Morgunblaðið - 08.09.2016, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2016
Allt fyrir eldhúsið
Allir velkomnir
Progastro | Ögurhvarfi 2, Kópavogi
Sími 540 3550 | progastro.is
Opið alla virka daga kl. 9–18.
Þú færð ASKO hjá Progastro
Þvottavél
A-W6444W
• Tromla úr stáli
• Tekur 8 eða 11 kg
• Ætluð í 10.000 tíma
eða 5.000 þvotta
Þurrkari
A-T756HPW
• Barkalaus
• Tekur 8
• Hljóðstyrkur 66db
• Orkunýting A+++
• Með varmadælu
Inspired by Scandinavia
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Nær fimmtíu milljónir barna í heim-
inum hafa flust frá heimkynnum sín-
um af einhverjum ástæðum og þar af
flúðu 28 milljónir hernaðarátök eða
ofsóknir, að því er fram kemur í
nýrri skýrslu Barnahjálpar Samein-
uðu þjóðanna, UNICEF.
Af þeim sem hafa flúið heimkynni
sín vegna átaka hafa um tíu milljónir
barna fengið réttarstöðu flótta-
manna samkvæmt sáttmála Samein-
uðu þjóðanna frá 1951. Um milljón
barna til viðbótar hefur sótt um hæli
utan heimalands síns en ekki enn
fengið réttarstöðu flóttamanna. Þar
að auki er talið að um sautján millj-
ónir barna dvelji enn í heimalandi
sínu eftir að hafa flúið átök í heima-
héruðum sínum.
Þótt börn séu aðeins þriðjungur
íbúa jarðar er tæpur helmingur
þeirra sem hafa fengið stöðu flótta-
manna á barnsaldri. Börnum með
stöðu flóttamanna hefur fjölgað um
75% á fimm árum og um 45% þeirra
komu frá Sýrlandi og Afganistan.
Þrjú af hverjum fjórum þessara
skráðu flóttabarna komu frá alls tíu
löndum. Sjö af hverjum tíu börnum
sem sóttu um hæli í Evrópu komu
frá Sýrlandi, Afganistan og Írak.
Börnum sem flýja heimaland sitt
án foreldra sinna hefur stórfjölgað.
Þau voru alls um 100.000 í 78 löndum
í fyrra, þrisvar sinnum fleiri en árið
áður.
Mörg barnanna sem hafa flúið
átök í heimalandi sínu hafa orðið fyr-
ir miklu sálrænu áfalli vegna stríðs-
hörmunganna. Þau þurfa oft að
leggja líf sitt í hættu á flóttanum,
hundruð þeirra hafa til að mynda
drukknað í Miðjarðarhafi og á fleiri
flóttaleiðum. Algengt er að börnin
þjáist af vannæringu eða vessaþurrð
vegna skorts á drykkjarvatni og þau
eiga á hættu að verða hneppt í
ánauð, beitt kynferðislegu ofbeldi
eða jafnvel myrt.
Í skýrslunni er gerður greinar-
munur á hugtökunum flóttamaður,
sem á rétt á vernd samkvæmt sátt-
mála Sameinuðu þjóðanna, og far-
andmaður, sem hefur flust eða flúið
frá heimkynnum sínum af einhverj-
um ástæðum. Á meðal farandmanna
er flóttafólk, sem hefur hrökklast frá
heimkynnum sínum vegna átaka, og
einnig fólk sem hefur flust vegna
sárrar fátæktar í leit að betra lífi.
20 milljónir barna flúðu fátækt
Í skýrslunni kemur fram að auk
þeirra 28 milljóna sem hafa flúið
hernaðarátök hafa um 20 milljónir
barna flúið sára fátækt eða ofbeldi
glæpahópa. Mörg þessara barna
eiga á hættu að vera handtekin,
hneppt í ánauð eða sæta annars kon-
ar misnotkun vegna þess að þau eru
ekki með vegabréf eða önnur skil-
ríki, auk þess sem réttarstaða þeirra
er óljós og lítið eftirlit er með því að
réttindi þeirra séu virt.
Einn af hverjum átta farandmönn-
um í öllum heiminum er á barnsaldri,
eða um 31 milljón barna af 244 millj-
ónum farandmanna.
Hafa hag af farandmönnum
Í skýrslunni segir að auðug lönd
geti haft verulegan ávinning af því að
taka á móti flótta- og farandmönn-
um. Rannsókn á áhrifum innflytj-
enda á hagkerfi auðugra landa hafi
leitt í ljós að þeir hafi greitt meira í
skatta og lagt meira fé til samfélags-
ins en þeir hafi fengið í félagslegar
bætur eða aðstoð. Þeir hafi í mörg-
um tilvikum bætt úr skorti á vinnu-
afli og stuðlað að hagvexti og ný-
sköpun í löndunum þar sem þeir
settust að.
Í skýrslunni eru ríki sem hafa full-
gilt barnasáttmála Sameinuðu þjóð-
anna hvött til að virða öll ákvæði
hans. Bent er á að samkvæmt sátt-
málanum ber ríkjunum skylda til að
virða réttindi allra barna, óháð því
hvort þau fæddust í öðru landi.
Lagt er til að ríki heims grípi þeg-
ar í stað til aðgerða á sex sviðum til
að vernda flótta- og farandbörn:
Tryggja að börn sem eru á flótta,
einkum þau sem ferðast ein, verði
ekki fyrir misnotkun og ofbeldi,
t.a.m. með því að styrkja barna-
verndarstofnanir, berjast skipulega
gegn mansali og sjá þeim fyrir sér-
stökum talsmönnum með það fyrir
augum að hagsmunir barnanna verði
hafðir í fyrirrúmi.
Hætta að hneppa börn, sem sækja
um stöðu flóttamanna, í varðhald.
Halda fjölskyldum saman til að
tryggja hagsmuni barna, auðvelda
fjölskyldusameiningu og tryggja
réttarstöðu þeirra.
Tryggja öllum flótta- og farand-
börnum aðgang að skólum, heil-
brigðisþjónustu og annarri grunn-
þjónustu.
Beita sér fyrir aðgerðum gegn or-
sökum þess að stórir hópar fólks
leggja á flótta frá heimkynnum sín-
um.
Vinna gegn útlendingahatri, mis-
munun og öðrum þáttum sem valda
því að flótta- og farandmenn eru í
jaðri samfélagsins.
Um 28 milljónir barna á
flótta vegna hernaðarátaka
Um 45% flóttafólks eru á barnsaldri Börnum sem flýja ein síns liðs fjölgar
AFP
Börn á flótta Farandmenn á landamærum Ungverjalands og Serbíu. Tæpur
helmingur þeirra sem hafa fengið stöðu flóttamanna er á barnsaldri.
Flestir í Asíu og Afríku
» Flest þeirra tíu milljóna
barna sem hafa réttarstöðu
flóttamanna dvelja í þeim
heimshluta sem þau fæddust í.
» Tyrkland er það land sem
hefur tekið við flestu flótta-
fólki. Næstu níu lönd á listan-
um yfir þau sem eru með
flesta flóttamenn eru öll í Asíu
eða Afríku. Fimmti hver íbúi
Líbanons er flóttamaður.
» Einn af hverjum níu sem
hafa fengið stöðu flóttamanna
dvelur í Evrópu, eða alls um 1,8
milljónir. Um milljón til við-
bótar hefur sótt um hæli í Evr-
ópu.
Um milljón múslíma er nú komin til Mekka í því skyni að taka þátt í árlegri
pílagrímsför, haj, sem mun hefjast á laugardaginn kemur. Gert er ráð fyrir
að alls komi um tvær milljónir manna til borgarinnar vegna trúarhátíðar-
innar. Pílagrímsförin til Mekka, fæðingarborgar Múhameðs spámanns, er
einn af fimm hornsteinum íslamskrar trúariðkunar. Hverjum trúuðum
múslíma, sem hefur efni á því, er ætlað að fara slíka ferð að minnsta kosti
einu sinni á ævinni. Múslímar eru hér við Kaaba í miðju moskunnar miklu í
Mekka, helgasta stað múslíma.
Múslímar safnast saman í Mekka
AFP
Pílagrímsförin undirbúin
Stjórnendur Langkaer-gagnfræða-
skólans skammt frá Árósum hafa
verið gagnrýndir fyrir að setja þak
á fjölda nemenda, sem eru af er-
lendu bergi brotnir, í ákveðnum
bekkjum. Fyrsta árs nemendum í
skólanum hefur verið skipt í sjö
bekki og í þremur þeirra hefur
fjöldi nemenda úr röðum innflytj-
enda verið takmarkaður við 50%.
Hinir bekkirnir fjórir eru eingöngu
skipaðir börnum innflytjenda.
Yago Bundgaard, skólastjóri
Langkaer, neitar ásökunum um að
„kvótinn“ jafngildi mismunun.
Hann segir að markmiðið sé að
stuðla að samlögun minnihlutahópa
í samfélaginu með því að koma í
veg fyrir að innfæddir Danir hætti
að sækja skólann.
DANMÖRK
Raðað í bekki á
grundvelli uppruna