Morgunblaðið - 08.09.2016, Síða 6
Tveir piltar frá Alsír og Marokkó
komu til Breiðdalsvíkur í gærmorg-
un og óskuðu eftir hæli á Íslandi.
Að sögn lögreglunnar á Egils-
stöðum höfðu þeir komið með Nor-
rænu og farið til Breiðdalsvíkur á
puttanum og fótgangandi um 120
kílómetra leið. Piltarnir munu fá
viðeigandi málsmeðferð í samstarfi
við Útlendingastofnun. Piltarnir
kváðust vera 16 og 17 ára gamlir og
því voru barnaverndaryfirvöld
einnig upplýst um hagi þeirra.
Töluvert margir hælisleitendur
komu til landsins með Norrænu í
vor en síðan þá hefur verið lítið um
slíkar heimsóknir, að sögn lögregl-
unnar.
Tveir piltar óskuðu eftir hæli á Breiðdalsvík
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2016
Láttu okkur ráða
Elja starfsmannaþjónusta 4 150 140 elja.is elja@elja.is
Þarftu að ráða
lagerstarfsmann?
VIÐTAL
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Félagarnir í Stjörnuskoðunarfélagi
Seltjarnarness eru byrjaðir und-
irbúning fyrir almyrkvann á sólu
sem verður eftir tæp 10 ár, eða
nánar tiltekið hinn 12. ágúst 2026.
„Við byrjuðum að undirbúa þetta
um leið og sólmyrkvinn í fyrra
kláraðist. Hann var upphitunin fyr-
ir stóra atburðinn sem verður í
ágúst 2026. Nú vitum við hvað við
getum gert betur,“ segir Sævar
Helgi Bragason, formaður félags-
ins.
Eins og lesandur muna eflaust
sást deildarmyrkvi á sólu á Íslandi
hinn 20. mars í fyrra. Stjörnuskoð-
unarfélagið pantaði 75 þúsund sól-
myrkvagleraugu fyrir atburðinn,
gaf íslenskum skólabörnum 55 þús-
und gleraugu en seldi afganginn til
almennings fyrir kostnaði. Þessi
fjöldi dugði ekki og seldust gler-
augun upp.
Engu að síður sat félagið upp
með skuld að upphæð 450 þúsund
krónur vegna virðisaukskatts til
ríkisins en með hjálp almennings
voru þau mál leyst farsællega.
„Við munum pottþétt panta gler-
augu í tæka tíð fyrir 2026. Við þurf-
um örugglega að panta talsvert
fleiri gleraugu en í fyrra. Það ætti
ekki að verða neitt mál því við er-
um komin með góð tengsl við fram-
leiðandann í Þýskalandi.“
Sævar Helgi segir að Íslendingar
verði að undirbúa þennan mikla at-
burð sem sólmyrkvinn er og und-
irbúningurinn þurfi að hefjast í
tæka tíð. „Það má búast við miklum
straumi erlendra ferðamanna hing-
að til lands til að sjá almyrkvann og
þetta mun gerast á háannatíma í
ferðamennskunni í ágúst,“ segir
Sævar Helgi.
Hann segir að svona atburðir laði
að sér mörg þúsund manns og þar
sem Ísland liggi í alfaraleið mitt á
milli Evrópu og Ameríku megi bú-
ast við óvenjumiklum fjölda.
Margt í boði á Íslandi
Sævar Helgi fór til Indónesíu
ásamt tveimur félögum sínum í
mars á þessu ári gagngert til þess
að fylgjast með almyrkva þar.
Myrkvinn var 9. mars og mörg þús-
und manns voru þangað komin til
að fylgjast með þessu mikla nátt-
úruundri. „Við vorum nokkuð hepp-
in með veður, það þykknaði upp um
morguninn og en síðan létti til og
við sáum allt sem við vildum sjá.
Fólk tekur áhættuna á því að skil-
yrði séu góð og myrkvinn sjáist vel
en því er auðvitað ekki hægt að
treysta. „Ef veðrið verður ekki al-
veg upp á það besta 12. ágúst 2026
hefur Ísland upp á ýmislegt annað
að bjóða svo ferðin hingað þarf ekki
endilega að verða fýluferð.“
Að sögn Sævars Helga þurfa
ferðaþjónustan og yfirvöld að gera
ráðstafanir í tæka tíð fyrir al-
myrkvann 2026. „Besti staðurinn
verður Látrabjarg. Það verður
næst miðlínunni og jafnframt næst
þeim stað þar sem myrkvinn stend-
ur lengst yfir. Ef við ætlum að
koma hundruðum eða þúsundum
manns þar fyrir í einu þarf að und-
irbúa það vel,“ segir hann.
Annar heppilegur staður verður
Snæfellsnesið. „Þar verða örugg-
lega þúsundir manna sem hafa
áhuga á því að upplifa þennan at-
burð og taka myndir af almyrkv-
aðri sól með Snæfellsjökul í bak-
sýn.“ Almyrkvinn verður á afar
heppilegum tíma, rétt fyrir klukkan
sex að kveldi.
„Ég vona að við Íslendingar
stöndum okkur vel og hjálpum er-
lendum ferðamönnunum að upplifa
þennan einstaka viðburð árið 2026,“
segir Sævar Helgi að lokum.
Morgunblaðið/Golli
Sævar Helgi stjörnuskoðari „Gera þarf ráðstafanir í tæka tíð fyrir almyrkvann 2026.“
Fleiri sólmyrkva-
gleraugu pöntuð næst
Almyrkvinn á sólu 2026 sést best á Látrabjargi
Umhverfisstofnun byrjaði í sumar
að vakta fimm strandir víðsvegar
um landið til að reyna að finna út
uppruna ruslsins sem þangað skol-
ar. Hver hann er, meta það magn
sem safnast yfir ákveðið tímabil og
fjarlægja það að lokum. Fyrirfram
afmörkuð svæði á hverri strönd eru
vöktuð en 100 metra kafli í Surtsey,
Bakkavík á Seltjarnarnesi, Búðavík
á Snæfellsnesi og Rauðasandi á
Vestfjörðum voru valin. Umhverf-
isstofnun vinnur verkefnið í sam-
starfi við sveitarfélög og landeig-
endur. Í haust verður
Vestmanneyjum bætt við og Horn-
ströndum sumarið 2017.
„Með þessu verkefni erum við að
reyna að finna uppruna ruslsins
sem er grundvöllur fyrir því að
grípa til aðgerða til að minnka rusl
í hafi,“ segir Jóhanna Björk Weiss-
happel, sérfræðingur í haf- og
vatnsteymi Umhverfisstofnunnar
sem sér um verkefnið. „Reynslan,
til dæmis á Hornströndum þar sem
enginn byggð er nálægt, sýnir að
mikið rusl kemur frá sjávarútvegi
og frá öðrum löndum með sjáv-
arstraumum.
Við viljum vita hvað er að koma á
okkar strendur, hvaðan ruslið kem-
ur og hve stór hluti er t.d. plast.
Þær þjóðir sem hafa beitt þessari
aðferðarfræði hafa fundið út að allt
upp í um 80% ruslsins er plast.“
Umhverfisstofnun notast við að-
ferðafræði frá framkvæmdastjórn
OSPAR og uppfyllir Ísland þar með
hluta af aðgerðaráætlun OSPAR-
samningsins, sem Ísland hefur sam-
þykkt, um að draga úr skaðsemi úr-
gangs í hafi og á ströndum. OSP-
AR-samningurinn er um verndun
Norðaustur-Atlantshafsins. Strand-
irnar þurfa að uppfylla ákveðin skil-
yrði og er ruslið flokkað mjög ít-
arlega, talið og skráð í samræmi við
leiðbeiningar OSPAR, t.d. ekki
stórgrýtt, að lágmarki 100 m löng,
opin fyrir hafi og líklegt að rusl
safnist þar fyrir. „Þetta er ítarlegt
verkefni og er fyrstu niðurstaðna
að vænta í lok ársins.“ segir Jó-
hanna.
benedikt@mbl.is
Ljósmynd/Borgþór Magnússon
Rusl Surtsey var hreinsuð í sumar
en þar safnaðist mikið rusl.
Reyna að finna út upp-
runa ruslsins í sjónum
Sævar Helgi fór ásamt félögum
sínum til Indónesíu og fylgdist þar
með almyrkva 9. mars sl. „Við
reiknuðum það út að hver sekúnda
í þeim myrkva hafi kostað okkur
fimm þúsund krónur,“ segir Sævar
Helgi, en myrkvinn stóð yfir í þrjár
mínútur og 20 sekúndur. „Þetta
var dýr ferð en hverrar einustu
krónu virði. Þetta var eitthvað það
magnaðasta sem ég hef nokkru
sinni séð í náttúrunni. Það var gull-
fallegt að sjá kol-
svart tunglið fyrir
sólinni og sjá sól-
vindinn streyma út
í geiminn úr krón-
unni. Ég fæ ennþá gæsahúð þegar
ég hugsa um þetta.“
Almyrkri verður í Bandaríkj-
unum 21. ágúst á næsta ári og í
Argentínu árið eftir. „Ég fer pott-
þétt á báða staðina,“ segir Sævar
Helgi.
Sekúndan kostaði 5 þúsund
SKOÐAÐI ALMYRKVA Í INDÓNESÍU
Gallerí Fold stóð fyrir myndlistar-
uppboði í byrjun vikunar og mátti
þar finna mörg afbragðsverk, m.a.
eftir gömlu meistarana. Þannig
voru t.a.m. fimm verk boðin upp eft-
ir Ásgrím Jónsson og níu eftir Jó-
hannes S. Kjarval.
Á uppboðinu mátti einnig finna
verk eftir Louisu Matthíasdóttur,
sem nefnist Melónur og paprika, og
var það metið á 6-7 milljónir króna.
Jóhann Ágúst Hansen, listmuna-
sali og sérfræðingur hjá Galleríi
Fold, segir verkið hafa verið slegið
á 5 milljónir. „Við vorum einnig með
annað verk eftir hana á síðasta upp-
boði, af Engey og Viðey, og var það
líka metið á 6-7 milljónir. Sú mynd
fór á 5,6 milljónir,“ segir Jóhann
Ágúst og bætir við að í Bandaríkj-
unum, þar sem Louisa bjó mestallt
sitt líf, seljast myndir hennar á sam-
bærilegu verði og hér.
Þá mátti einnig sjá fallegt verk af
Reynisfjalli og Reynisdröngum eftir
Þórarin B. Þorláksson sem metið
var á um 5 milljónir og slegið á 4,9
milljónir. Að sögn Jóhanns Ágústar
fékk séra Jes A. Gíslason, þáverandi
prestur í Mýrdalsþingum, verkið að
gjöf frá Mýrdælingum árið 1907 er
þeir héldu honum skilnaðarsamsæti.
Einstök mynd eftir Kjarval
Meðal fágætra verka má nefna
mynd eftir Kjarval sem m.a. sýnir
Bessastaði. „Við höfum ekki fundið
annað verk eftir Kjarval þar sem
hann málar húsin á Bessastöðum og
er hún því nokkuð einstök fyrir þær
sakir,“ segir Jóhann Ágúst, en verk-
ið fór á 3,6 milljónir. khj@mbl.is
Meistararnir boðnir upp
Morgunblaðið/Ófeigur
List Fjölskylda eftir Jóhannes S. Kjarval var meðal verkanna á uppboðinu.
Sum verkanna seldust á um 5 milljónir króna