Morgunblaðið - 08.09.2016, Síða 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2016
NÝR ISUZU D-MAX
VERÐ FRÁ 6.990.000kr. SJÁLFSKIPTUR, 6 GÍRA
Isuzu D-Max Lux, leðursæti, 17" álfelgur, hiti
í sætum, hraðastillir, rafdrifið bílstjórasæti,
handfrjáls símabúnaður (Bluetooth) o.m.fl.
EYÐSLA AÐEINS 8,4 L/1OO KM*
280.000 KR. KAUPAUKI
NÚNA FYLGIR ÖLLUM ISUZU D-MAX
DRÁTTARBEISLI OG HEITKLÆÐNING Á PALLINN
*M
ið
a
ð
vi
ð
e
yð
sl
u
tö
lu
r
fr
á
fr
a
m
le
ið
a
n
d
a
á
b
e
in
sk
ip
tu
m
b
íl
í
b
lö
n
d
u
ð
u
m
a
ks
tr
i.
BL ehf
Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík
525 8000 / www.bl.is
3.5OOkg
NÝTT
GE bílar
Reykjanesbæ
www.gebilar.is
420 0400
Bílasalan Bílás
Akranesi
www.bilas.is
431 2622
Bílasala Akureyrar
Akureyri
www.bilak.is
461 2533
Bílaverkstæði Austurlands
Egilsstöðum
www.bva.is
470 5070
IB ehf.
Selfossi
www.ib.is
480 8080
BL söluumboð
Vestmannaeyjum
481 1313
862 2516
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
7
7
1
6
7
Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, tók fyrstu
skóflustunguna fyrir húsbyggingu á Strikinu 1 í gær en
það er síðasta húsið sem byggt er í Sjálandinu. 42 íbúð-
ir verða í húsinu og þá verða komnar um 230 íbúðir fyr-
ir fólk 60 ára og eldra í hverfið en samanlagt eru um
760 íbúðir í hverfinu. „Það er ánægjulegt að hverfið
skuli vera að klárast. Þetta er mjög vinsælt hverfi í
ósnortinni náttúru, nálægt sjó og á miðju höfuðborg-
arsvæðinu sem mörgum þykir jákvætt,“ sagði Gunnar
Einarsson í samtali við Morgunblaðið í gær.
Morgunblaðið/Ófeigur
Nýtt hús fyrir 60 ára og eldri í Garðabæ
Guðmundur Sigurðs-
son læknir lést á Land-
spítalanum í Fossvogi
5. september, 74 ára að
aldri.
Guðmundur fæddist
20. júlí 1942 á Ísafirði,
sonur hjónanna Krist-
ínar Guðmundsdóttur
og Sigurðar Guð-
mundssonar bak-
arameistara.
Guðmundur lauk
stúdentsprófi frá
Menntaskólanum á Ak-
ureyri 1961, kandídats-
prófi í læknisfræði frá
Háskóla Íslands 1967 og meist-
araprófi í heimilislækningum
(M.Cl.Sc) frá University of Western
Ontario í Kanada 1987.
Að loknu læknanámi á Íslandi
starfaði Guðmundur fyrst sem að-
stoðarlæknir á Landspítalanum og
frá 1971 til 1982 sem héraðs- og
heilsugæslulæknir á Egilsstöðum og
víðar um Austurland. Hann var
Clinical Teaching Fellow í heim-
ilislækningum við Victoria Hospital í
Ontario samhliða eigin framhalds-
námi 1982-1984. Guðmundur gegndi
alloft störfum sem settur landlæknir
eða settur aðstoðarlandlæknir. Um
tíma var hann lektor í heimilislækn-
ingum við Háskóla Íslands. Hann
var heilsugæslulæknir við Heilsu-
gæslustöðina á Seltjarnarnesi 1985
til 2004 og við Heilbrigðisstofnun
Vesturlands á Hólmavík 2004-2016.
Á meðan Guðmundur starfaði á
Egilsstöðum hafði hann forystu í
rannsóknum til að undirbúa tölvu-
skráningu sjúkraskráa
fyrir heilsugæslu-
stöðvar. Verkefninu,
sem kennt var við Eg-
ilsstaði var ætlað að
gera heilsugæsluna
skilvirkari og öruggari,
með því að byggja upp
skráningarkerfi ein-
staklingsbundinna
upplýsinga um heilsu-
far sjúklinga og tölvu-
færslu þeirra. Egils-
staðarannsóknin var
brautryðjandaverk á
þessu sviði og varð
víða til fyrirmyndar,
ekki aðeins á Norðurlöndum heldur
einnig annars staðar í Evrópu.
Guðmundur var um árabil tilsjón-
armaður Tölvunefndar, fyrirrennara
Persónuverndar, varðandi öryggi
persónuupplýsinga um heilsufar.
Guðmundur var í stjórn Lækna-
félags Íslands 1972-1979. Hann var
formaður Rauða kross deildar
Fljótsdalshéraðs og Borgarfjarðar
eystra 1974-1978. Hann var í stjórn
og jafnframt framkvæmdastjóri
Flugfélags Austurlands frá stofnun
þess til 1982.
Eftirlifandi eiginkona Guðmundar
er Guðrún Þorbjarnardóttir, B.A. í
latínu. Dóttir þeirra er Anna, læknir
við Karolínska sjúkrahúsið í Stokk-
hólmi. Guðmundur var áður kvænt-
ur Bergljótu Jónsdóttur Eiríksson
lækni. Hún lést 1971. Börn þeirra
eru Jón, búsettur í Hveragerði, Sig-
urður, verkfræðingur í Reykjavík og
Kristín, atferlisfræðingur, lektor við
Háskólann á Akureyri.
Andlát
Guðmundur
Sigurðsson
Jarðskjálfti upp á 3,5 stig varð í
Mýrdalsjökli klukkan 08.58 í gær-
morgun. Fáir eftirskjálftar urðu í
kjölfarið og ekki fylgdi neinn órói í
kjölfarið. Svo virtist sem jarð-
skjálftinn hafi verið stakur skjálfti,
að sögn sérfræðings á vakt.
Jarðvársvið Veðurstofu Íslands
vaktar svæðið vel. Nokkrir skjálft-
ar yfir 3 stig hafa mælst í jöklinum í
sumar og tveir um 4,5 að stærð.
Skjálftahrina hófst 29. ágúst.
3,5 stiga skjálfti
Marta Guðjónsdóttir, fulltrúi Sjálf-
stæðisflokks í umhverfis- og skipu-
lagsráði Reykjavíkurborgar, lagði
fram tillögu í gær þess efnis að
skipulagið á flugvallarsvæðinu yrði
endurskoðað með það að markmiði
að opna neyðarbrautina á ný.
„Þetta er mikið hagsmunamál fyrir
þjóðina alla, flugöryggið og sjúkra-
flugið að við eigum að nýta okkur
þessi ákveðnu tímamót þegar inn-
anríkisráðherra hefur óskað eftir
viðræðum um flug-
völlinn við borg-
arstjóra og þings-
ályktunartillaga
liggur fyrir um þjóð-
aratkvæðagreiðslu,“
segir Marta. Um sé
að ræða mál sem
hafi verið keyrt í
gegn í mikilli andstöðu við borg-
arbúa og landsmenn allra og því
nauðsynlegt að sinna því.
Marta
Guðjónsdóttir
Neyðarbrautin verði opnuð á ný