Morgunblaðið - 08.09.2016, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2016
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Nokkra at-hygli hefurvakið
hversu lítil þátt-
taka hefur verið í
prófkjörum þeirra
flokka sem á annað borð velja
frambjóðendur sína þannig.
Ekki hafa verið gerðar rann-
sóknir á þessu. Hitt er vitað að
þátttaka í kosningum fer víða
minnkandi. Í Evrópu hefur það
m.a. verið útskýrt þannig að
meginhluti löggjafar komi í
bögglapósti frá kommisserum í
Brussel og tímaeyðsla sé að
kjósa stimpilpúða á héraðsþing
Brussel í einstökum löndum.
Sú takmarkaða löggjöf sem
löndin hafa eitthvað um að
segja fellur að auki undir er-
lendan dómstól. Getur hann
ógilt lög „ríkjanna,“ stangist
þau, að mati hans, á við Lissa-
bonsáttmála, en það er heitið á
„ekki stjórnarskrá ESB“.
Langminnst þátttaka er í
kosningum til Evrópuþings
sem er valdalítil ofurlaunuð
pjattsamkoma. Þátttökuleysi í
þeim kosningum sýnir að
almenningur gerir ekkert með
þinglegan sýndarveruleika
ESB.
Þátttaka í borgarstjórnar-
kosningum í Reykjavík var
áður jafnan mjög almenn en
hrundi niður í 60% eftir að Jón
Gnarr var settur á svið í Ráð-
húsinu. Enginn kjörinn fulltrúi
í borgarstjórninni andæfði
þeirri niðurlægingu. Fólkið átti
engan fulltrúa lengur.
Það fólk sem áður fyrr fórn-
aði frístundum sínum til að
byggja upp flokksstarf og lagði
mikið á sig, drifið áfram af hug-
sjónum og baráttuanda, er
margt að hverfa frá. Það skynj-
ar margt hvorki samkennd né
þakklæti.
Nú er það orðið eitt helsta
montatriði í fari þeirra, sem
fátt hafa fram að færa, að
hamra á því að þeir hafi aldrei
tekið þátt í flokksstarfi. Skín í
gegn að viðkomandi telur sig
eiga verulega inni hjá þjóðinni
fyrir hreinlífi sitt.
Þannig láta einnig þeir sem
hvert mannsbarn getur séð að
eru undirlagðir af stjórnmála-
legri skoðun og inna henni allt
það gagn sem þeir mega, en
kannast aldrei við þá iðju sína.
Láta eins og þeim sé stórlega
misboðið þegar á hið augljósa
er bent. Flokkar, sem lenda í
því að mikilvægustu flokks-
mennirnir, fótgönguliðarnir,
sjá ekki lengur glitta í hug-
sjónaeld, jafnvel ekki neista,
hljóta að hugsa sinn gang.
En í öllum þessum hremm-
ingum hefðbundinna flokka,
bæði hér á landi og annars
staðar, er viljinn til að stofna
nýja flokka meiri en áður. Ekki
síst hér á landi.
Giskað hefur verið
á að á annan tug
flokka ætli að skila
framboðum á
landsvísu núna eða
næsta vor. Ekki skal gert lítið
úr því. Enda sýnast flestir tals-
menn þeirra sannfærðir um að
hafa höndlað lausnir sem
gagnast muni þjóðinni betur en
það sem boðist hefur fram að
þessu.
Það er eftirtektarvert því á
flesta mælikvarða er Íslandi
skipað í hóp þeirra landa sem
best þykja mega una og iðulega
í allra fremstu röð.
Engu að síður láta þeir, sem
mest þenja sig, iðulega svo að
það sé óumdeild staðreynd að
þeir sem hafi stýrt landinu síð-
ustu 70 árin eða svo hafi ann-
aðhvort beinlínis viljað þjóðinni
illt eða séu heimskir, þröngsýn-
ir og hæfileikasnauðir bjálfar
eða sambland af þessu öllu.
Séu fullyrðingar af þessu
tagi réttar verður að gagn-
álykta svo að það séu einmitt
gasprarar og bullurokkar sem
hafi bjargað því sem mátti og
þeir séu sem betur fer enn að.
Samfylkingin ætlaði sér fyrir
fáeinum árum að verða nýr
burðarflokkur íslenskra stjórn-
mála en á bágt núna. Margur
heldur að ástæðan sé einkum
sú að fylkingin sú batt sitt trúss
svo fast við eina baráttumál sitt
að þegar upp laukst flestum að
mikið ólukkumál mál var, þá
koðnaði allt niður. Aðild að
ESB og gulrótin sjálf, evran, er
komin vel á veg með að sökkva
heilli heimsálfu í efnahagslegan
pytt. Hin nýja bók nób-
elsverðlaunahafans Stiglitz,
sem er vinstrisinnaður hag-
fræðingur, er afhjúpandi. Bók-
in heitir „The Euro: How a
Common Currency Threatens
the Future of Europe.“
Þegar bókarhöfundurinn
kynnti bók sína sagði hann um
evruna að hún hefði reynst ein-
stök mistök. („An utter fa-
ilure“).
Nýlega bættist flokkur við
íslensku flokkaflóruna sem er
einsmálsflokkur eins og Sam-
fylkingin. Og stærstu tíðindin
við þá flokksstofnun eru þau að
málið eina er ekki bara málið
eina, heldur hið eina og sama
og sökkti Samfylkingunni.
Nýi flokkurinn hefur það
hins vegar fram yfir systur-
flokk sinn að hann forðast eins
og heitan eldinn að nefna eina
málið sitt á nafn! Gæti það ekki
verið einstakt í tilveru fram-
boðs frá því að flokkakerfi varð
til á þessari jörð að ætla í kosn-
ingar með aðeins eitt baráttu-
mál í farteskinu og vera ráðið í
að nefna málið eina helst ekki á
nafn?
Það er margt skrítið
og mun víðar en í
kýrhausnum}
Umhleypingar í
stjórnmálum
H
vernig væri að fella niður
barnabætur og hafa dvöl hjá
dagforeldrum, í leikskólum
og frístundaheimilum mjög
ódýra eða jafnvel ókeypis?
Tónlistarnám og íþróttir á viðráðanlegu verði
og annað sem viðkemur börnum verulega
niðurgreitt? Kæmi það sér ekki betur fyrir
alla? Barnabæturnar færu þá örugglega í
börnin og rekstur á þeim og öll börn væru
jöfn þegar kæmi að dagvistun og tóm-
stundum. Það kæmi líka í veg fyrir að fólk
forðaðist að skrá sig í sambúð því um leið og
það er gert og báðir aðilar eru í vinnu þá
hverfa barnabæturnar, jafnvel þótt tekj-
urnar séu bara rétt til að skrimta á í íslensku
þjóðfélagi. Það kæmi sér líka vel fyrir báða
foreldra ef þeir eru ekki í sambúð, „barna-
bæturnar“ færu þá ekki eingöngu til þess foreldris sem
börnin hafa lögheimili hjá heldur myndu líka nýtast um-
gengnisforeldrinu.
Flestir foreldrar sem ég hef rætt við eru sammála því að
það kæmi betur út fyrir þá ef þessi leið yrði farin en það
eru allir hræddir við að rugga bátnum. Sumir vilja nefni-
lega frekar fá einhverja summu beint inn á bankareikning-
inn sinn, sem þeir geta ráðstafað að vild, en að hafa þann
möguleika að senda barnið sitt í daggæslu eða tómstundir.
Það er fáránlega dýrt að vera foreldri á Íslandi og eitt-
hvað að kerfinu þegar stór hluti af ráðstöfunartekjum með-
allaunþega fer í rekstur á barni. Frístundastyrkir sveitar-
félaganna, t.d. Reykjavíkur þar sem undirrituð býr, eru
varla upp í nös á ketti en maður er samt af-
skaplega þakklátur fyrir styrkinn því hann er þó
eitthvert mótframlag.
Svo ég taki dæmi af bara einu barni mínu sem
hefur verið afskaplega kostnaðarsamt þetta
haustið. Það æfir eina íþrótt og æfingagjöld fyrir
árið eru um 70.000 kr. – það er fyrir utan allan
annan kostnað sem hlýst af íþróttinni eins og
íþróttaföt, keppnisgjöld og keppnisferðalög.
Barnið er mjög tónelskt og hefur lengi suðað um
að fá að læra á hljóðfæri. Eftir mikla umhugsun
og útreikninga var ákveðið að leyfa því að prófa
einn vetur í tónlistarnámi og athuga hver áhuginn
yrði í framhaldinu. Fullt nám í tónlistarskóla kost-
ar 153.000 kr. veturinn, 2x25 mínútur á viku. Svo
vildi svo „óheppilega“ til að barnið fór til tann-
læknis og það kom í ljós að það þyrfti í tannrétt-
ingar sem allra fyrst. Það þarf „bara“ góm, a.m.k.
til að byrja með, og það kostar 130.000 kr. með niður-
greiðslu. Þá fer barnið á frístundaheimili hluta úr viku.
Auðvitað hefði ég getað sleppt því að leyfa barninu að
æfa íþótt eða hummað tónlistarnámið fram af mér en ég er
svo heppin að vera í meðallaunavinnu sem gerir það að
verkum að ég get greitt af þessu, en þó aðeins naumlega
því ég er með fleiri börn og heimili að reka, auk húsnæðis-
og námslánaskulda. Við skrimtum en hvað með öll hin
börnin sem eiga foreldra sem gera það ekki, hvernig fara
þeir að þetta haustið og hvað fá börnin þeirra að gera fyrir
utan að mæta í skólann? Væri ekki bara betra að sleppa
barnabótum og hafa tómstundastarf, dagvistun og læknis-
þjónustu fyrir börn gjaldfrjálst? ingveldur@mbl.is
Ingveldur
Geirsdóttir
Pistill
Barnabætur yfir í betri þjónustu
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
FRÉTTASKÝRING
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Miklum umhverfislegumávinningi má ná meðþví að auka notkunlandrafmagns um borð
í skipum í höfn. Nýta skipin sér þá
innlenda raforku sem framleidd er á
umhverfisvænan og endurnýj-
anlegan máta í stað þess að brenna
skipaolíu í ljósavélum sínum. Þetta
er niðurstaða Darra Eyþórssonar
umhverfisverk-
fræðings sem
gerði forkönnun á
aukinni notkun
endurnýjanlegra
orkugjafa við
Faxaflóahafnir.
Nú þegar
nýta innlend
fiskiskip og tog-
arar sér þessa
þjónustu, en raf-
dreifikerfi hafn-
anna var hannað með það í huga að
þjónusta þessi skip. Til að auka megi
sölu á raforku til annarra og orku-
frekari skipa sem hafnirnar sækja
þarf að endurhanna og uppfæra nú-
verandi dreifikerfi. Á það bæði við
um rafdreifikerfi hafnanna og dreifi-
kerfi Veitna ohf., sem flytur orkuna
til þeirra. Ef það væri gert væri
hægt að tengja önnur skip við raf-
orkukerfið, svo sem flutningaskip,
skemmtiferðaskip, tankskip og
rannsóknarskip. Hið endurnýjaða
kerfi þarfnast hærri spennu svo
unnt sé að flytja nægt rafmagn um
borð í þessi skip.
Kostnaðarsamar breytingar
Niðurstaða könnunar Darra er
sú að með auknum landtengingum í
höfnum Faxaflóahafna mætti draga
úr losun gróðurhúsalofttegunda við
hafnirnar sem nemur allt að 17,5 kt
CO2-ígilda(koldíoxíðs) á ári, en það
samsvarar 3,9% heildarútstreymis
frá íslenskum sjávarútvegi. Að auki-
myndu þessar aðgerðir draga úr út-
streymi annarra mengunarefna og
svifryks svo nemur fjölda tonna á
ári.
Fram kemur í skýrslu Darra að
kostnaður við nauðsynlegar end-
urbætur á rafdreifikerfinu til að
unnt sé að ná þessum umhverfislega
ávinningi sé verulegur, eða um 5,5
milljarðar króna samkvæmt laus-
legri kostnaðaráætlun. Hagnaður af
sölu rafmagns muni ekki einn og sér
geta staðið undir svo umsvifamiklum
innviðafjárfestingum, miðað við nú-
verandi skipakomur og gjaldskrá
raforku.
„Til að auknar landtengingar
skipa í höfn verði að veruleika er því
ljóst að til þarf að koma stuðningur
frá stjórnvöldum. Sá stuðningur
verður bæði að vera fjárhagslegur til
að styðja við innviðauppbyggingu
sem og lagalegur til að tryggja lág-
marksnotkun kerfisins og festa
landtengingarvenjur í sessi,“ segir
Darri. Segir hann að ávinningur
stjórnvalda af auknum landteng-
ingum skipa sé tvíþættur. Í fyrsta
lagi leiði aðgerðirnar af sér samdrátt
í útstreymi gróðurhúsalofttegunda
og geta því verið hluti af aðgerðum
íslenskra stjórnvalda til að uppfylla
skuldbindingar sínar gagnvart al-
þjóða loftslagssamningum, s.s. Par-
ísarsamkomulaginu. Bendir hann á
að í sóknaráætlun Íslands í loftslags-
málum komi m.a. fram það markmið
Íslendinga að draga úr losun kol-
díoxíðs(CO2) í sjávarútvegi um 40%
fyrir árið 2030.
Í öðru lagi muni aðgerðirnar
bæta loft- og vistgæði við umhverfi
hafnanna, sem mun auðvelda þá
uppbyggingu íbúðarbyggðar í
grennd við hafnarsvæði sem nú er á
skipulagsáætlunum Reykjavík-
urborgar.
Landtenging skipa
dregur úr mengun
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Mengun á sjó Mikil framför væri að því að tengja skemmtiferðaskip sem
hingað koma við rafmagnskerfið. Þá væri óþarft að hafa ljósavélar í gangi.
Darri
Eyþórsson
„Við erum að fara yfir skýrslu
Darra og þær tillögur sem
hann leggur fram. Við munum
fara eftir þeim eins og kostur
er,“ segir Gísli Gíslason, hafn-
arstjóri Faxaflóhafna.
Fram kemur í skýrslu Darra
að þróunin undanfarin ár sýni
að umhverfiskröfur fyrir skipa-
siglingar hafa aukist verulega
undanfarið, sérstaklega í Evr-
ópusambandinu og í nágranna-
löndum Íslands. Útlit sé fyrir
að þessar kröfur aukist enn
frekar á næstu árum og að æ
fleiri lönd marki sér skýra
stefnu um eldsneytisnotkun og
útblástur í mengunarlögsögu
sinni. „Við munum án vafa
senda ríkinu bréf þar sem ósk-
að verður eftir aðkomu þess ef
það er markmið að stuðla að
landtengingu stærri skipa.
Sama á við um harðari kröfur
um útblástur skipa innan efna-
hagslögsögunnar í takt við það
sem gerist erlendis,“ segir
Gísli.
Kröfurnar
hafa aukist
ÁHRIF SKIPASIGLINGA