Morgunblaðið - 08.09.2016, Síða 13

Morgunblaðið - 08.09.2016, Síða 13
Morgunblaðið/Golli vísi möguleiki til að hreyfa sig og fólk getur komið og stundað ein- staklingsmiðaðar körfuboltaæf- ingar. Þetta eru ekki liðsæfingar, heldur er meira verið að æfa skot, drippl og allt sem við kemur ein- staklingnum,“ segir Brynjar Þór. „Ég miða við aldurinn 26-27 ára og upp úr, alla þá sem langar til að koma og spila körfubolta. Það eru margir sem eru í svona „bumbubolta“ einhvers staðar, þar sem skipt er í lið og hlaupið er upp og niður. Menn fá tak- markað út úr því og verða ekkert mikið betri í körfubolta við það. Hjá okkur ættirðu aðeins að geta bætt leikinn þinn og jafnframt fengið líkamlega útrás,“ segir hann. Svipað þeim æfingum sem eru í meistaraflokkum Æfingarnar munu fara fram á þriðjudögum og fimmtudögum, frá klukkan 12:00 til 12:50 og er gert ráð fyrir að þátttakendur geti not- að hádegishlé í vinnu til að mæta á æfingar. „Markmiðið er að það verði ákveðin uppbygging í þessu. Fólk verði orðið kófsveitt í lok æfingar og finni fyrir því að tekið hafi ver- ið á því,“ segir hann. „Þessu svipar til æfinga hjá þeim sem spila með meistaraflokki eða í atvinnumennsku. Þeir fara yfirleitt á tvær æfingar á dag og þá er önnur æfingin svona ein- staklingsmiðuð þar sem farið er yfir það þegar þú ert að koma að „screeni“, þú dripplar að keilum og þarft að skjóta, hlaupa á milli staða og skjóta, þannig að það er verið að líkja eftir leik. Þetta er öðruvísi en á liðsæfingum þar sem þjálfarinn setur upp strategíur og fleira í þeim dúr,“ segir Brynjar Þór. Líkt og að æfa sveifluna Brynjar Þór segir að þó svo að um nýja hugmynd sé að ræða, þá sé hún ekki algjörlega úr lausu lofti gripin. Karfan sé ekki ósvipuð golfi að þessu leyti, skot- höndin jafngildi sveiflunni, sem þurfi ávallt að halda við. „Golf er næststærsta íþróttin á Íslandi á eftir fótbolta. Stór hluti þeirra sem stunda golf hef- ur farið í einkatíma og bætt sveifluna. Þetta er ekki ósvipað, menn geta komið og bætt sig í drippli og skotum meðal annars,“ segir hann. „Það verður farið mikið í skotæfingar og hver og einn fær blað í hendur til að geta skrifað niður tölfræðina, hvað hann nær að hitta mörgum sinnum. Í lok námskeiðsins eiga menn svo að geta séð hvort þeir hafa bætt sig eða ekki. Markmiðið er auðvitað að prósentan fari upp á við. Svo verða dripplæfingar, til dæmis þar sem dripplað er með einni og tveimur höndum, dripplað á staðnum ásamt því að drippla upp og niður völlinn.“ Námskeið í allt haust Brynjar Þór segist strax finna fyrir miklum áhuga á námskeið- inu. „Það er töluverð skráning bú- in að vera á fyrstu námskeiðin. Mörgum finnst þetta áhugavert og þeim sem ég hef talað við finnst þetta sniðug hugmynd, að gefa fólki fleiri valkosti en að fara í ræktina,“ segir Brynjar Þór. Brynjar Þór Hann er sex- faldur Íslandsmeistari, leikjahæsti leikmaður KR frá upphafi og landsliðs- maður í körfubolta. DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2016 SJÓNMÆLINGAR ERU OKKAR FAG Tímapantanir: Optical Studio í Leifsstöð, 4250500 Optical Studio í Smáralind, 5288500 Optical Studio í Keflavík, 4213811 Velkomin í verslun okkar á fríhafnar- svæðinu í Leifsstöð Á LEIÐ TIL ÚTLANDA Rússland í dag: opinber samskipti við nágranna í vestri, nefnist norræn ráðstefnuröð um samskipti Rúss- lands og Norðurlanda í Norræna hús- inu og er á dagskrá á morgun kl. 8.30. Frummælandi er Mikhail Zygar og eftir erindi hans verður hann tek- inn tali. Zygar er án efa einn áhuga- verðasti fjölmiðlamaður Rússlands. Hann hóf feril sinn sem stríðsfrétta- maður en er þekktastur í dag sem metsöluhöfundur og stofnandi og að- alfréttastjóri Dozhd, einu óháðu sjón- varpsstöðvarinnar í Rússlandi. Sjón- varpsstöðin sýndi m.a. frá götu- mótmælunum í Moskvu 2011 og 2012 og hefur fjallað á gagnrýnan hátt um ástandið í Úkraínu og í rússneskum stjórnmálum almennt. Mikhail gaf út bókina „All the Kremlin’s Men: Inside the Court of Vladimir Putin“ árið 2015, en bókin vermdi efsta sæti metsölulista í Rússlandi í fjóra mán- uði eftir að hún kom út. Bókin hefur verið þýdd á fjölda tungumála og kemur út á ensku í september 2016. Ráðstefna í Norræna húsinu Erindi Mikhail Zygar fjölmiðlamaður. Rússland í dag Fyrsta námskeiðið hefst næsta þriðjudag 13. sept. og lýkur 6. okt. Þátttökugjald er 25.000 krónur en aðeins tíu sæti eru á hverju námskeiði. Námskeiðið fer fram í KR-heimilinu í hádeg- inu á þriðjudögum og fimmtu- dögum og er hvert námskeið í heild átta skipti. Stefnt er að því að bjóða einnig upp á nám- skeið á næsta ári. Tíu sæti á námskeiði HEFST NÆSTA ÞRIÐJUDAG

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.