýjum fjárframlögum í þessar að-
gerðir.
Einstakt tækifæri heilbrigðiskerfisins
Ráðgjafarfyrirtækið McKinsey & Company gerir tillögur um aðgerðir til að bæta starfsemi Land-
spítalans Aukin fjárframlög verði notuð til að stuðla að breytingum og bótum á heilbrigðiskerfinu
Morgunblaðið/Ómar Óskarsson
Landspítalinn Niðurstaða greiningar McKinsey & Company liggur fyrir.
Kanadíska poppstjarnan Justin Bie-
ber lenti á Reykjavíkurflugvelli í
gær. Hópur aðdáenda mætti þar til
að berja goðið augum. Fagn-
aðarstunur fóru um hópinn þegar
Bieber steig út úr einkaþotunni
klæddur grárri hettupeysu. Sumir
aðdáendanna felldu tár af geðs-
hræringu.
Bieber fór síðan ásamt sam-
ferðafólki sínu upp í þyrlu sem
flutti það á áfangastað, sem ekki er
vitað hver er.
Bieber mun koma fram á tón-
leikum í Kórnum í Kópavogi í kvöld
og annað kvöld. Í gærkvöldi voru
örfáir miðar á tónleikana í kvöld
óseldir. Umferðartakmarkanir
vegna tónleikanna taka gildi í
Kórahverfi klukkan 16.00 í dag.
Mikil eftirvænting og tár féllu
Justin Bieber
kom í gær
Morgunblaðið/HMH
Kom og fór Justin Bieber flaug frá Reykjavíkurflugvelli í þyrlu.