Morgunblaðið - 08.09.2016, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2016
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
Stórskipaumferð hefur aukist
mjög við strendur landsins undan-
farin ár og leika skemmtiferðaskip
þar stórt hlutverk. Margar hafnir
geta boðið togurum og smærri
skipum upp á landtengingu til að
minnka útblástur skipa í höfnum,
en stærstu skipin, s.s. skemmti-
ferðaskip, þurfa hins vegar að
ganga á ljósavélum til að halda
nauðsynlegum búnaði í gangi eftir
að slökkt hefur verið á aðalvélum.
Sigurður Gunnarsson, íbúi á
Seyðisfirði, ritaði nýverið grein
sem birt er á vefsíðu Austurfrétta,
en þar vekur hann athygli á efna-
og hávaðamengun vegna stórskipa
í höfninni, m.a. frá farþegaferjunni
Norrænu.
„Verst er það þó á veturna þeg-
ar ferjan er hér tvo sólarhringa í
hverri viku. Drunur ljósavélanna
heyrast um allt byggðarlagið og
fjöldi fólks, þ. á m. ég, sefur þá
með eyrnatappa. Þá kvarta sumir
yfir því að þeir eigi erfitt með
svefn meðan ferjan er í höfn,“ rit-
ar Sigurður í grein sinni.
Þá hefur hópur íbúa á Seyðis-
firði krafist þess í erindi til bæj-
aryfirvalda að skip sem sækja bæ-
inn heim taki rafmagn úr landi.
Vísar hópurinn til evrópskrar
reglugerðar sem kveður á um að
skip sem leggja að bryggju lengur
en tvo tíma eigi að tengja sig við
rafmagn sé þess kostur.
Þörf á miklum tækjabúnaði
„Svona stór skip, eins og far-
þegaskip, geta ekki tengt sig í
landi eins og aðstæður eru á
Seyðisfirði í dag. Til þess þarf
væntanlega að stækka spenni-
stöðvar og stofnstrengi,“ segir
Finnur Magnússon, deildarstjóri
rekstrarsviðs Rarik á Austurlandi,
og heldur áfram: „Ef við fáum
formlegt erindi um að gera það,
þá verðum við að sjálfsögðu við
því.“
Gísli Gíslason, formaður Hafna-
sambands Íslands og hafnarstjóri
Faxaflóahafna, segir það „mjög
kostnaðarsamt“ verkefni að setja
upp þann búnað sem nauðsynlegur
er til að landtengja stór skip.
„Öll umræða er hins vegar í
þessa áttina. En menn eru að
reyna að finna út úr því hvað hægt
er að gera innan skynsamlegs
ramma,“ segir Gísli og bætir við:
„Ríkið verður að koma að borðinu
því það er alveg útilokað fyrir
hafnirnar að leysa mál sem þessi.
[…] Svona pakki fyrir höfn eins og
á Seyðisfirði myndi ekki bara
tæma sjóðinn heldur koma þeim í
verulegan mínus til langs tíma.“
Ljósavélar skipa fara illa í bæjarbúa
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Nálægð Íbúar segjast eiga erfitt með svefn vegna hávaða frá Norrænu.
Íbúar á Seyðisfirði hafa lýst yfir óánægju sinni með hávaða- og loftmengun frá stórum skipum Er
þess krafist að skipin tengi sig við land Mjög kostnaðarsamt, segir formaður Hafnasambands Íslands
Í samar hafa staðið yfir viðgerðir á Orkuveitu-
húsinu við Bæjarháls og miðar verkinu ágætlega
að sögn Eiríks Hjálmarssonar, upplýsingafull-
trúa Orkuveitunnar.
Eins og fram kom í fyrri fréttum komu í ljós
miklar rakaskemmdir í húsinu. Skemmdirnar
eru bundnar við vesturhluta byggingarinnar, en
skemmdanna hefur hvorki orðið vart í austur-
hlutanum né í svokölluðu Norðurhúsi, þar sem
dótturfyrirtækið Veitur er með sína starfsemi.
Nú er unnið að viðgerðum á þremur hæðum inn-
anhúss auk endurnýjunar á utanhússklæðningu.
Útlit er fyrir að fyrsta áfanga viðgerða ljúki um
mánaðamótin október-nóvember, að sögn Eiríks.
Innanhússviðgerðirnar munu standa eitthvað
fram á næsta sumar.
Þegar lagt var upp með viðgerðirnar var um-
fangið óljóst en það var gróflega áætlað út frá
stikkprufum á ástandi veggja. „Hingað til hefur
þörf fyrir viðgerðir verið í samræmi við það sem
prufurnar gáfu tilefni til að ætla og ekkert
óvænt hefur komið upp,“ segir Eríkur.
Að hans sögn er ennþá nokkur óvissa varðandi
framhaldið og því liggur ekki fyrir hver kostn-
aðurinn verður. Hann mun þó örugglega nema
hundruðum milljóna króna, að sögn Eiríks.
„Starfsfólk finnur auðvitað vel fyrir fram-
kvæmdunum í húsinu og sumir þurftu að flytja
sig til. Einn leigjendanna í húsinu var nýfluttur
út þegar framkvæmdirnar byrjuðu og því áttum
við auðveldara með að hliðra til svo betur færi
um starfsfólk meðan á þessu stendur,“ sagði Ei-
ríkur að lokum. sisi@mbl.is
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Viðgerð á Orkuveituhúsinu miðar vel
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Umsókn fyrirtækisins Iceland Resources um
framkvæmdaleyfi til rannsókna á magni gulls
í bergi í Þormóðsdal var hafnað af skipulags-
nefnd Mosfellsbæjar. Er þar m.a. tilekið að
ekki sé gert ráð fyrir námurekstri í að-
alskipulagi bæjarins og er umsókninni hafnað
af þeim ástæðum.
Bryndís Haraldsdóttir, formaður bæjar-
stjórnar Mosfellsbæjar og skipulagsnefndar,
segir að það sé mat sérfræðinga að ekki sé
hægt að veita framkvæmdaleyfi nema það
byggist á aðalskipulagi eða deiliskipulagi.
„Það er ekki fyrir hendi í þessu tilfelli. Þó að
skipulagsstofnun hafi sagt að þetta væri
minniháttar mál sem ekki þurfi umhverf-
ismat, þá eru þeir samt sammála þeirri skil-
greiningu okkar að einhverja forsendu þurfi í
skipulagi til þess að veita þetta framkvæmda-
leyfi,“ segir Bryndís.
Áður hafa verið boraðar rannsóknarborhol-
ur í Þormóðsdal, síðast árið 2006. Bryndís
segir að skipulagslög hafi breyst síðan þá og
lög um framkvæmdaleyfi hafi ekki verið til
staðar þá. „Stefna okkar í aðalskipulagi hefur
almennt verið sú að loka námum,“ segir
Bryndís. Aðspurð hvort málinu sé endanlega
lokið frá hendi bæjarins segir Bryndís að í
það minnsta þyrfti að breyta aðalskipulagi á
þann hátt að námugröftur yrði leyfilegur.
Síður en svo áfall fyrir áformin
Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson, fram-
kvæmdastjóri Iceland Resourcesm, segir að
málinu sé síður en svo lokið. Hann sagði þó í
gær að fyrirtækið ætti eftir að kynna sér bet-
ur hvaða rök lægju að baki synjun á fram-
kvæmdaleyfi. „Við eigum eftir að fá formlegt
svar frá bænum. Við teljum okkur ekki vera
að fara fram á framkvæmdir sem þurfi að
vera inni á skipulagi á þessu stigi. Núna er
hugmyndin eingöngu að framkvæma rann-
sóknir,“ segir hann.
Aðspurður segir Vilhjálmur synjunina síð-
ur en svo áfall fyrir áformin um gullleitina.
„Við eigum eftir að fara í gegnum margar
svona hindranir á leiðinni. Það má lýsa þessu
sem verkefni innan verkefnis. Ef þetta þarf
að fara á (aðal)skipulag þá þurfum við að
ræða við bæjaryfirvöld um að aðlaga skipu-
lagið þessum málum, en fyrstu viðbrögð okk-
ar eru þau að þetta þurfi ekki að vera inni á
skipulagi. Þetta er ekkert bakslag, þetta eru
bara tafir,“ segir Vilhjálmur.
Fá ekki framkvæmdaleyfi til gullleitar
Mosfellsbær hafnaði Iceland Resources Ein hindrum af mörgum, segir framkvæmdastjóri
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,
fyrrverandi varaformaður Sjálf-
stæðisflokksins og mennta-
málaráðherra, og Þorsteinn Páls-
son, fyrrverandi formaður
Sjálfstæðisflokksins og forsætisráð-
herra, hafa ákveðið að ganga til liðs
við Viðreisn.
Þorgerður Katrín greindi frá
ákvörðun sinni með tísti á Twitter í
gær. Hún tók þar fram að Þor-
steinn hefði einnig ákveðið að
ganga til liðs við Viðreisn.
Þorsteinn staðfesti í gær að Þor-
gerður ætlaði í framboð fyrir Við-
reisn en sagði að sjálfur ætlaði
hann ekki að bjóða sig fram.
gudni@mbl.is
Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir
Þorsteinn
Pálsson
Þorgerður
og Þorsteinn
í Viðreisn
Bíll fór út af Vatnsnesvegi í Vest-
ur-Húnavatnssýslu og valt í gær.
Tvö voru í bílnum og sluppu þau
við meiðsli. Þetta er fjórða um-
ferðaróhappið sem verður á
Vatnsnesvegi á síðustu fimm dög-
um, að sögn lögreglunnar á
Blönduósi.
Valt á Vatnsnesvegi