Morgunblaðið - 08.09.2016, Page 12

Morgunblaðið - 08.09.2016, Page 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2016 Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is KörfuboltamaðurinnBrynjar Þór Björnsson,er flestum körfubolta-áhugamönnum vel kunnur, enda sexfaldur Íslands- meistari, leikjahæsti leikmaður KR frá upphafi og landsliðsmaður í körfubolta, en hann hefur spilað 46 landsleiki fyrir Íslands hönd. Brynjar hefur undanfarið unnið að undirbúningi körfubolta- námskeiðs sem hann mun halda nú í vetur, en námskeiðinu er m.a. ætlað að fylla upp í það tómarúm sem margir finna fyrir eftir að þeir hætta körfuboltaiðkun á vett- vangi íþróttafélaganna. Æfingar Brynjars Þórs verða þó ekki með þeim hætti að skipt sé í tvö lið og spilað. Hann telur að eftirspurn sé eftir einstaklingsmið- uðum æfingum. „Ég hef oft hugsað til þess hvað gerist þegar ferlinum lýkur og körfubolti er mjög þægilegur hvað það varðar að þú þarft ekki marga á æfingu til þess að geta tekið virkilega vel á því. Þú þarft bara einn bolta og eina körfu. Mér finnst einn skemmtilegasti hlutinn af körfuboltanum vera að fara með einhverjum að skjóta, taka á því þannig,“ segir hann. Fyrir alla, konur og karla Brynjar segir að allir séu vel- komnir á æfingarnar, konur og karlar, ungir sem aldnir. „Þetta er námskeið fyrir áhugamenn, t.d. fyrrverandi leik- menn og leikkonur. Þetta er öðru- Fólk á að vera kóf- sveitt í lok æfingar Fyrir þá sem vilja fylla upp í það tómarúm sem þeir finna eftir að þeir hætta körfuboltaiðkun hjá íþróttafélögum ætti námskeið landsliðsmannsins Brynjars Þórs að vera tilvalið. Hann segir það vera meira en „bumbubolta“ því hjá honum ætti fólk aðeins að geta bætt leikinn sinn. Námskeiðin eru fyrir alla sem eru eldri en 26 ára og langar að spila körfubolta og fara þau af stað í næstu viku. Morgunblaðið/Styrmir Kári Karfa Brynjar Þór Björnsson skýtur á körfu í leik KR - Grindavík. Morgunblaðið/Árni Sæberg Sigur Brynjar er margfaldur Íslandsmeistari með KR í körfubolta karla. Fyrsta Leikhúskaffi vetrarins verður í dag, fimmtudaginn 8. september, á sjálfan bókasafnsdaginn. Dagskráin hefst kl. 17:30 í Borgarbókasafninu Kringlunni, en þar mun leikstjóri Bláa hnattarins, Bergur Þór Ingólfs- son, segja gestum frá uppsetningu Borgarleikhússins á leikritinu. Eftir kynninguna verður rölt yfir í Borg- arleikhúsið þar sem gestir fá stutta kynningu á leikmynd og annarri um- gjörð sýningarinnar. Í lok Leikhúskaffis býðst gestum 10% afsláttur af miðum á Bláa hnöttinn. Á þessu leikári munu Borgarleik- húsið og Borgarbókasafnið bjóða upp á þrjá viðburði undir heitinu Leikhúskaffi, í tengslum við sviðsetningar Borgarleikhússins á Bláa hnettinum, Sölku Völku og Elly. Gestum er boðið í Borg- arbókasafnið Kringlunni þrjá fimmtudagseftirmiðdaga þar sem spjallað er við aðstandendur sýn- inganna sem um ræðir ásamt því að rölta yfir í Borgarleikhúsið og fá skoðunarferð og kynningu á leik- mynd og annarri umgjörð sýning- anna. Fyrsta Leikhúskaffi vetrarins í Borgarbókasafninu Kringlunni Morgunblaðið/Styrmir Kári Leikarar Margir vildu í áheyrnarprufur í vor fyrir leikritið um Bláa hnöttinn. Ræðir og fræðir um Bláa hnöttinn Menntavísindasvið stendur fyrir ráð- stefnu um læsi í víðum skilningi í dag við Háskóla Íslands. Ráðstefnan ber heitið „Fjölbreyttar leiðir til læsis“ og er henni ætlað að skapa vettvang fyrir sérfræðinga, fræðimenn og kennara til að kynna verkefni er lúta að læsi. Aðalfyrirlesarar ráðstefn- unnar verða Noella Mackenzie, dós- ent í læsi við Charles Sturt-háskóla, Ástralíu, Hrafnhildur Ragnarsdóttir, prófessor við HÍ, og Jón Torfi Jón- asson við HÍ. Einnig verður boðið upp á málstofur þar sem m.a. verður greint frá gagnvirkum lestri, læsi í leikskólum, mikilvægi orðaforða, nýju lestrarnámskeiði og viðhorfi barna til lestrar og tækni. Endilega … … kíkið á ráð- stefnu um læsi Morgunblaðið/Árni Sæberg Læsi Verkefni um læsi verða kynnt. Aðalbjörg Jónsdóttir prjónakona og Bókaútgáfan Sæmundur fagna í dag útkomu bókarinnar Prjónað af fingrum fram, í Eymundsson á Skólavörðustíg kl. 17, en í bókinni er fjallað um ævistarf prjónakon- unnar Aðalbjargar Jónsdóttur sem fædd er árið 1916 og verður því 100 ára síðar á þessu hausti. Á bókarkápu kemur fram að bókin sé helguð fáguðu handverki og list- sköpun Aðalbjargar, sem er sam- ofin lífshlaupi hennar og minn- ingum. Bókin er einnig innlegg til tóvinnusögu okkar. Aðalbjörg sýndi með afgerandi hætti hverju hugur og hönd fá áorkað þegar hæfileik- arnir fá að njóta sín. Hún beinlínis prjónaði af fingrum fram undurfína samkvæmiskjóla, útprjónaða í fjöl- breyttum mynstrum og formum, og brá ljósi á eiginleika og sérstöðu íslensku ullarinnar. En þrátt fyrir glæsilegt framlag Aðalbjargar til listsköpunar og merkan þátt henn- ar í menningarsögu og reynslu- heimi kvenna og atburðasögu þjóð- arinnar, hefur hún tilheyrt hinum þögla hópi kvenna þegar fjallað er um afrek á opinberum vettvangi. Höfundur bókar er Kristín Schmid- hauser Jónsdóttir. Fagnið með 99 ára prjónakonu í dag Fágað handverk og listsköpun Aðalbjargar Jónsdóttur Aðalbjörg Hugur og hönd fá miklu áorkað þegar hæfileikar fá að njóta sín. Kringlunni • Sími 568 7777 • heyra.is HEYRNARSTÖ‹IN Enn snjallara heyrnartæki Beltone Legend Nýja Beltone Legend™ heyrnartækið tengist þráðlaust beint í iPhone, iPad og iPod touch. Komdu í ókeypis heyrnarmælingu og fáðu heyrnartæki lánað til reynslu. Beltone Legend gengur með iPhone 6s og eldri gerðum, iPad Air, iPad (4. kynslóð), iPad mini með Retina, iPad mini og iPod touch (5. kynslóð) með iOS eða nýrra stýrikerfi. Apple, iPhone, iPad og iPod touch eru vörumerki sem tilheyra Apple Inc, skráð í Bandaríkjunum og öðrum löndum. ™ Ókeypis heyrnarmælingsíðan 2004

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.