Morgunblaðið - 08.09.2016, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2016
Árni Páll Árnason, þingmaðurSamfylkingarinnar, kvaddi
sér hljóðs á Alþingi á þriðjudag og
sagði að sér væri „brugðið við
fréttaflutningi af því gerræði og
því virðingarleysi
fyrir réttum leik-
reglum lýðræðisins
sem hefur birst í
prófkjöri Pírata í
Norðvesturkjör-
dæmi.“
Árni Páll vitnaði ítalsmann flokksins í kjördæm-
inu, sem hafi sagt að sá sem hafi
náð kjöri í prófkjöri flokksins hafi
fengið 20-30 manns til að ganga í
flokkinn til að kjósa sig og sagt svo
orðrétt: „… samkvæmt þeim töl-
fræðigögnum sem voru birt um
kosninguna, þá kusu 18 af þessum
eingöngu hann og engan annan í
prófkjörinu …“
Og Árni Páll bætti við: „Hér eruhrikaleg ummæli viðhöfð.
Annaðhvort hafa Píratar brotið
gegn grundvallarreglum lýðræð-
isins um frjálsar kosningar og gegn
skýrum ákvæðum laga um per-
sónuvernd með því að hafa atkvæði
fólks rekjanleg eða þá að talsmaður
flokksins er að bera út róg um ein-
staka þátttakendur í lýðræðislegri
kosningu. Hvor skýringin sem er
ætti að duga til að dæma þessa
stjórnmálahreyfingu úr leik.“
Hann spurði ennfremur hversvegna prófkjörið á höf-
uðborgarsvæðinu hefði ekki verið
ógilt þegar í ljós hefði komið að
fjöldi hefði gengið í flokkinn fyrir
það og kosið aðeins einn frambjóð-
anda. „Er það af því að þar var
rétta fólkið kosið?“ bætti hann við.
Þingmönnum Pírata var ekkiskemmt og runnu þeir hver af
öðrum í ræðustólinn, en sannast
sagna voru svörin ekki mjög trú-
verðug.
Árni Páll Árnason
Stjórnmálahreyf-
ing dæmd úr leik
STAKSTEINAR
Rafhitun
Ryðfríir neysluvatnshitarar, hitöld (element),
hitastillar, hitastýringar, rafhitarar til húshitunar
og flest annað til rafhitunar.
Við hjá Rafhitun erum sérfræðingar í öllu sem við
kemur rafhitun. Við bjóðum einungis úrvals tæki
sem hafa sannað sig með áralangri reynslu.
Rafhitarar fyrir heita potta
Kaplahrauni 19 • Hafnarfirði • Sími: 565 3265 • rafhitun.is
íslensk
framleiðsla
í 20 ár
Hiti í bústaðinn
Veður víða um heim 7.9., kl. 18.00
Reykjavík 12 skýjað
Bolungarvík 11 rigning
Akureyri 11 skýjað
Nuuk 5 rigning
Þórshöfn 11 léttskýjað
Ósló 23 heiðskírt
Kaupmannahöfn 21 skýjað
Stokkhólmur 23 heiðskírt
Helsinki 19 heiðskírt
Lúxemborg 24 heiðskírt
Brussel 26 heiðskírt
Dublin 16 skýjað
Glasgow 20 skýjað
London 27 heiðskírt
París 26 heiðskírt
Amsterdam 27 heiðskírt
Hamborg 26 heiðskírt
Berlín 25 heiðskírt
Vín 25 léttskýjað
Moskva 16 heiðskírt
Algarve 26 heiðskírt
Madríd 38 heiðskírt
Barcelona 27 léttskýjað
Mallorca 29 léttskýjað
Róm 21 léttskýjað
Aþena 27 rigning
Winnipeg 14 skýjað
Montreal 24 skýjað
New York 25 rigning
Chicago 28 rigning
Orlando 28 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
8. september Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 6:33 20:19
ÍSAFJÖRÐUR 6:33 20:28
SIGLUFJÖRÐUR 6:16 20:12
DJÚPIVOGUR 6:01 19:49
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Eva Pandora Baldursdóttir sigraði í
endurteknu prófkjöri Pírata í Norð-
vesturkjördæmi sem lauk í gær. Í
þetta skiptið völdu Píratar á lands-
vísu á listann en ekki aðeins þeir
sem búsettir eru í kjördæminu.
Fimm frambjóðendur drógu sig úr
framboði frá fyrra prófkjöri sem Pí-
ratar höfnuðu að staðfesta í mið-
lægri kosningu allra Pírata. Þar á
meðal dró Þórður Guðsteinn Pét-
ursson, sem var í efsta sæti í fyrra
prófkjörinu, framboð sitt til baka.
Eva Pandora lenti í fjórða sæti í því
prófkjöri og Gunnar Ingiberg Guð-
mundsson í sjötta en hann varð í
öðru sæti nú.
Athygli vekur að Gunnari var
raðað langoftast frambjóðenda í
efsta sæti á listanum í þeirri kosn-
ingu sem lauk í gær. Röðuðu 86
honum efst á lista en til saman-
burðar var Eva Pandora sett 49
sinnum efst á lista.
Prófkjörskerfi Pírata er svoköll-
uð Schulze-aðferð þar sem fram-
bjóðendur keppa innbyrðis og var
Evu Pandóru oftar raðað ofar á
lista en Gunnari og því hlýtur hún
efsta sæti á listanum. Í því sam-
hengi ber að taka það fram að
Gunnari var raðað 17 sinnum í ell-
efta og neðsta sæti á listanum en
Evu Pandoru aldrei.
Í heild var Evu raðað 233 á lista
en Gunnari 236 sinnum.
Endurskoðunar mögulega þörf
Smári McCarthy, sem er í fram-
boði í Suðurkjördæmi fyrir kom-
andi alþingiskosningarnar, er einn
þeirra sem komu að innleiðingu
Schulze-kosningakerfisins. Spurður
hvort ástæða sé til þess að ætla að
fólki hafi verið smalað gegn Gunn-
ari Inga í ljósi þess hve pólaríseruð
kosning hans er, segir Smári svo
ekki þurfa að vera, en eins og fram
hefur komið er smölun óheimil hjá
flokknum. „Ég hef litlar áhyggjur
af þessu. Það er aldrei hægt að
stýra kosningahegðun. Maður verð-
ur að treysta fólki í lýðræðisstarfi.
Þó svo að við bönnum smölun er
aldrei alveg hægt að staðfesta hana
100 prósent. Þetta er meira siðferð-
isleg spurning sem hver og einn
þarf að spyrja sig. Sumir líta þó á
þetta sem meira áhyggjuefni en
ég,“ segir Smári. Hann viðurkennir
að Schulze-kerfið sé nokkuð flókið
sem mögulega þurfi að endurskoða.
„En kosturinn er sá að þetta tekur
tillit til allra atkvæða,“ segir Smári.
Morgunblaðið/Ómar
Prófkjör Píratar hafa nú lokið vali á
lista í Norðvesturkjördæmi.
Eva efst í próf-
kjöri Pírata í NV
Gunnari var raðað 86 sinnum í efsta
sæti en Evu 49 sinnum Eva oftar ofar
Eva Pandora
Baldursdóttir
Smári
McCarthy
Náttúrufræðistofnun Íslands leggur
til að fyrirkomulag rjúpnaveiða á
þessu ári verið með sama hætti og
undanfarin þrjú ár. Þá var leyft að
veiða rjúpur í tólf daga á ári. Stofn-
unin leggur til að ráðlögð rjúpna-
veiði verði 40.000 fuglar í haust en á
síðasta ári veiddust 54.000 rjúpur.
Náttúrufræðistofnun hefur sent
umhverfis- og auðlindaráðherra mat
sitt á veiðiþoli rjúpnastofnsins 2016.
Forsendur matsins byggjast á þeirri
stefnu stjórnvalda að rjúpnaveiðar
skuli vera sjálfbærar. Rjúpnastofn-
inn er nú í niðursveiflu um landið
austanvert en í lágmarki um landið
vestanvert. Óvíst er hvenær næsta
uppsveifla hefst. Viðkoma rjúpunnar
hefur versnað á síðustu tíu árum og
varð ekki nein breyting á því á þessu
ári. Rjúpnafjöldinn í haust er vel
undir meðallagi miðað við síðustu 50
ár. gudni@mbl.is
Ráðleggingar um
rjúpnaveiði í haust
Ráðlögð veiði í haust 40.000 fuglar
Morgunblaðið/Golli
Rjúpnaveiðar Lagt er til að leyft
verið að veiða í 12 daga í haust.