Morgunblaðið - 08.09.2016, Síða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2016
Eikjuvogur 29 - 104 Rvk. S:781-5100
Opið: Mán-fim: 12-18 - fös: 12-16
www.facebook.com/spennandi
30 - 60% afsláttur af gjafavöru
- rýmum fyrir nýjum vörum -
Vertu upplýstur!
blattafram.is
FELST
AÐGERÐALEYSI ÞITT
Í AÐ SAMÞYKKJA
KYNFERÐISOFBELDI?
Nýjar vörur
Kíktu á heimasíðuna
lifstykkjabudin.is
LAUGAVEGI 82 101 REYKJAVÍK SÍMI 551 4473
www.lifstykkjabudin.is
Póstsendum
Laugavegi 63 • S: 551 4422
Glæsilegar haustyfirhafnir
Skoðið laxdal.is
Verð
29.900
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Tuttugu og einn starfsmaður í Kópavogi stundar
nú nám í leikskólakennarafræðum með styrk frá
bænum. Fyrir tveimur árum endurskoðaði Kópa-
vogsbær reglur um styrki til starfsmanna leik-
skóla til náms í leikskólakennarafræðum en bær-
inn hefur styrkt starfsmenn til náms í þónokkur
ár. Með endurskoðuninni var markmiðið að fjölga
leikskólakennurum í leikskólum bæjarins. Vonast
er til að hlutfall fagmenntaðra starfsmanna hækki
í þeim tilgangi að efla faglegt starf og auka stöð-
ugleika í starfsmannahaldi í leikskólunum.
Nú eru 10 starfsmenn í námi til leikskólakenn-
ara, sumir á öðru eða þriðja ári. Þá eru 11 há-
skólagengnir í námi til að ná sér í leyfisbréf leik-
skólakennara og þrír eru í meistaranámi. Þeir
sem eru með háskólamenntun þurfa einungis að
bæta við sig tveimur árum til að ná sér í leyfisbréf
sem leikskólakennarar. Fimm hafa þegar lokið
þessum áfanga á styrk frá bænum.
„Það er mjög mikilvægt að styrkja faglegt starf
í leikskólunum.
því við viljum vera leiðandi í uppeldi, menntun
og þjóunstu við börn og foreldra. Áhersla Kópa-
vogs er að bjóða börnum skapandi og ánægjulegt
starfsumhverfi, þar sem áherslan er á menntun,
mannauð, öryggi, samvinnu og gæði. Með þessu
erum við að leggja grunninn að svo mörgu og ef
við erum með gott fólk sem hefur menntun og
áhuga á þessu starfi þá stöndum við að sjálfsögðu
miklu betur og aukum stöðugleikann,“ segir Anna
Birna Snæbjörnsdóttir, sviðsstjóri menntasviðs
Kópavogsbæjar.
Launað leyfi og bókastyrkur
Styrkirnir til þeirra nemenda sem eru í leik-
skólakennaranáminu, þ.e. 5 ára náminu, eru í
formi launaðs leyfis þegar þeir eru í verknámi og
staðlotum, en starfsmenn í námi geta tekið launað
leyfi í allt að 35 virka daga á ári í allt að sjö ár
vegna námsins.
Jafnframt fá starfsmenn 5% viðbóðarstarfs-
hlutfall á námstíma, að því gefnu að starfsmenn
séu í hlutastarfi með námi, þ.e. ef starfsmaður er í
25% starfi þá fær hann 30% laun á meðan á nám-
inu stendur á þeim forsendum að gera má auknar
faglegar kröfur til viðkomandi. Starfsmenn geta
einnig sótt um styrk fyrir skólagjöldum og náms-
bókum, en hann hljóðar upp á 100.000 krónur á
skólaári.
Allir þeir sem njóta styrk til náms eru skuld-
bundnir til að starfa við leikskóla Kópavogs í að
minnsta kosti tvö ár að námi loknu í að lágmarki
50% stöðuhlutfalli.
Anna Birna segir að þetta hafi vissulega aukinn
kostnað í för með sér fyrir sveitarfélagið en miðað
við ávinninginn sé kostnaðurinn ekkert ofboðs-
lega mikill. „Mikil starfsmannavelta og miklar
fjarvistir kosta líka mikið fyrir utan þau áhrif sem
þetta hefur á börnin. Við á menntasviði höfum
verið mjög ánægð með þetta framtak því það er
líka viðurkenning á því starfi sem fer fram á leik-
skólunum.“
Laðar starfsfólk að
Leikskólastjórar í Kópavogi eru mjög ánægðir
með verkefnið að sögn Önnu Birnu. „Það er gott
þegar þú ert að ráða fólk að geta kynnt eitthvað
svona, þetta laðar tvímælalaust að,“ segir Anna
Birna. „Við höfum verið að fá heilmikið af fólki út
á þetta, fyrir marga er mjög eftirsóknarvert að
geta stundað nám og starf með þessum hætti og
fengið til þess styrk. Þetta hefur borið meiri ár-
angur en við gerðum ráð fyrir í upphafi því áhug-
inn er svo mikill. Það hlýtur að skila sér í enn
betra starfi á leikskólunum eftir því sem fram líða
stundir.“
Mannaráðningar hafa gengið misjafnlega á
leikskólum á höfuðborgarsvæðinu í haust. Anna
Birna segir að þær hafi gengið betur en oft áður í
leikskólum Kópavogs. „Upplifun okkar hér er að
það sé meiri stöðugleiki í starfsmannahaldinu en
verið hefur, en það finna allir fyrir því að það
verður stöðugt erfiðara að ráða fólk í allar stöður
innan leikskólanna.“
Fleiri sveitarfélög styrkja leikskólastarfsmenn
til náms, fyrst til þess var Ölfuss og auk Kópavogs
eru Hafnarfjörður og Seltjarnarnes meðal þeirra
sveitarfélaga sem veita námsstyrki til starfs-
manna leikskóla.
Bærinn styrkir starfsmenn
leikskóla til kennaranáms
Markmiðið að fjölga leikskólakennurum, auka faglegt starf og stöðugleika
Morgunblaðið/Ásdís
Leikskóli Styrkir til til starfsfólks leikskólanna í leikskólafræðum hafa gefið góða raun.
mbl.is
alltaf - allstaðar