Morgunblaðið - 08.09.2016, Side 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2016
✝ Soffía Björg-úlfsdóttir
fæddist á Fljóts-
dalshéraði 10. febr-
úar 1921. Hún lést
á hjúkrunarheim-
ilinu Grund 3. sept-
ember 2016.
Foreldrar Soffíu
voru Björgúlfur
Gunnlaugsson bú-
fræðingur og Ólöf
Guðmundsdóttir
húsfreyja. Systkini Soffíu eru
Guðmundur, sem er látinn, og
eftirlifandi systur, Anna og
Helga.
Eiginmaður Soffíu var Jó-
hannes Stefánsson
framkvæmdastjóri. Jóhannes
var fæddur árið 1913 og lést ár-
á tvö börn, Atla og Rakel. Jó-
hannes var kvæntur Helgu
Þórðardóttur, þau skildu. Magn-
ús Þór er ókvæntur og barnlaus.
Soffía bjó mestallan sinn ald-
ur í Neskaupstað. Hún hlaut þar
sína grunnmenntun og lauk svo
hússtjórnarnámi frá Hússtjórn-
arskólanum að Eiðum. Fyrr á
árum stýrði hún gestkvæmu
heimili í tengslum við störf Jó-
hannesar en á þeim árum var
ekkert hótel á Norðfirði. Síðar
stýrði hún um tíma Hótel Eg-
ilsbúð og kenndi um árabil
hannyrðir við Gagnfræðaskól-
ann á Norðfirði. Soffía var mjög
fróð um ættir Austfirðinga og
undi sér gjarnan við saumaskap
og söfnun frímerkja. Soffía
hafði einstakt minni og fylgdist
af brennandi áhuga með stjórn-
málum, einkum á vinstri vængn-
um. Þá lék hún á yngri árum
með leikfélaginu á Norðfirði.
Útför hennar fer fram frá Há-
teigskirkju í dag, 8. september
2016, klukkan 13.
ið 1995. Jóhannes
og Soffía eiga tvo
syni. Valgarður Jó-
hannesson er
kvæntur Rós Nav-
art (Nonný). Val-
garður og Nonný
eiga einn son, Pét-
ur. Dóttir Péturs er
Ena. Ólafur Magn-
ús er kvæntur Þór-
dísi Stephensen.
Þeirra synir eru
Guðbjartur, Jóhannes Stefán og
Magnús Þór. Guðbjartur er
kvæntur Hugrúnu Hörn Guð-
bergsdóttur. Guðbjartur og
Hugrún eiga tvo syni, Guðberg
Óla og Mikael Bjart. Guðbjartur
og Hugrún misstu dótturina Álf-
rúnu Emmu árið 2010. Jóhannes
Mig langar með nokkrum orð-
um til þess að minnast Soffíu,
tengdamóður minnar. Soffíu
kynntist ég fyrst um jólin 1979
þegar þau hjón komu suður til
þess að eyða hátíðinni með son-
unum. Ég hafði þá nýlega flutt
inn á Ólaf í íbúð sem Soffía og Jó-
hannes áttu í Fellsmúla. Þessum
jólum og áramótum eyddum við
saman ásamt pabba og mömmu.
Alveg síðan þá má segja að Soffía
hafi átt stað í hjarta mínu. Ekki
svo að segja að við hefðum alltaf
verið sammála um alla hluti en
alltaf gátum við talað saman og
aldrei man ég eftir því að við rif-
umst eða að við skildum ekki
sáttar. Hún var góð tengda-
mamma og amma. Hún var alltaf
kát og glöð og aldrei nokkurn
tímann ætlaðist hún til meira en
henni var gefið. Þegar Jóhannes
veiktist tókst hún á við það af
þeim dugnaði sem fáum er gef-
inn. Ekki eitt skipti kvartaði hún
þótt oft hafi lífið verið erfitt og
þungt að horfa upp á maka sinn
þjást eins mikið og Jóhannes
mátti gera. Soffía lifði löngu og
góðu lífi og skilur eftir margar
góðar minningar í mínum huga.
Ég kveð Soffíu, tengdamóður
mína, með söknuði en líka með
miklu þakklæti fyrir allt.
Þórdís G. Stephensen.
„Elsku amma okkar. Við
kveðjum þig nú eftir að hafa
þekkt þig og umgengist allt okk-
ar æviskeið, sem þó spannar ein-
ungis um þriðjung af þínu. Við
vitum að þú hefur lifað löngu og
góðu lífi og skilur eftir þig fal-
legar minningar í okkar huga
sem og annarra, sem voru svo
lánsamir að fá að kynnast þér.
Sérstaklega minnumst við þess
hversu gaman var að koma til afa
og ömmu þegar við vorum krakk-
ar. Þá var manni alltaf fagnað
eins og stórstjörnu og dekrað við
mann með vínarbrauði og snúð-
um. Gleðin sem skein úr augum
ömmu og afa var svo ósvikin og
smitandi. Síðan var kveikt á Rík-
issjónvarpinu og krakkarnir sett-
ust niður og horfðu á það sem fyr-
ir augu bar með konfektmola í
munninum. Sem barn gat maður
ekki beðið um betri stað til að
koma á. Amma var kona sem stóð
alltaf fast á sínu og hafði mjög
ákveðnar skoðanir á því hvernig
heimurinn var og hvernig hann
ætti að vera. Sumir myndu segja
að hún hafi verið þrjósk og það
má kannski færa rök fyrir því að
svo hafi verið. En amma var góð,
heiðarleg og kom til dyranna eins
og hún var klædd. Hún var alltaf
til staðar fyrir mann þegar mað-
ur þurfti á henni að halda og tók
manni fagnandi. Takk fyrir allt
sem þú hefur gert fyrir okkur og
hvíldu í friði, elsku amma.
Jóhannes, Guðbjartur
og Magnús.
Barnshugurinn er einstaklega
opinn og hrifnæmur. Við minn-
umst þess hversu hugfangin við
vorum þegar við lifðum okkur inn
í mergjaða undraveröld Grimms-
ævintýra, urðum sem bergnum-
in. Gleðin og ánægjan sem af
hlaust hverfur ekki úr minni þó
liðin séu fjöldamörg ár.
Hliðstæð gleði og hamingjutil-
finning færist yfir þegar hugur-
inn leitar til dýrmætra minninga
um hamingjuríka ævintýraveröld
að sumarlagi, en frá átta til ellefu
ára aldurs dvaldi ég, Marteinn
Steinar, á heimili Soffíu, móður-
systur minnar, og Jóhannesar
Stefánssonar, eiginmanns henn-
ar, í Neskaupstað. Minningarnar
eru, líkt og með lestur Grimms-
ævintýra, töfrum líkastar; dorg-
veiðar á bryggjum bæjarins,
sundferðir, jafnvel tvisvar á dag,
knattspyrna, berjaferðir í fjallið
og svo má lengi telja. Jafn dýr-
mætar voru samvistir okkar
systkina við Ólöfu ömmu í Mið-
stræti, Helgu móðursystur og
Halldór, eiginmann hennar,
Halla, Bubba og Sigrúnu, börn
Helgu og Halldórs, Valla, son
Soffíu og Jóhannesar, ættingja
Jóhannesar og fjölmarga aðra.
Soffía og Jóhannes bjuggu
lengstum í Neskaupstað en fluttu
til Reykjavíkur fyrir um það bil
þrjátíu árum. Þau voru vinmörg
en á heimilið komu innlendir sem
erlendir gestir, enda var Jóhann-
es forystumaður í atvinnumálum
Norðfirðinga. Jóhannes lést árið
1995.
Nærvera Soffíu frænku var
ætíð samofin lífi okkar systkina.
Hún mætti í fjölskylduboðin og
eftir fráfall Jóhannesar, árið
1995, hittumst við á jóladag
heima hjá Soffíu í Bólstaðarhlíð-
inni. Þar var hangikjöt á borðum
ásamt einstaklega gómsætu
laufa- og flatbrauði sem Soffía
hafði útbúið, en hún var sannur
meistari í því sem hún tók sér
fyrir hendur. Þetta voru dýrmæt-
ar og góðar stundir.
Soffía var sérlega lífsglöð og
glæsileg kona, raungóð og rausn-
arleg í öllu. Hún hafði ákveðnar
skoðanir og var föst fyrir ef því
var að skipta.
Síðustu árin dvaldi hún á dval-
ar- og hjúkrunarheimilinu Grund
þar sem Anna, móðir okkar, dvel-
ur. Við minnumst Soffíu með hlý-
hug og þakklæti fyrir þær góðu
stundir sem við áttum með henni
öll okkar ár.
Það er undarlegt tómarúm
sem skapast þegar mikilvægt
fólk í lífi okkar kveður, einstak-
lingar sem hafa alla tíð verið til
staðar en þannig er það með
Soffíu frænku. Minningin um
Soffíu verður ekki afmáð heldur
varðveitt um ókomna tíð.
Soffía hefur nú að lokum feng-
ið kærkomna hvíld, en hún var
farin að kröftum í hárri elli.
Gengin er glæsileg og merk kona,
hvíli hún í Guðs friði.
Sonum hennar, Valgarði og
Ólafi, og fjölskyldum þeirra vott-
um við innilega samúð.
Marteinn Steinar Jónsson
og Margrét Jónsdóttir.
Höfðingskona ríkrar rausnar
og reisnar hefur lokið löngu og
farsælu lífsstarfi og ljúfar minn-
ingar vakna hjá þeim sem fengu
henni að kynnast. Ég fékk notið
kærra kynna við hana Soffíu
margoft þó efstar séu máski
minningarnar um hinar ógleym-
anlegu móttökur, sem ungi fram-
bjóðandinn hlaut hjá þeim hjón-
um, henni og Jóhannesi, á sinni
tíð. Hlý þökk til þessarar sóma-
konu hefur verið mér í minni æ
síðan, því ekki einungis voru veit-
ingarnar einstakar heldur lýsti
hjartahlýjan af henni Soffíu og
hvatningarorð hennar urðu þeim
óframfærna dýrmæt.
Soffía var afar hugguleg kona
og vel gerð í hvívetna, hún kvað
fast að orði, en var samt sann-
gjörn og lifði og hrærðist í hvort
sem var bæjar-eða landsmálum
og einkar gaman að ræða við
hana um þau mál sem önnur. Jó-
hannes, maður hennar, í al-
fremstu röð bæjarlífsins og
óhætt að segja að barátta hans og
ekki síður næmleiki hans fyrir
fólki hafi átt mjög stóra hlutdeild
í þeim árangri sem sósíalistar í
Neskaupstað náðu og héldu ára-
tugum saman. Gestrisni þeirra
hjóna var einstök og hlutur hús-
móðurinnar þar hreint afbragð.
Fáein fátækleg þakkarorð
skyldu þetta vera og rétt að ljúka
þessu á broti úr afmæliskveðju er
ég flutti henni áttræðri:
Hlýjan bjó sér heimarann,
höfðingslundin jafnan prýddi,
hugsjónanna birtu hlýddi,
hugarþelið rétta fann.
Kvennaprýði, köllun með,
kærleiksríkt er hennar geð.
Hún Soffía var um svo margt
gæfumanneskja og reisn sinni
hélt hún fram til æviloka. Fyrir
kær kynni er nú þakkað á kveðju-
stund um leið og sonum hennar
og þeirra fólki eru sendar hlýjar
samúðarkveðjur frá okkur
Hönnu. Þar fór mikil öðlingskona
ágætra hæfileika og blessuð sé
hennar mæta minning, dýrmæt
svo mörgum.
Helgi Seljan.
Landsþekktir forystumenn
sósíalista í Neskaupstað á öldinni
sem leið, þrístirnið Lúðvík,
Bjarni og Jóhannes, áttu eigin-
konur sem stóðu sem húsfreyjur
við hlið þeirra eins og þá var tíð-
arandi. Soffía Björgúlfsdóttir,
fædd á verkamannsheimili á
Norðfirði, gekk að eiga Jóhannes
Stefánsson síðla árs 1940, en hún
hafði vorið áður lokið tveggja
vetra námi við Húsmæðraskól-
ann á Hallormsstað. Þau höfðu
fellt hugi saman áður en hún fór í
skólann haustið 1938, en þá vann
Soffía fyrir sér á Héraði í tvö
sumur. „Við vorum sammála um
að húsmæðranám væri gott og
hagnýtt fyrir mig sem verðandi
húsmóður. Að vísu þýddi þetta
aðskilnað okkar í tvo vetur, því að
ekki leyfðu samgöngur okkur að
skreppa heim yfir skólatímann,“
sagði Soffía löngu síðar í endur-
minningum um skólagöngu sína á
Hallormsstað. Sannarlega nýttist
það veganesti henni vel heima
fyrir og sem handavinnukennara
um skeið í Neskaupstað. Heim-
ilið, sem þau hjón komu sér upp
við Þiljuvelli, bar þessum bak-
grunni hennar fagurt vitni. Þau
hlúðu samhent að menningarlífi í
kaupstaðnum. Hjá þeim var tíð-
um gestkvæmt og gisting oft til
reiðu af nauðsyn, áður en hótel-
rekstur hófst í kaupstaðnum um
miðjan sjöunda áratuginn. Þar ól-
ust synirnir, Valgarður og Ólaf-
ur, upp við gott atlæti. Á Jóhann-
es hlóðust félags- og
ábyrgðarstörf, ekki síst tengd at-
vinnulífi bæjarins, auk setu í bæj-
arstjórn Neskaupstaðar í röskan
aldarþriðjung. Það var honum
mikið lán að hafa Soffíu ætíð sér
við hlið, ekki síst eftir að heilsa
hans brast á níunda áratugnum,
en þau hjón höfðu þá flust til
Reykjavíkur þar sem Jóhannes
lést á heimili þeirra í Bólstaðar-
hlíð árið 1995.
Soffía var mannblendin og átti
létta lund sem auðveldaði henni
samskipti við fjölda manns á lífs-
leiðinni. Hún var mannglögg og
minnug og fylgdist fram undir
það síðasta með gangi mála á
æskustöðvunum eystra. Við
Kristín eigum frá henni mörg hlý
orð í jólakveðjum og ég birti 2005
frá henni minningar um skólaárin
á Hallormsstað, þar sem hún seg-
ir m.a.: „Vinnudagurinn var lang-
ur, frá sjö á morgnana til klukkan
tíu á kvöldin. Kvöldvökurnar eru
eftirminnilegar, við stúlkurnar
sátum með hannyrðir við arineld
og hlýddum á upplestur. Einnig
vefnaðarkennslan í „baðstof-
unni“, henni fylgdi líf of fjör, tíu
vefstólar í notkun samtímis og
mikill hávaði.“ – Þau hjón studdu
ætíð við starfsemi Húsmæðra-
skólans sem enn starfar þótt í
breyttu formi sé, bóndinn sem
fulltrúi í skólanefnd hans í 35 ár.
Hlutur húsmæðrafræðslu fram-
an af öldinni sem leið er oft van-
metinn eftir að jafnréttisbarátta
tók að bera sýnilegan ávöxt. Víst
hefði Soffía valdið með sóma öðru
hlutverki en varð hennar aðal-
starf í lífinu, en að leiðarlokum
gat hún litið stolt og ánægð um
öxl.
Hjörleifur Guttormsson.
Soffía
Björgúlfsdóttir
Steinþór Bald-
ursson skilur eftir
sig stór spor og stór-
ar minningar. Hann
var einn af þeim ör-
fáu mönnum sem upp á amerísku
myndu kallast „larger than life“.
Návist hans var næstum áþreif-
anleg því hann var gæddur slíku
forystueðli að við flestar aðstæður
var hann sá sem allt snérist um.
Steinþór var leiftrandi greind-
ur og vel að sér um flesta hluti.
Það sem meira er, hann hafði
skoðanir á nánast öllu og yfirleitt
sterkar og ástríðufullar. Það var
aldrei lognmolla í kringum Stein-
þór – alltaf gaman, alltaf lær-
dómsríkt.
Sporin hans í þessu lífi hefðu
mátt verða fleiri. Hann er fallinn
frá langt fyrir aldur fram. En líf
hans var stórt þótt það yrði alltof
stutt.
Allt sem Steinþór Baldursson
gerði, sagði og hugsaði var stórt.
Og þannig gerði hann alla hluti
skemmtilega, spennandi og af
kappsemi. Það dugði aldrei neitt
nema „gríðarlega vandað“. Þessi
metnaður átti við allt sem hann
gerði í vinnunni og ekki síður við
fjölmörg áhugamál hans, eins og
skákina og leitina að leyndar-
dómnum á bak við hinn fullkomna
hamborgara.
Mörg okkar sem unnum með
Steinþóri muna vel eftir því að
heyra þessa æðstu viðurkenningu
Steinþórs, þegar hann með mikl-
um tilþrifum lýsti yfir velþóknun
sinni með því að kveða upp úr um
að það sem maður væri að gera
eða segja væri „gríðarlega vand-
að“. Komandi frá Steinþóri voru
þessi orð kærkomið hrós og við-
urkenning, sem hann var aldrei
spar á, enda var hann afskaplega
hvetjandi yfirmaður sem hafði
einlægan metnað fyrir því að allir
fengju tækifæri til þess að njóta
sín til fulls.
Og það sama sögðu allir um
Steinþór sjálfan. Hann var svo
sannarlega gríðarlega vandaður
maður.
Þetta fengum við mörg að
reyna sem unnum með honum í
Landsbankanum, á hápunkti út-
rásar íslensku bankanna. Á með-
an uppgangurinn var sem mestur
var Steinþór varkárari en flestir
og stillti væntingum í hóf, og þeg-
ar áralöng vinna fjölda fólks við
innlánareikninga Landsbankans,
Icesave, sem átti að afstýra því að
illa færi fyrir vinnustaðnum okk-
ar, fauk út um gluggann á nokkr-
um dögum – og varð í ofanálag að
milliríkjadeilu og okkur öllum
þungur kross að bera – þá gerði
Steinþór ætíð allt sem í hans valdi
stóð til þess að vernda samstarfs-
fólk sitt, stappa í okkur stálinu og
sjá hlutina í sínu rétta samhengi.
Það var gríðarlega vandað.
Fyrir tilstuðlan Steinþórs urðu
fjölmargir vinnufélagar að ævi-
löngum vinum og það segir sitt
um þá væntumþykju og virðingu
sem hann naut að vinnufélagar
hans sóttust ætíð eftir félagsskap
við hann og trúðu því tæpast að
þessi óbilandi og ósigrandi maður
væri um það bil að mæta endalok-
um sínum.
Steinþórs Baldurssonar verður
sárt saknað, en minningin um
hann mun þó alltaf verða upp-
spretta gleði og innilegs þakklæt-
is hjá öllum þeim sem urðu þeirr-
ar gæfu aðnjótandi að kynnast
honum.
Megi hann hvíla í friði en minn-
ingin um gríðarlega vandaðan
mann lifa.
Þórlindur Kjartansson.
Steinþór
Baldursson
✝ Steinþór Bald-ursson fæddist
8. júlí 1966. Hann
lést 28. ágúst 2016.
Útför Steinþórs
fór fram 7. sept-
ember 2016.
Steinþór Baldurs-
son kom eins og
stormsveipur inn í
íslenskt skáklíf þeg-
ar sonur hans Felix
byrjaði að tefla.
Steinþór hafði skoð-
anir á hlutunum og
þar fór mikill fram-
kvæmdamaður. Á
hann var hlustað
með athygli og inn-
an skamms var hann
bæði kominn í stjórn Skáksam-
bands Íslands og Taflfélagsins
Hellis og reyndist gríðarlega öfl-
ugur stjórnarmaður.
Að sjálfsögðu hafði gamli hand-
boltadómarinn mikinn áhuga á
skákdómgæslu og var mjög fljót-
lega kominn í hlutverk skákdóm-
arans. Tæknikunnátta Steinþórs
nýttist einnig mjög vel og var
hann einn helsti sérfræðingur
landsins í beinum skákútsending-
um.
Steinþór var einn allra öflug-
asti skákdómari landsins og hafði
alþjóðleg dómararéttindi. Hann
var einn skákdómara á Ólympíu-
skákmótinu í Tromsö 2014 og á
Evrópumóti landsliða í Laugar-
dalshöllinni 2015. Steinþór var
þrautseigur með afbrigðum og lét
veikindin sem minnst stöðva sig.
Hans síðasta skákstjóraverkefni
var dómgæsla á Íslandsmótinu á
Seltjarnarnesi í maí-júní síðastlið-
inn.
Það var gott að leita til Stein-
þórs. Hann var einstaklega úr-
ræðagóður og reyndist mér oft
mjög vel þegar ég þurfti ráð.
Þegar Steinþór er borinn til
grafar eru ég og margir aðrir úr
skákhreyfingunni staddir á Ól-
ympíuskákmótinu í Bakú í
Aserbaídsjan. Okkur þykir leitt
að geta ekki verið viðstödd útför
Steinþórs, en við munum þess í
stað kveðja okkar góða vin með
okkar hætti í Bakú. Til Bakú
stefndi Steinþór á að fara en því
miður gekk það ekki eftir. Hans
er sárt saknað.
Frasi Steinþórs: „gríðarlega
vandað“, er mikið notaður í Bakú
og mun lifa í skákhreyfingunni
um ókomna tíð.
Skákhreyfingin hefur misst
einn sinn besta mann. Margir í
skákhreyfingunni hafa misst frá-
bæran vin.
Claire, börnum Steinþórs, for-
eldrum hans og öðrum aðstand-
endum sendi ég einlægar samúð-
arkveðjur.
Gunnar Björnsson,
forseti Skáksambands
Íslands.
Kveðja frá Lyfju hf.
Það er með söknuði sem við
kveðjum Steinþór Baldursson,
stjórnarformann Lyfju hf. Stein-
þór varð formaður félagsins árið
2012 og sinnti því starfi af miklum
áhuga til hinstu stundar. Leiðir
okkar Steinþórs lágu saman fyrst
fyrir um 20 árum síðan er hann
starfaði hjá verðbréfafyrirtækinu
Fjárvangi og ég sinnti þar stjórn-
arstörfum. Þar kynntist ég þess-
um unga og atorkusama manni
sem var ákveðinn og fylginn sér,
fljótur að setja sig inn í málefnin
og koma með lausnir. Eftir að
hann kom til starfa í stjórn Lyfju
hf. varð samstarf okkar nánara.
Það var gott að starfa með Stein-
þóri. Hann hafði ákveðnar skoð-
anir á málefnum fyrirtækisins,
rökræddi málin og var óhræddur
að skipta um skoðun ef hann sá að
gera mætti hlutina á annan veg en
lagt var upp með. Það var heldur
aldrei langt í glettnina hjá Stein-
þóri og að sjá spaugilegu hliðarn-
ar á málunum.
Þegar Steinþór veiktist var
aðdáunarvert að sjá að hann ætl-
aði ekkert að gefa eftir. Hann
sinnti störfum sínum fyrir félagið
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
SVANLAUGUR ELÍAS LÁRUSSON,
Stykkishólmi,
andaðist sunnudaginn 4. september.
Útför hans fer fram frá Stykkishólmskirkju
mánudaginn 12. september og hefst athöfnin klukkan 14.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vilja
minnast hans er bent á körfuknattleiksdeild Snæfells,
kt. 600269-6079, reikningur 0309-26-994.
.
Sara E. Svanlaugsdóttir, Jónas Jónsson,
Gunnar Svanlaugsson, Lára Guðmundsdóttir,
Lárus Þ. Svanlaugsson, Helga Harðardóttir,
Anna Kr. Svanlaugsdóttir, Ingvar G. Jónsson,
barnabörn og barnabarnabörn.