Morgunblaðið - 08.09.2016, Síða 20
20 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2016
GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND utilif. is
Á
R
N
A
S
Y
N
IR
Kíkið á verðin eftir
tollalækkun
Æfingapeysa, hálfrennd
6.990 kr.
íþróttafatnaður
stærðir 36-46
Selhella 13 | 221 Hafnarfjörður | Sími 564 1400 | kerfi@kerfi.is | kerfi.is
Fagleg & persónuleg þjónusta
Dæmi:
LIRIKA black
Frábær kaffivél
fyrir lítil fyrirtæki
3.600,- án VSK
Þjónusta- & leigugjald á mán.
Drykkjarlausnir fyrir þitt fyrirtæki
Hagkvæmara en þú heldur!
Ágæti kjósandi.
Næsta laugardag
fer fram prófkjör
Sjálfstæðisflokksins í
Suðvesturkjördæmi
fyrir komandi alþing-
iskosningar í. Ég hvet
þig til þess að taka
þátt í prófkjörinu og
nýta þannig rétt þinn
til þess að velja full-
trúa sem þú treystir til
að axla þá ábyrgð sem því fylgir að
vera kjörinn fulltrúi til setu á Al-
þingi Íslendinga.
Mikilvægasta verkefnið á kom-
andi misserum verður að tryggja
áframhaldandi styrka hagstjórn þar
sem áhersla er lögð á jöfnuð og rétt-
læti með langtímahagsmuni hins al-
menna launþega í fyrirrúmi.
Ég tel að reynsla mín af sveit-
arstjórnarmálum geti nýst vel á Al-
þingi. Undanfarin sex ár hef ég verið
bæjarfulltrúi í Hafnarfirði og hef í
störfum mínum öðlast víðtæka þekk-
ingu á fjölmörgum málaflokkum sem
snúa að hagsmunum íbúa og um-
hverfis. Ég er nú formaður umhverf-
is- og framkvæmdaráðs, varafor-
maður í fjölskylduráði, formaður
verkefnisstjórnar um byggingu
hjúkrunarheimils og formaður
starfshóps um uppbyggingu á Ás-
völlum.
Á liðnum vikum hef ég skrifað um
þau áhersluatriði sem ég mun beita
mér fyrir að fái ég til þess stuðning:
Lækkun trygg-
ingagjalds en það var
hækkað um 40% til að
mæta atvinnuleysi eftir
efnahagshrun
Lögfestan rétt
barna til dagvistunar
frá 12 mánaða aldri
Að eldri borgarar
og öryrkjar njóti að
fullu eigin atvinnutekna
án þess að komi til
skerðingar á bóta-
greiðslum
Ég gef kost á mér í 2.-4. sæti í
komandi prófkjöri Sjálfstæð-
isflokksins hinn 10. september og
óska eftir stuðningi þínum til góðra
verka. Frekari upplýsingar um mig
og helstu áherslur mínar er að finna
á xd.is/profkjor og facebook síðu
minni https://www.facebo-
ok.com/1312.is/
Bestu kveðjur.
„Árangur
fyrir fólkið“
Eftir Helgu
Ingólfsdóttur
Helga Ingólfsdóttir
»Mikilvægasta verk-
efnið á komandi miss-
erum verður að tryggja
áfram styrka hagstjórn á
Íslandi með áherslu á
langtímahagsmuni hins
almenna launþega.
Höfundur er bæjarfulltrúi og fram-
bjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokks-
ins í Suðvesturkjördæmi.
Á útmánuðum 1986
hóf ég störf á Sjónvarp-
inu. Þá var bara ein
sjónvarpsstöð, útsend-
ingar voru sex daga
vikunnar, ellefu mán-
uði á ári. Ingvi Hrafn
Jónsson, fréttastjóri
Sjónvarps, hafði beðið
mig að koma til starfa.
Þjóðin var að brjóta af
sér hlekki ríkisein-
okunar Ríkisútvarps.
Bylgjan fór í loftið í ágúst 1986 og í
október hóf Stöð 2 útsendingar þar
sem Páll Magnússon stýrði frétta-
stofu með styrkri hendi. Tveir af-
burðamenn sem allar götur síðan
hafa sett svip sinn á ís-
lenska ljósvakamiðla.
Páll fékk mig til starfa
á Stöð 2 á útmánuðum
1989. Þá hófst samstarf
okkar og vinátta sem
aldrei hefur slitnað.
Þetta voru skemmti-
legir tímar, samkeppni
um fréttir hörð. Páli
var treyst til að stýra
Stöð 2 og síðar Rík-
isútvarpinu, farsæll og
öflugur. Hann hefur
um áratuga skeið verið
sá fréttamaður sem mest trausts
hefur notið og marga glímuna tekið á
öldum ljósvakans. Ávallt traustur,
trúverðugur og sanngjarn. Páll
Magnússon er án vafa öflugasti
fréttamaður sinnar tíðar auk þess að
stýra þessum tveimur stærstu ljós-
vakamiðlum landsins.
Nú er Páll kominn í pólitík, er í
framboði í prófkjöri Sjálfstæð-
isflokksins í Suðurkjördæmi. Að
mínu viti er mikill ávinningur af inn-
komu Páls í pólitík. Þjóðin þarf festu
og traust fólk á Alþingi. Ekki spillir
að Palli er lipur skákmaður! Um það
getur Garry Kasparov vitnað!
Páll Magnússon í pólitík
Eftir Hall Hallsson »Páll Magnússon er án
vafa öflugasti frétta-
maður sinnar tíðar.
Hallur Hallsson
Höfundur er fréttamaður
og sagnfræðingur.
Svo vel þykist ég
þekkja þjóð mína að
hún mun ekki veita
Pírötum það braut-
argengi sem hún hef-
ur gert í skoð-
anakönnunum
undanfarin misseri.
Ástæðan er einföld
þegar á reynir. Pí-
ratar standa ekki
fyrir neitt og ef þeir
komast í stjórn-
unarstöður ætla þeir að gera eitt-
hvað. Gera eitthvað. Hvaða vit-
leysa er þetta?
Píratar virðast hafa litla reynslu
og lítið verkvit, stundum tefla þeir
fram brjóstviti sem virðist slasað.
Grundvöllurinn fyrir sjálfstæði og
stjórn sjálfstæðrar þjóðar er
stefna, markmið, metnaður – jafn-
vægi í hlutum, fjármálum sem
framkvæmdum miðað við það sem
þjóðin hefur úr að spila. Þar reynir
á seiglu og þol því fátt er einfalt.
Við Íslendingar höfum yndi af sér-
stæðum persónuleikum og það er
fullt af þeim í safni Pírata. Á ein-
um fundi þeirra hafði einn á orði
að þeir yrðu að gera eitthvað snið-
ugt. Eftir stundarþögn sagði ann-
ar: Fríar tannviðgerðir. Frábært,
sagði leiðtoginn. Hver á að borga
11 milljarða kostnað? spurði annar.
Útgerðin, svaraði leið-
toginn, ekkert mál.
Maður spyr í hvaða
veröld þetta blessað
fólk lifir. Kannski ein-
hverju eins og Bakka-
bræður sem fengu sér
kött, en vissu ekki
hvað hann æti. Bónd-
inn á næsta bæ sagði
þeim að kötturinn æti
allt. Þá fóru þeir heim
og drápu köttinn svo
hann æti þá ekki
sjálfa.
Verðmætin á bak við Pírata sem
stjórnmálaafl eru því miður engin,
þeir eru góðir spjallarar, lausir og
liðugir og hafa áhuga á tölvuteng-
ingum, en pólitísk stefna þeirra er
efnisminni en nýju fötin keisarans.
Það þarf burð, myndugleika,
markmið og fylgni, þolinmæði og
þrautseigju til þess að stjórna
landi okkar. Andstæðan við Pírata
er til dæmis Sigurður Ingi Jó-
hannsson forsætisráðherra sem
hefur leyst hlutverk sitt frábær-
lega vel og áttar sig á því hvað það
skiptir miklu máli að hafa tón sem
getur skapað þjóðarsátt um leiðir
og lausnir.
Nei, kæru landar, hættum að
æra óstöðuga, minnkum að hampa
Pírötum þannig að sumir frétta-
menn góna upp í þá eins og naut á
nývirki og halda að þeir séu að
höndla sannleikann og hamingjuna
einu sönnu og fólk getur algjörlega
ruglast í ríminu.
Yndisleg persóna, Sölvi Helga-
son, frægasti flökkumaður Íslands,
kom gjarnan út á hlað þar sem
skotið var yfir hann skjólshúsi og
sagði með miklum brag: Hvar
skyldu bátar mínir róa í dag?
Hann átti auðvitað enga báta, en
bar sig vel og það er gott, en
þannig er nú útgerðin Píratanna,
draumur um eitthvað.
Stjórnmálaflokkarnir íslensku
eru umdeildir, en flestir hafa bát
að róa á og stefnumið. Það þarf að
rækta.
Því miður eru leikfélagarnir í Pí-
rötum ósamstæðari en flest og víst
er að nýju fötin keisarans eru
varla á vetur setjandi.
Píratar í nýju
fötum keisarans
Eftir Árna Johnsen » Verðmætin á bak við
Pírata sem stjórn-
málaafl eru því miður
engin, þeir eru góðir
spjallarar, lausir og lið-
ugir og hafa áhuga á
tölvutengingum.
Árni Johnsen
Höfundur er fv. alþingismaður og
gefur kost á sér í prófkjöri Sjálfstæð-
isflokksins á Suðurlandi.
Við sjálfstæð-
ismenn trúum á
frjálsa samkeppni,
þar sem farið er eftir
réttum leikreglum.
Við vitum að hún
eykur framboð af
vöru og lækkar verð.
Þeir sem standa sig
best dafna en hinir
síður. Við trúum líka
að einkaframtakið
leysi mjög mörg
verkefni mun betur en ríkið og vit-
um jafnframt að ríkið er ennþá að
vafstra í allt of mörgu. Illa reknar
stofnanir, óskilvirkir eftirlitsaðilar
og skortur á skilgreiningu á um-
fangi ríkisafskipta kallar á meira
skattfé. Við trúum því að það fé sé
betur komið í höndum ein-
staklingsins. Það er sannarlega
þörf á skattalækkunum, á því leik-
ur enginn vafi.
Lífseig mismunun kynjanna
Á tímum samkeppni hefði mátt
ætla að nú væri búið að hreinsa út
óútskýrðan launamun kynjanna,
óværuna sem er svo lífseig. Könn-
un sem BHM lét gera bendir til
þess að óútskýrður
launamunur kynjanna
sé nú 12% þar sem
hallar á konur. Meðal
svarenda sem störfuðu
hjá ríki og hjá sveit-
arfélögum öðrum en
Reykjavíkurborg jókst
kynbundinn launamun-
ur milli kannana en
minnkaði meðal svar-
enda sem störfuðu hjá
Reykjavíkurborg og
einkafyrirtækjum. Já,
þið tókuð rétt eftir,
munur jókst innan stofnana sem
lúta þeim sem settu m.a. jafnrétt-
islögin. Þetta þýðir á mannamáli
að þegar konur fara út í búð að
versla fyrir launin sín þurfa þær í
raun að greiða hærra verð en karl-
arnir fyrir hverja einustu vöru.
Það sama á við um önnur útgjöld
konunnar. Ennþá þarf að berjast.
Gætum við til að mynda hugsað
okkur átak þar sem verslanir verð-
merkja vörur í karla- og kvenna-
krónum til þess að glöggt megi sjá
hvað varan kostar miðað við kaup-
mátt, eftir því hvort kynið á í hlut?
Þannig mætti hugsa sér að mat-
vöruverslun verðmerkti 1 lítra af
mjólk með tvennum hætti: 142
krónur og 158 kvennakrónur. Bíla-
umboð auglýsti fjögurra manna
fólksbíl á 5,2 milljónir króna og 5,8
milljónir kvennakróna.
Stöndum saman
Eitt er víst, að orðin ein duga
ekki og okkur miðar ekki nægilega
hratt í jafnréttisátt. Ég get ekki
hugsað mér tengdadætur eða son-
ardætur mínar þurfa að versla í
kvennakrónum næstu áratugina.
Við konur eigum að standa saman,
en karlarnir líka. Það er löngu við-
urkennt að konur eru síður en svo
lakari starfskraftur og oft betri.
Það eru því lélegir viðskiptamenn
og stjórnendur sem láta óút-
skýrðan launamun viðgangast í
sínu fyrirtæki eða stofnun.
Kvennakrónur og karlakrónur
Eftir Elínu Hirst
Elín Hirst
» Það eru því lélegir
viðskiptamenn og
stjórnendur sem láta
óútskýrðan launamun
viðgangast í sínu fyr-
irtæki eða stofnun.
Höfundur er alþingismaður.