Morgunblaðið - 08.09.2016, Side 19

Morgunblaðið - 08.09.2016, Side 19
19 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2016 Samtaka Skipverji á Mariu S. Merian kom málmstykki ekki inn í gám við skipshlið en hópnum tókst það. Ófeigur Opið bréf til félags- málaráðherra: Komdu sæl Eygló Harðardóttir – ég finn mig knúna til að senda þér nokkrar línur. Fyrir liggja drög að frumvarpi um breytingu á lög- um almannatrygg- inga. Ef ásetningur hefur verið að bæta kjör og afkomu aldr- aðra sem búa við þröngan kost – hef- ur hann snúist upp í andhverfu sína. Umræðan hér snýr að kerfisbreyt- ingu á kjörum og afkomu aldraðra, þ.e. fólks sem er komið á eftirlaun. Ljóst er að fyrirhugaðar breytingar, afnám allra frítekjumarka og að greiðslur frá Tryggingastofnun (TR) lækki um 45% af öllum samanlögðum tekjum öðrum – mun hneppa fleiri í skort og fátækt. Verði þessar breyt- ingar lögfestar mun það auka ójöfnuð og dýpka gjána milli ríkra og fá- tækra! Stefna stjórnvalda og markmið? Í frumvarpsdrögum eru mark- miðin skýr og sagt að efni frumvarps- ins byggist á stefnu stjórnvalda: Að styðja aldraða til sjálfsbjargar og hvetja til atvinnuþátttöku, einfalda almannatryggingakerfið og bæta samspil þess við lífeyrissjóðakerfið – ásamt því að auka stuðning við þann hóp aldraðra sem hefur mjög lágar eða engar tekjur sér til framfærslu aðrar en bætur almannatrygginga. Ennfremur segir: „Markmið er að sem flestir aldraðir framfleyti sér sjálfir með tekjum sínum, einkum úr lífeyrissjóðum eða vinnutekjum. Þeir sem geta það ekki fái greiddar bætur frá almannatryggingum í samræmi við lögbundin réttindi“ (bls. 6). Hvað þýða þessi markmið í raun? Hvaða kjör er verið að tryggja hinum verst settu? Hér er boðað að steypa saman núgildandi lífeyr- isflokkum almannatrygg- inga, þ.e. grunnlífeyri, tekjutryggingu og uppbót til framfærslu, í einn flokk sem kalla á ellilíf- eyri. Þetta eru sömu líf- eyrisflokkar og upphæð sem aldraðir og örykjar hafa til framfærslu í dag – þeir sem einungis hafa laun frá TR, þ.e. 212.776 kr. Af þeirri upphæð tek- ur hið opinbera rúmar 27.000 krónur í staðgreiðslu, þá er persónuafsláttur nýttur. Rauntekjur hinna verst settu sem þurfa að setja allt sitt traust á velferðarkerfið er 186.000 kr. á mán- uði til framfærslu. Þeir sem búa einir geta sótt um heimilisuppbót. Með boðuðum breytingum á ekki að hækka laun þessa hóps um krónu – þó að þekkt sé að slík kjör hneppi fólk í skort og fátækt! Í drögum ráðherra til breytinga á almannatryggingum er ætlunin að hækka greiðslur TR til allra aldraðra og öryrkja í 212.776 kr. á mánuði. Þessi breyting nær til lífeyrisþega sem hafa tekjur umfram greiðslur TR. Með afnámi allra frítekjumarka, m.a. lífeyrissjóðstekna, atvinnutekna og 45% skerðingu á greiðslur TR vegna annarra tekna – mun þessi hækkun brenna hratt upp. Hér er gefið með annarri hendinni og tekið með hinni. Hér á einnig að höggva í grunnstoðir almannatrygginga, grunnlífeyri, og fella inn í nýjan líf- eyrisflokk – ellilífeyri – og skerða um 45%. Staðreynd er að árið 2015 fengu 93,5% aldraðra óskertan grunnlífeyri og svipað hlutfall fyrri ár. Upphæðin er tæplega 40.000 kr. og skerðist að fullu á skömmum tíma ef aðrar tekjur koma til. Það mun koma hart niður á fólki. Eftirlaunakerfið byggist á tveimur stoðum Við skulum halda því til haga að eftirlaunakerfi aldraðra byggist á tveimur stoðum, þ.e.: Almannatrygg- ingum og eftirlaunum frá lífeyr- issjóðum, þ.e. lífeyrissparnaði fólks til efri ára sem lagður er fyrir af laun- um á vinnumarkaði og lífeyrissjóð- irnir ávaxta. Því skal haldið til haga að á sjöunda áratugnum var ákveðið að lífeyrissjóðir yrðu viðbótasjóðir við almannatryggingar. Sumir nefna séreignasparnað sem þriðju stoðina. Það er alrangt! Hafa skal í huga að fjöldi fólks á láglaunavinnumarkaði, hefur ekki laun til framfærslu hvað þá til að leggja fyrir í séreignasparn- að. Það skýtur því skökku við – að í þessu frumvarpi er séreignasparn- aður stikkfrír og skerðir ekki greiðslur almannatrygginga. Það er þekkt að þeir, sem hafa haft háar tekjur, fá háar greiðslur úr lífeyr- issjóði og eiga mestan séreigna- sparnað, þeir halda öllu sínu. Þetta eykur ójöfnuð og dýpkar gjána milli ríkra og fátækra á Íslandi. Einföldun almannatrygginga Í boðuðum kerfisbreytingum ráð- herra er ætlunin að einfalda al- mannatryggingakerfið og bæta sam- spil þess við lífeyrissjóðakerfið. Hér komum við að kjarna málsins. Afnám allra frítekjumarka og 45% skerðing allra annarra tekna lækkar greiðslur Tryggingastofnunar og eru helstu tækin sem beita á. Í drögum þessa frumvarps til laga um breytingu á al- mannatryggingum kemur fram í töflu eitt um lífeyrissjóðstekjur (bls. 13) – að aldraðir með 50.000 til 350.000 króna greiðslur úr lífeyr- issjóði – halda sáralitlu eftir vegna af- náms frítekjumarka og 45% skerð- ingarákvæðis. Ævisparnaðurinn brennur upp! Taflan sýnir ein- stakling sem býr einn og fær 350.000 kr. greiðslu og heldur eftir 20.000 krónum af lífeyrissjóðstekjum sínum. Er þetta ekki klár eignaupptaka á líf- eyrissjóði aldraðra? Hvernig á að styðja aldraða til atvinnuþátttöku? Stefnumótun stjórnvalda og mark- mið eru skýr – en hvaða möguleika hefur fólk til að bæta stöðuna? Í dag getur eftirlaunafólk verið í hluta- starfi ef heilsan leyfir og aflað sér 109.000 kr. tekna án þess að upp- hæðin skerði greiðslur Trygg- ingastofnunar, þ.e. frítekjumörk at- vinnutekna. Þessum möguleika á að kippa út. Að afnema frítekjumörkin þýðir að 45% atvinnutekna lækka greiðslur aldraðra frá Trygg- ingastofnun – síðan tekur ríkið 37,13% í staðgreiðslu og 5% fara í líf- eyrissjóð og félagsgjald. Afgangur launa dugir ekki fyrir ferðakostnaði til og frá vinnu! Í frumvarpsdrögum ráðherra til breytinga á almannatryggingum kemur skýrt fram í töflu þrjú (bls. 14), að aldraðir með atvinnutekjur koma verr út í nánast öllum tilfellum samkvæmt nýju reglunum – heldur en samkvæmt gildandi reglum og lögum í dag. Aldraðir með 350.000 í atvinnutekjur – sama hvort það er einhleypur einstaklingur eða í sam- búð – standa uppi með 20.000 kr. í mínus. Þannig virkar stuðningur stjórnvalda og hvati til atvinnuþátt- töku! Verður framvindan stöðvuð eða sultarólin hert? Markmið með breytingu á al- mannatryggingum og kjörum aldr- aðra eru skýr – hópar fólks hafa enga möguleika til að bæta afkomu sína og kjör. Ljóst er að eftirlaunafólk verð- ur í verri stöðu ef frumvarpið verður að lögum og skrefið stutt í skort og fátækt. Þá er ljóst að sérfræðingar ráðherra hafa ekki treyst sér til að segja að fyrirhuguð kerfisbreyting bæti kjör og afkomu aldraða. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að sett verði ákvæði til bráðabirgða um endurútreikning sem feli í sér sam- anburðarreglu, þ.e.: Komi í ljós að réttindi aldraðra og greiðslur sam- kvæmt nýjum reglum – verði lægri en samkvæmt gildandi lögum al- mannatrygginga 2016 – þá fær við- komandi ellilífeyrisþegi þann mis- mun greiddan út eftir á. Þetta er gert í því skyni að koma í veg fyrir að aldr- aðir, hinir tekjulægstu, komi verr út við breytingarnar (bls. 14). Flóknara getur kerfið varla orðið – en að það þurfi að endurreikna árstekjur hvers og eins ellilífeyrisþega eftir á til að finna út hvort viðkomandi hafi skað- ast fjárhagslega á nýjum og breytt- um reglum. Mín niðurstaða er að boðaðar breytingar um almannatryggingar og kjör aldraðra munu herða sultaról hinna verst settu og njörva fjölda fólks í fátæktargildru – því verður að afstýra. Ég skora á ráðherra að stoppa fyrirhugaðar breytingar á lögum áður en skaðinn er skeður! Núverandi kerfi er bæði skiljanlegra og skilvirkara. Því er skorað á ráð- herra að halda grunnlífeyri óbreytt- um sem rúmlega 90% aldraðra njóta óskerts, frítekjumörk atvinnutekna verði óbreytt og frítekjumörk lífeyr- issjóðsgreiðslna verði hækkuð til samræmis við hin fyrrnefndu – í fyrstu lotu. Það mun draga úr fátækt og skorti! Eftir Hörpu Njáls » Ljóst er að eft- irlaunafólk verður í verri stöðu ef frum- varpið verður að lögum og skrefið stutt í skort og fátækt. Harpa Njáls Höfundur er sérfræðingur í velferð- arrannsóknum og félagslegri stefnu- mótun. Hvert er markmið breytinga á lögum um kjör aldraðra? Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp til laga um endurgreiðslur 25% kostnaðar vegna framleiðslu hljómrita. Frumvarpið byggir á sömu hugmynd um endurgreiðslu hluta kostnaðar og kvik- myndagerðin hefur notið um árabil og lað- að hefur til landsins tugmilljarða veltu vegna erlendra kvikmynda, jafnhliða því að auka veltu vegna innlendra kvikmynda sem orðið hafa að veruleika fyrir tilstuðlan þess hvata er hér um ræðir. Frumvarpið felur í sér viðleitni til að efla tónlist- ariðnaðinn á Íslandi, viðhalda og auka þá tækniþekkingu og tæknium- hverfi sem nauðsynlegt er til nú- tímalegrar hljómritavinnslu, fjölga gerð innlendra hljómrita og til að gera Ísland samkeppnishæfan og eftirsóknarverðan valkost fyrir er- lenda tónlistarframleiðendur, upp- tökustjóra og listamenn. Vegur íslenskrar tónlistar hefur á undanförnum árum vaxið verulega á heimsvísu á sama tíma og hagrænar forsendur til framleiðslu nýrrar tón- listar hafa fjarað út með tilkomu netleiða sem ýmist fara eftirlitslaust á svig við gjaldtöku eða bjóða tón- listarneytendum ómælt framboð tónlistar gegn örgjaldi. Ætla má að markaðurinn og ríkjandi tækni á tónlistarmarkaði muni á nokkurra ára tímabili ná að leiðrétta sig og fín- stilla, að ólögmætum viðskiptahátt- um verði hafnað og að sammælst verði um sanngjörn kjör, jafnt fyrir skapendur sem neytendur. Fyrr- nefnd lagasetning er hugsuð til næstu fimm ára. Henni er ætlað að auka samkeppnishæfni Íslands á sviði tónlistarframleiðslu, efla hér þekkingu og tækniframfarir, fjölga innlendum tónlistarverkefnum sem erlendum og laða hingað aukna veltu í greininni, samfélaginu öllu til hags- bóta. Eftir Ragnheiði Elínu Árnadóttur og Jakob Frímann Magnússon » Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp til laga um endurgreiðslur 25% kostnaðar vegna fram- leiðslu hljómrita. Ragnheiður er iðnaðar- og við- skiptaráðherra. Jakob Frímann er tónlistarmaður. Ragnheiður Elín Árnadóttir Jakob Frímann Magnússon Ísland verði tónlist- arframleiðendum fýsilegur valkostur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.