Morgunblaðið - 08.09.2016, Page 9

Morgunblaðið - 08.09.2016, Page 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2016 Bergþóra Jónsdóttir bj@mbl.is Samkomulag hefur náðst um mikil- vægar forsendur er varða þjónustu og rekstur hjúkrunarheimila. Sam- kvæmt upplýsingum frá velferðar- ráðuneytinu liggja drög að ramma- samningi fyrir og eru aðilar sammála um að ljúka gerð endanlegs samnings fyrir 1. október næstkomandi. Aðilar að samkomulaginu eru Samtök fyr- irtækja í velferðarþjónustu, Samband íslenskra sveitarfélaga og Sjúkra- tryggingar Íslands með aðkomu vel- ferðarráðuneytisins og fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Ramma- samningurinn er til þriggja ára og fel- ur m.a. í sér aukið fé til rekstursins eða um 1,5 milljarða króna á árs- grundvelli á árunum 2016-2018. Samkomulag um lífeyrismál Í rammasamkomulaginu kemur meðal annars fram að auk hækkunar ríkisins um 1,5 milljarða króna mun ríki og sveitarfélög vera sammála um að ríkið yfirtaki lífeyrisskuldbinding- ar hjúkrunarheimila sem rekin eru á ábyrgð sveitarfélaga með sambæri- legum hætti og ríkið hefur yfirtekið skuldbindingar annarra hjúkrunar- heimila. Ef af verður mun þetta þýða að lífeyrisskuldbindingar hverfa úr ársreikningum þessara heimila til framtíðar litið. Merk tímamót Kristján Þór Júlíusson heilbrigðis- ráðherra segir samkomulagið merk tímamót því með því verði hjúkrunar- heimilin byggð á traustari grunni en verið hefur og ríki og rekstraraðilar muni koma heimilunum í uppbygg- ingarlegri farveg. Pétur Magnússon, formaður Sam- taka fyrirtækja í velferðarþjónustu og forstjóri Hrafnistuheimilanna, segir samkomulagið vissulega áfangasigur en samt megi alltaf gera betur. „Að mínu mati er það þjóð- félagsleg nauðsyn að gerðir séu samningar um slíkar upphæðir sem greiddar eru úr ríkissjóði árlega. Kostnaður vegna þessa málaflokks er um 25 milljarðar á ári og hingað til hafa ekki verið til samningar milli rík- is og hjúkrunarheimilia um nema lít- inn hluta þessrar upphæðar. Samningaviðræður hafa staðið yfir í 20 mánuði og hefðum við viljað ná fleiri af markmiðum okkar í gegn en teljum að betra sé að ganga frá rammasamningi á þessum nótum en að slíta viðræðum,“ segir Pétur. Það beri hæst að ríkið sé ekki tilbúið að greiða hjúkrunarheimilum nægilega háa upphæð svo þau geti starfað sam- kvæmt viðmiðum Embættis land- læknis um lágmarksmönnun á hjúkr- unarheimilum, að sögn Péturs. Aukið fé um 1,5 milljarða  „Áfangasigur en hefði mátt gera betur,“ segir Pétur Magn- ússon, formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu Morgunblaðið/Ómar Hjúkrunarheimili Fjárframlögin verða aukin á næstu þremur árum. Ingvar Atli Sigurðsson, for- stöðumaður Náttúrustofu Suður- lands, býst ekki við að mikið finnist af pysjum í Vestmannaeyjum í ár. „Ég held að þetta fari ekki mikið yfir 1.000 pysjur,“ segir Ingvar en eins og kemur fram á baksíðu blaðsins er þegar búið að skrá um 600 pysjur í Sæheimum. „Það hafa komið alveg dauð ár þar sem hefur ekki komið neitt af pysjum í bæinn svo fólk verður dálítið upprifið þeg- ar það kemur eitthvað. En þetta er mjög lítið og kemur mjög seint. Ég veit ekki alveg hvernig fer fyrir þessum pysjum,“ segir Ingvar. Áður fyrr voru pysjurnar komn- ar í bæinn fljótlega eftir Þjóðhátíð og jafnvel allar flognar úr holum sínum um miðjan ágúst. En nú eru pysjurnar að sjást í byrjun sept- ember og teygist á pysjuveiðinni fram í október. „Varpið hófst að- eins seinna en í meðalári og svo er pysjutíminn mikið lengri en hann á að vera, hann á að vera 42 dagar en þær eru 60 og jafnvel upp í 80 daga núna að vaxa. Þær taka sér lengri tíma í þetta því það er svo lítið æti fyrir þær.“ Lundavarp í Eyjum hefur misfar- ist að mestu flest ár frá 2003. Hremmingar lundastofnsins virðast tengjast fæðuskorti í kringum eyj- arnar. Varpárangur lundans í Eyj- um í ár verður aðeins á milli 10 og 20% að sögn Ingvars. Annars er staðan á lundanum mjög góð fyrir norðan og vestan en í Vest- mannaeyjum og á Suðurlandi er staða lundastofnsins enn í slæmum málum. ingveldur@mbl.is Pysjurnar eru lengur að vaxa  Pysjurnar koma seint og eru fáar Morgunblaðið/Ómar Lundar Stofninn nær sér ekki á strik við suðurströndina.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.