Morgunblaðið - 08.09.2016, Page 17
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2016
Hótel Örk | Hveragerði | sími 483 4700 | booking@hotelork.is | www.hotelork.is
Hótel Örk í Hveragerði var opnað árið 1986 og fagnar því 30 ára afmæli um þessar mundir.
Af því tilefni bjóðum við glæsileg afmælistilboð um helgina og skemmtidagskrá.
Laugardaginn 10. september verður boðið upp á kaffi og kökur fyrir gesti og gangandi kl. 15–17.
Einar einstaki töframaður skemmtir og lasertag frá Skemmtigarðinum verður á staðnum.
GISTINGFYRIRTVO
ÁAFMÆLISTILBOÐI
9.900 kr. Ein nótt í tvíbýli á 9.900 kr. herbergið (9. & 10. sept).Morgunmatur er innifalinn.
30% afsláttur VeitingastaðurinnHVER býður 30% afslátt af matseðli.
Pantanir í síma 483 4700 eða á booking@hotelork.is.
Recep Tayyip Erdogan, forseti
Tyrklands, sagði í gær að þeir Bar-
ack Obama, forseti Bandaríkjanna,
vildu að löndin ynnu saman að því
að hrekja vígamenn Ríkis íslams,
samtaka íslamista, frá borginni
Raqqa, höfuðvígi þeirra í Sýrlandi.
Fjölmiðlar í Tyrklandi höfðu eft-
ir Erdogan að hann hefði rætt
þennan möguleika við Obama á
leiðtogafundi G20-ríkjanna í Kína á
dögunum. „Obama vill gera eitt-
hvað með okkur hvað varðar
Raqqa,“ sagði Erdogan. „Við sögð-
um að það væri ekki vandamál frá
sjónarhóli okkar.“ Stjórnvöld í
Bandaríkjunum höfðu ekki staðfest
þetta í gær.
Tyrkir hófu umfangsmikinn
hernað gegn Ríki íslams og vopn-
uðum hópum Kúrda í Sýrlandi í síð-
asta mánuði. Tyrkir hjálpuðu sýr-
lenskum uppreisnarmönnum að
hrekja liðsmenn Ríkis íslams frá
bænum Jarabulus, við landamærin
að Tyrklandi, en þeir hafa einnig
einsett sér að stöðva sókn Kúrda
sem berjast gegn samtökunum.
Erdogan boðar sókn
til að frelsa Raqqa
AFP
Snúa heim Sýrlendingar á leið til bæjarins Jarabulus eftir að liðsmenn Ríkis íslams voru hraktir þaðan.
Stjórnvöld í Danmörku hafa ákveð-
ið að greiða fyrir gögn úr Panama-
lekanum og hyggjast rannsaka
hvort 500-600 Danir, sem koma við
sögu í skjölunum, hafi gerst sekir
um skattalagabrot.
Danmörk er fyrsta landið sem
kaupir gögn úr lekanum, en skjölin
koma frá lögmannastofunni Moss-
ack Fonseca. Að sögn skattamála-
ráðherra Danmerkur, Karsten Lau-
ritzen, eru gögnin frá
ónafngreindum manni sem setti sig
í samband við stjórnvöld í sumar.
Ákveðið var að kaupa gögnin eft-
ir að yfirvöld höfðu farið yfir skjöl,
sem send voru sem sýnishorn, og
úrskurðað að þau væru ófölsuð. Þá
var farið í að afla samþykkis flokk-
anna á danska þinginu.
Greitt fyrir skjöl frá
Panama vegna
skattrannsókna
DANMÖRK
Þrír menn hafa fundist látnir og
konu er saknað eftir að ausandi
rigning olli flóðum í Grikklandi.
Tjónið var mest í borginni Kala-
mata og nágrenni í suðvesturhluta
landsins. 63 ára fötluð kona, átt-
ræður maður og níræður maður
létu einnig lífið í flóðum í borginni.
Konu var saknað eftir að bíll henn-
ar fannst mannlaus í flóðvatni í
norðanverðu Grikklandi.
Íbúðarhús og byggingar fyrir-
tækja eyðilögðust í flóðunum sem
hrifu með sér nokkra bíla út í sjó.
Manntjón varð í
aftakaflóðum
AFP
Allt á floti Bíll sem flóð hreif með sér
út í sjó í grennd við borgina Saloniki.
GRIKKLAND
Áfrýjunardóm-
stóll í Stokk-
hólmi á að
ákveða í næstu
viku hvort fram-
lengja eigi hand-
tökutilskipun frá
árinu 2010 á
hendur Julian
Assange, stofn-
anda WikiLeaks,
vegna ásakana um að hann hafi
framið kynferðisbrot í Svíþjóð. Ass-
ange neitar sök og fékk hæli í
sendiráði Ekvador í Lundúnum í
júní 2012 til þess að komast hjá því
að verða framseldur til Svíþjóðar.
Hann óttast að fari hann þangað
verði hann framseldur til Banda-
ríkjanna.
Úrskurðar um hand-
tökutilskipun beðið
Julian Assange
SVÍÞJÓÐ