Morgunblaðið - 08.09.2016, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2016
SÓLTÚN KYNNIR
öRYggIS- og þjÓNuSTuíbÚðIR
Um íbúðirnar
Nýjar og bjartar tveggja til fjögurra herbergja
íbúðir í fimm hæða húsi, að meðaltali um 95 m2
að stærð, til sölu fyrir 60 ára og eldri. Yfirbyggðar
suðursvalir. Stæði í upphitaðri bílageymslu, auk
þess sem geymsla fylgir öllum íbúðum.
íbúðirnar eru staðsettar í Sóltúni 1–3, beint
á móti Sóltúni hjúkrunarheimili. Frábær
staðsetning miðsvæðis og stutt í alla þjónustu
í nágrenninu.
Kynntu þér íbúðirnar, verðskrá og aðrar
upplýsingar á www.soltunibudir.is eða hafðu
samband við okkur og bókaðu fund.
Sóltún 1 ehf | Laugavegi 182 | 105 Reykjavík
Sími 563 1440 | soltunibudir@soltunibudir.is | www.soltunibudir.is
Po
RT
hö
nn
un
Til sölu fyrir 60 ára og eldri
í Sóltúni 1-3, Reykjavík.
Verð frá kr. 39.800.000.
íbúðirnar verða afhentar vorið 2017
Íslensku liðin á Ólympíu-skákmótinu í Bakú í Aserba-ídsjan hafa byrjað af feiknakrafti og í opna flokknum eru
Íslendingar með átta stig af tíu
mögulegum eftir fimm umferðir og
sitja í 7.-25. sæti ásamt ýmsum stór-
þjóðum skákarinnar. Hjörvar Steinn
Grétarsson og Bragi Þorfinnsson
hafa unnið allar skákir sínar, Hjörv-
ar hefur teflt í öllum fimm umferð-
unum en Bragi hefur hvílt einu sinni.
Leita þarf aftur til Ólympíumótsins í
Buenos Aires 1939 til að finna viðlíka
sigurgöngu en þá vann Jón Guð-
mundssonar allar tíu skákir sínar í
úrslitakeppninni en Íslendingar
unnu Copa Argentina, sigurlaun b-
riðils. Fróðleiksfúsum er bent á
ágæta vefsíðu, olimpbase.org, þar
sem rakin eru úrslit og skákir Ól-
ympíumótanna frá upphafi.
Í gær var frídagur en sjötta um-
ferð fer fram í dag og þá mæta Ís-
lendingar Tyrkjum í opna flokknum
en í kvennaflokknum eru mótherj-
arnir Perú. Kvennaliðið vann Eng-
lendinga í 3. umferð og Moldóvíu í 4.
umferð. Með miklu harðfylgi tókst
Lenku Ptacnikovu og Hallgerði
Helgu að knýja fram sigur í báðum
skákum sínum af miklu harðfylgi.
Taflmennska Hallgerðar í lokakafla
skákarinnar við England var af-
burðagóð. Í miklu tímahraki tókst
Lenku að snúa töpuðu tafli við og
sigra í viðureigninni við Moldóvíu.
Vinningshlutfall hennar er 80%. Þó
að smávegis bakslag hafi komið hjá
íslensku kvennasveitinni er frammi-
staðan góð.
Hollendingar, Úkraínumenn og
Indverjar leiða opna flokkinn með 10
stig en mikla athygli vakti er Úkra-
ínumenn unnu Rússa, 2 ½ : 1 ½ í 4.
umferð.
Í kvennaflokki eru Rússar og
Úkraínumenn í efsta sæti með 10
stig. Íslenska sveitin er í 44. –58.
sæti með sex stig.
Hinn ágæti meðbyr sem lið Ís-
lands í opna flokknum hefur fengið
gefur vonir um hátt sæti en vel
heppnaður lokasprettur er vitaskuld
forsenda þess. Sveitin hefur einu
sinni teflt „upp fyrir sig“ en tapaði
þá 1:3 fyrir Tékkum. Þar vann
Hjörvar Steinn hinn öfluga stór-
meistara Laznicka á sannfærandi
hátt:
Ól 2016; 2. umferð:
Hjörvar Steinn Grétarsson –
Viktor Laznicka
Móttekið drottningarbragð
1. d4 d5 2. c4 dxc4 3. e4 Rf6 4. e5
Rd5 5. Bxc4 Rb6 6. Bd3 Rc6 7. Re2
Bg4 8. Be3 Dd7 9. Rbc3 O-O-O 10.
a4!?
Peðsfórn sem Hjörvar hafði
greinilega skoðað fyrir skákina þar
sem svipuð staða hafði komið fyrir
áður í skákum Tékkans. Atburða-
rásin í næstu leikjum er þvinguð.
10. … Rxe5 11. Bb5 c6 12. dxe5
Dxd1 13. Rxd1 cxb5 14. axb5 Kb8
15. e6! (sjá stöðumynd).
Þessi skemmtilegi peðsleikur sem
er dæmigerður fyrir hinn dýna-
míska stíl Hjörvars virðist hafa sleg-
ið Laznicka út af laginu. Hann á þó
að geta varist.
15. … Bxe6 16. Bf4+ Kc8 17.
Hc1+ Kd7 18. Hc7+ Ke8 19. Hxb7
g5!?
A7-peðið er í hættu og falli það er
b-peðið farið að ógna. Annar mögu-
leiki var 19. … Bd5.
20. Bxg5 Hg8 21. Be3 Ha8?
Tapleikurinn. Kannski hefur Laz-
nicka óttast að hrókurinn lokaðist af
eftir 21. … Hxg2! 22. Rg3 og misst af
22. … Bd5! Og 22. Rf4 má svara með
22. … Bg4! o.s.frv. Jafnvægi ríkir
eftir 22. Hxa7 Rd5.
22. Bxb6 axb6 23. Hxb6 Bc4 24.
Rec3 Hg5 25. Re3 Bd3 26. f4 Hc5
27. Kf2 Bg7 28. Hd1
Allir menn hvíts eru komnir á stjá
og eftirleikurinn er auðveldur.
28. … Bxc3 29. Hxd3 Bxb2 30.
Kf3 f5 31. Hb7 Hd8 32. Hb3 Bd4 33.
b6 Hdc8 34. Hd3 Hd8 35. Hb3 Hdc8
36. Ha7 Hb8 37. b7 Kd7 38. Hd3
– og svartur gafst upp.
Hjörvar og Bragi hafa unnið
allar skákir sínar í Bakú
Skák
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
Við taflborðið Íslenska ólympíusveitin: Hjörvar Steinn Gunnarsson, Jó-
hann Hjartarson, Guðmundur Kjartansson og Bragi Þorfinnsson.
Börkur Gunnarsson
borkur@mbl.is
„Við erum ekki að fara í verkfall á
næstunni. Auðvitað er það tæki sem
hægt er að grípa til en við erum ekki
komin á þann stað,“ segir Ólafur
Loftsson, formaður Félags grunn-
skólakennara. En grunnskólakenn-
arar hafa í tvígang fellt kjarasamn-
inga. „Við erum að meta stöðuna og
skoða möguleikana. Þetta eru bara
svo stór mál að við erum ennþá að
vinna í þessu. Þetta er ekki eitthvað
sem við hristum fram úr erminni.“
En nú virðast félagsmenn ykkar
hafa fengið ýmsar úrbætur en samt
eru menn ósáttir?
„Við náðum ágætu samkomulagi
um ýmsar breytingar. En á endan-
um eru menn ekki sáttir við krónu-
töluna sem er í þessum samningum,“
segir Ólafur.
Búið að ljúka flestum samn-
ingum hjá sveitarfélögunum
Inga Rún Ólafsdóttir, sviðsstjóri
kjarasviðs hjá Sambandi íslenskra
sveitarfélaga og formaður samn-
inganefndarinnar, segir að þau bíði
Morgunblaðið/Ómar
Gleði Þótt kennararnir í grunnskólum séu ekki sáttir með kjör sín er verk-
fall ekki yfirvofandi á næstunni að sögn formanns stéttarfélags þeirra.
Ekki búist við verk-
falli á næstunni
Ólafur
Loftsson
Inga Rún
Ólafsdóttir
þess að hitta fulltrúa grunnskóla-
kennaranna. „Við höfum ekkert hitt
þau síðan samningurinn var felldur,“
segir Inga Rún.
Er einhver verkfallshrina að
skella á okkur?
„Við erum með 63 viðsemjendur
og erum búin að ljúka samningum
við alla nema grunnskólakennara og
félag kennara og stjórnenda í tónlist-
arskólunum. Annars eru allir samn-
ingar undirritaðir og gilda út mars
árið 2019.“
Hvað ber á milli í þessum samn-
ingum við grunnskólakennarana?
„Það er ljóst að þær kröfur sem
hafa verið á borðinu eru ekki í sam-
ræmi við vilja félagsmanna.“
Hafa fellt samninga í tvígang