Morgunblaðið - 08.09.2016, Side 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2016
SMYRJA
SÍMJÚK Á BRAUÐIÐ
Síðumúla 20, 108 Reykjavík • Sími 551 8258 • storkurinn.is
Opið:
Mán.-Fö
s.
11-18
Lau. 11
-15
Námskeið í
prjóni og hekli
storkurinn.is
Meginþorri skattgreiðenda mun
búa við lægri skattprósentu í nýju
kerfi en nú er. Lægra skattþrepið
verður 25% en tekjur yfir 7,8 millj-
ónum á ári skattleggjast með 43%
skatti. Útreikningar starfshópsins
benda til að 90% einstaklinga myndu
greiða skatta í lægra þrepi og 80%
sambúðarfólks.
Í skýrslu starfshópsins eru áhrif
breytinganna metin, eftir tekjubilum
og fjölskylduhag. Hluti þeirra er
birtur hér með. Tekið er fram að
ekki er tekið tillit til afnáms vaxta-
bóta sem umbylt gætu samanburð-
inum, hluta gjaldenda í óhag.
Hækkun ráðstöfunartekna í ein-
stökum dæmum er oftast á bilinu 2
til 5% en fer í einu dæmanna niður í
óbreytt ástand og öðru upp í 14%
hækkun.
Ef litið er til tekjubila í greiningu
starfshópsins sést að almennt hækka
ráðstöfunartekjur mest í tekjulægsta
bilinu, hjá einstaklingum með 200-
400 þúsund kr. mánaðarlaun og fólki
í sambúð með 200 til 750 þúsund á
mánuði. Mesta einstaka hækkunin
er hjá fólki í sambúð með þrjú börn
á framfæri. Heildarráðstöfunar-
tekjur þess gætu hækkað um 14%,
úr 5,4 í 6,1 milljón á ári. Þessi hlut-
fallshækkun sker sig nokkuð úr.
Einstaklingur með eitt barn myndi
hins vegar borga sömu skatta.
Ráðstöfunartekjur allra hækka
Breytingar á tekjuskattskerfinu
myndu koma flestum til góða sam-
kvæmt greiningu sérfræðinganefndar
Mismunagreining eftir tekjubilum og fjölskyldumynstri*
*Ekki er tekið tillit til afnáms vaxtabóta en skoða þyrfti þau áhrif í framhaldinu. Heimild: Forsætisráðuneytið
14
12
10
8
6
4
2
0
Fólk í sambúð með tvö börn
14
12
10
8
6
4
2
0
Barnlaust fólk í sambúð
200 - 750
þús. á mánuði
200 - 750
þús. á mánuði
751 - 1.300
þús. á mánuði
751 - 1.300
þús. á mánuði
1.301 - 2.200
þús. á mánuði
1.301 - 2.200
þús. á mánuði
8
6
4
2
0
Barnlaus einstaklingur
200 - 400
þús. á mánuði
401 - 650
þús. á mánuði
651 - 1.100
þús. á mánuði
8
6
4
2
0
Einstaklingur með tvö börn
200 - 400
þús. á mánuði
401 - 650
þús. á mánuði
651 - 1.100
þús. á mánuði
Meðalráðstöfunartekjur í milljónum á ári með
barnabótum í núverandi kerfi
Meðalráðstöfunartekjur í milljónum á ári með
barnabótum eftir breytingatillögu
2,9 3,5
4,8 5,1
2,9 3,7
5,1 5,6
4,6 5,0
9,0
9,0
7,0 7,2
13,6
13,6
4,8 5,2
9,2
9,2
7,4 7,5
14,4
14,4
+4% +3%
+3% +3%
+5% +3%
+5% +5%
+2% +6%
+7%
+9%
Tillögurnar
» Lagt er til að skattþrepin
verði tvö, 25 og 43%. Tekjur
yfir 7,8 milljónir á ári skatt-
leggjast í efra þrepi. Megin-
þorri skattgreiðenda myndi
lenda í lægra þrepinu.
» Samsköttun verði hætt og
allir gjaldendur meðhöndlaðir
á sama hátt.
» Barnabótum verði breytt og
vaxtabætur lagðar niður.
Stuðningi beint að tekjulægra
fólki.
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Ráðstöfunartekjur fólks í öllum
tekjuhópum myndu hækka ef tillög-
um sérfræðinga um breytingar á
tekjuskattskerfinu yrði hrint í fram-
kvæmd. Breytingarnar eru mismun-
andi eftir tekjum og fjölda barna á
framfæri en algengasta hækkun ráð-
stöfunartekna er á bilinu 2-5%. Í
samanburðinum er að vísu ekki tekið
tillit til tillagna um afnám vaxtabóta
sem ruglað getur einstök dæmi.
Tillögur sjálfstæðrar verkefnis-
stjórnar um breytingar og umbætur
á skattkerfinu taka til allra þátta
skattkerfisins, bæði beinna og
óbeinna skatta. Hér er aðeins fjallað
um áhrif tillagna um þá meginþætti
sem stýra tekjuskattsbyrði.
Lægri skattprósenta
Lagt er til að tekin verði upp tvö
skattþrep og persónuafslættinum
breytt, samsköttun sambúðarfólks
verði hætt, vaxtabótakerfið fellt nið-
ur og því sem sparast með því beint
til lágtekjuhópa með útborganlegum
persónuafslætti og barnabótum
beint í ríkara mæli til tekjulágra for-
eldra.
Dögun mun bjóða fram lista
í öllum kjördæmum fyrir
komandi alþingiskosningar
og hefur tilkynnt skipan í
fimm efstu sætin í Reykja-
víkurkjördæmunum og Suð-
vesturkjördæmi. Í tilkynn-
ingu frá Dögun segir að
flokkurinn vilji sameinast
um það sem geti breytt ís-
lensku þjóðfélagi úr ranglátu
í réttlátt.
Listinn í Reykjavík suður
1: Helga Þórðardóttir kennari og
formaður Dögunar. 2: Ása Lind
Finnbogadóttir framhaldsskóla-
kennari.3: Jóhann Már Sigurbjörns-
son formaður Samtaka leigjenda.
4: Sigríður Fossberg Thorlacius
nemi. 5: Árni Gunnarsson.
Listinn í Reykjavík norður
1: Hólmsteinn A. Brekkan fram-
kvæmdastjóri Samtaka
leigjenda. 2: Ásta Dís Guð-
jónsdóttir formaður Sjálfs-
bjargar á höfuðborgarsvæð-
inu.3: Pálmi Einarsson
iðnhönnuður. 4: Gunnar
Skúli Ármannsson læknir. 5:
Sigrún Viðarsdóttir.
Suðurkjördæmi
1: Ragnar Þór Ingólfsson
stjórnarmaður í VR. 2: Dr.
Ásta Bryndís Schram lektor í HÍ.
3: Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
framhaldsskólakennari. 4: Baldvin
Björgvinsson raffræðingur og
kennari. 5: Elva Dögg Hafberg
Gunnarsdóttir.
Dögun býður fram í öllum
kjördæmunum sex í haust
Listar eru skipaðir í Reykjavík og Suðvesturkjördæmi
Helga
Þórðardóttir
Hólmsteinn A.
Brekkan
Ragnar Þór
Ingólfsson
Ísland er í 5. sæti
í sínum riðli í
opnum flokki
eftir 12 umferðir
af 17 á heims-
leikunum í brids,
sem fara fram í
Worclaw í Pól-
landi. Keppt er í
þremur riðlum
og fara fimm efstu sveitirnar í
hverjum riðli áfram í 16 liða úrslit,
sem hefjast á laugardag, auk liðsins
sem er stigahæst í 6. sæti.
Í kvennaflokki er Ísland áfram í
14. sæti og á ekki möguleika á að
komast í úrslit.
Ísland tapaði í gær fyrir Banda-
ríkjunum í opna flokknum en vann
bæði Argentínu og Noreg en öll
þessi lið eru að berjast um sæti í úr-
slitum. Í dag spilar Ísland við
Mexíkó, Líbanon og Pólland.
Í kvennaflokki vann Ísland Pal-
estínu og Danmörku en tapaði fyrir
Pólverjum. Liðið spilar í dag við
Kanada, Hong Kong og Frakkland.
Áfram í baráttu um
úrslitasæti í brids