Morgunblaðið - 08.09.2016, Qupperneq 21
UMRÆÐAN 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2016
Stjórnvöld eiga að
búa öllum atvinnu-
greinum skýrt og
stöðugt starfsum-
hverfi til langs tíma.
Skattkerfið og reglu-
verk atvinnulífsins á
að vera einfalt og
sanngjarnt og stuðla
að fjárfestingum og
eðlilegri samkeppni.
Ráðdeild og ábyrgur rekstur í
fjármálum ríkisins er megin for-
senda stöðugleika. Aðeins þannig
geta vextir hér á landi lækkað,
heimilum og atvinnulífinu til hags-
bóta. Öflugt atvinnulíf er forsenda
framfara og undirstaða velferð-
arkerfisins. Innviðir samfélagsins
skipta atvinnulífið miklu máli og
brýnt að tryggja
örugga uppbyggingu
þeirra um land allt.
Ferðaþjónusta til
framtíðar
Engum dylst að
ferðaþjónustan er
orðin einn af mátt-
arstólpum íslensks at-
vinnulífs. Gjaldeyr-
istekjur í
ferðaþjónustu námu
um 370 milljörðum
króna á árinu 2015 og
á árinu 2017 stefnir í að gjaldeyr-
istekjur ferðaþjónustunnar verði
hærri en af sjávarútvegi og stór-
iðju til samans. Það er því mik-
ilvægt að við verndum þá upplifun
sem ferðamenn eru að sækja í.
Með því á ég við að huga verði að
því að sumir ferðamannastaðir eru
komnir að þolmörkum og nauðsyn-
legt að ráðast í viðeigandi upp-
byggingu á þeim fjölförnustu. Við
erum svo sannarlega komin af
stað í þeirri uppbyggingu – en
betur má ef duga skal. Ég tel að
við verðum líka að horfast í augu
við það að sumir staðir þola ekki
meiri ágang. Bæði landsins vegna
en ekki síst til að vernda upplif-
unina sem við erum í raun að
bjóða ferðamönnum upp á. Tak-
mörk eru fyrir því hvað staðirnir
bera og þeirri spurning þarf að
velta upp hvenær uppselt er á
Gullfoss, Geysi, Þingvelli, Land-
mannalaugar eða aðra staði þar
sem ásókn er mikil. Góður frétt-
irnar eru þær að við erum svo rík
af fallegri náttúru að vel er hægt
að beina hluta af ferðamanna-
straumnum annað.
Skapandi greinar eru
ört vaxandi hluti atvinnulífins
Aukinn ferðamannastraumur
býður upp á mikil tækifæri fyrir
skapandi greinar. Hönnun, listir
og menning blómstrar. Þó að lang-
flestir ferðamenn komi til að njóta
náttúrunnar þá eru þeir líka
margir sem sækja landið heim
vegna áhuga á íslenskri sögu og
menningu. Tækifærin í upplifunar-
iðnaðinum eru mýmörg með teng-
ingu við náttúru, menningu, listir
og sögu. Ef okkur auðnast að
grípa þessi tækifæri er hægt að
skapa aukna hagsæld og efla vel-
ferð þjóðarinnar. Með því að
virkja þekkingu og hugvit íslensku
þjóðarinnar eru okkur allir vegir
færir.
Atvinnulíf – undirstaða öflugs samfélags
Eftir Bryndísi
Haraldsdóttur
» Öflugt atvinnulíf er
forsenda framfara
og undirstaða velferð-
arkerfisins. Ferðaþjón-
usta er orðin einn af
máttarstólpun íslensks
atvinnulífs.
Bryndís Haraldsdóttir Höfundur er formaður bæjarráðs
Mosfellsbæjar og frambjóðandi í
prófkjöri sjálfstæðismanna í Suðvest-
urkjördæmi sem fram fer 10. sept-
ember nk.
Á haustdögum 2015
var undirritaður þjóð-
arsáttmáli um læsi og
voru það fulltrúar
allra 74 sveitarfélaga
landsins ásamt
mennta- og menning-
armálaráðherra og
fulltrúum Heimilis og
skóla sem undirrituðu
sáttmálann. Markmið
þjóðarsáttmálans er
að öll börn geti við lok grunnskóla
lesið sér til gagns og er verkefnið
hluti af aðgerðaáætlun sem unnin
var í kjölfar Hvítbókar mennta- og
menningarmálaráðherra um um-
bætur í menntun. Ekki er litið á
þjóðarsáttmálann sem tímabundið
átak heldur er markmiðið að
byggja sterkan grunn fyrir umbæt-
ur í menntakerfinu þannig að nem-
endur njóti góðs af. Með undirritun
sáttmálans staðfesta aðilar hans
sameiginlegan skilning á mikilvægi
læsis til virkrar þátttöku í sam-
félaginu þannig að hver og einn
geti nýtt hæfileika sína samfélaginu
öllu til velferðar.
Læsissáttmáli
Heimilis og skóla
Fulltrúar Heimilis og skóla eru
aðilar að þjóðarsáttmála fyrir hönd
foreldra en mikilvægt er að allir
taki höndum saman til að efla læsi
barna í landinu. Samtökin gerðu
samning við mennta- og menning-
armálaráðuneyti í janúar 2016 um
að útbúa Læsissáttmála fyrir for-
eldra. Meginmarkmið samkomulags
ráðuneytisins og Heimilis og skóla
eru að:
Stuðla að aukinni lestrarfærni
barna og unglinga með þátttöku og
stuðningi foreldra við framkvæmd
þjóðarsáttmála um
læsi.
Útbúa Læsissátt-
mála fyrir foreldra og
kennara og innleiða
hann í skóla landsins.
Auka vitund for-
eldra um ábyrgð
þeirra gagnvart læsi
barna sinna.
Virkja foreldra í að
styðja við læsi og
lestrarþjálfun barna
sinna.
Auka samstarf
skóla og foreldra um læsisnám
barna.
Við undirbúning Læsissáttmála
var settur saman rýnihópur fag-
fólks sem kom m.a. frá Kenn-
arasambandi Íslands, Mennta-
vísindasviði Háskóla Íslands,
menntasviði Reykjavíkurborgar,
Menntamálastofnun o.fl. sem unnu
að gerð sáttmálans ásamt starfs-
fólki Heimilis og skóla. Einnig var
hann sendur víðar til yfirlestrar og
var því haft um hann víðtækt sam-
ráð.
Fjölbreytt efni
Sáttmálanum fylgir fjölbreytt
efni en auk veggspjalds, leiðbein-
inga og ítarefnis er hægt að fá
kynningarbækling, lestrarhefti til
að kvitta í fyrir upplestur, bóka-
merki og ísskápssegla. Verk-
efnastjórar Heimilis og skóla eru
um þessar mundir á ferð um landið
í þeim tilgangi að kynna Læsissátt-
málann og fræða um mikilvægi for-
eldra þegar kemur að læsi og
lestrarþjálfun barna. Haldnir verða
hátt í 50 kynningarfundir víðs veg-
ar um land á árinu og er það von
okkar að sem flestir sjái sér fært
að nýta þá og fræðast um lestur og
læsi. Í boði eru gagnlegar upplýs-
ingar, ábendingar og efni sem nýt-
ist foreldrum og kennurum. Einnig
er hægt að panta efnið hjá Heimili
og skóla eða sækja það á heima-
síðu okkar, heimiliogskoli.is, og
leggja fyrir bekkjarforeldra.
Við getum náð árangri saman
Með innleiðingu Læsissáttmála
er höfðað til samtakamáttar og
samábyrgðar foreldra. Sáttmál-
anum svipar til Foreldrasáttmála
Heimilis og skóla sem notið hefur
mikilla vinsælda. Læsissáttmálinn
inniheldur sex atriði um lestur og
læsi sem rædd eru á fundi bekkj-
arforeldra með umsjónarkennara.
Á fundinum er ítarefni dreift til
foreldra þar sem farið er nánar í
hvert atriði. Þegar umræður hafa
farið fram og foreldrar borið sam-
an bækur sínar um hvað þeim
finnst mikilvægt í þessu samhengi
er sáttmálinn undirritaður og
hengdur upp, yfirleitt í skólastofu
barnanna. Þannig eru umræðurnar
rammaðar inn á táknrænan hátt og
sýnilegar nemendum. Markmiðið
með sáttmálanum er að hann verði
notaður reglulega um land allt sem
liður í að efla læsi barna á Íslandi
og einnig að hann stuðli að því að
styrkja samstarf heimila og skóla í
landinu.
Lestur er ævilöng iðja
Eftir Hrefnu
Sigurjónsdóttur » Gott læsi er grunnur
alls náms og for-
senda virkrar þátttöku í
lýðræðissamfélagi.
Heimili og skóli hafa nú
gefið út Læsissáttmála
fyrir foreldra.
Hrefna Sigurjónsdóttir
Höfundur er framkvæmdastjóri
Heimilis og skóla – landssamtaka
foreldra.
www.smarativoli.is / Sími 534 1900 / Smáralind
SKEMMTUN FYRIR ALLA!
ER AFMÆLI
FRAMUNDAN?
VERÐ
FRÁ
1.99
0,-
STÓRAR
STELPUR
tískuvöruverslun
Hverfisgötu 105
www.storarstelpur.is
Munið bílastæði á bak við hús
Við erum á facebook
Fallegar
haustvörur
Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is
Innréttingar
Íslensk hönnun – þýsk gæði
EIRVÍK Innréttingar
Eirvík innréttingar eru hannaðar af íslenskum innanhússarkitektumog sérsmíðaðar
í fullkominni verksmiðju í Þýskalandi. Einingarnar koma samsettar til landsins sem
sparar tíma í uppsetningu og tryggirmeiri gæði.
Sérstaða okkar fellst í því að bjóða heildarlausn fyrir eldhúsið. Höfuðáhersla er
lögð á persónulega þjónustu og lausnir sem falla að þörfumog lífsstíl hvers og eins.
Líttu við hjá okkur og fáðu tilboð í innréttinguna og eldhústækin og tryggðu þér
raunveruleg gæði á réttu verði.
Hönnun og ráðgjöf á staðnum.