Morgunblaðið - 08.09.2016, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 08.09.2016, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2016 ✝ Þorbjörg Hall-dóra Gunnars- dóttir fæddist 19. desember 1959 á sjúkrahúsi Ak- ureyrar. Hún lést á krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut 29. ágúst 2016. Þorbjörg var dóttir hjónanna Guðrúnar Sigur- veigar Jóhannsdóttur, f. 3. apríl 1941, og Gunnars Hámund- arsonar, f. 27. maí 1940, d. 16. Huld Auðunsdóttur. 2) Guð- björg Ingunn Magnúsdóttir, fædd 22. febrúar 1980, í sambúð með Ragnari Þór Ingólfssyni. 3) Andri Freyr Óskarsson, fæddur 6. mars 1987, í sambúð með Lilju Rut Þórarinsdóttur. Einn- ig átti hún tvær fósturdætur, Lindu Björk Óskarsdóttur, fædd 17. ágúst 1977, gift Halldóri Magnússyni, og Berglindi Dögg Óskarsdóttur, fædd 15. júlí 1982. Þorbjörg átti 16 barna- börn. Þorbjörg var menntaður leik- skólaliði og vann sem deild- arstjóri á leikskólanum Mar- íuborg í Grafarholti. Útför Þorbjargar fer fram frá Guðríðarkirkju, Grafarholti, í dag, 8. september 2016, klukk- an 13. mars 2014. Þor- björg átti þrjú systkini; Jóhönnu Gunnarsdóttur, fædd 1960, Sigurð Gunnarsson, fæddur 1962, giftur Rann- veigu Gunnarsdótt- ur, og Ólaf Gunn- arsson, fæddur 1974, giftur Þór- nýju Birgisdóttur. Þorbjörg eignaðist þrjú börn: 1) Gunnar Trausti Magnússon, fæddur 10. sept- ember 1977, giftur Sigrúnu Allt er í heiminum hverfult. Og það er akkúrat þess vegna sem ég set þessi orð á blað. Hún Obba mín hefur kvatt þetta líf. Alltof snemma og alltof fljótt. Það var fyrir rúmum 30 árum að leiðir okkar lágu saman og úr varð strax afskaplega mikill og góður vinskapur. Það var ekki erf- itt að vingast við hana, þessa elsku, það vita allir sem þekktu hana. Alltaf boðin og búin fyrir allt og alla svo fremi hún hefði ráð og rúm til og með opinn faðm ef manni leið illa. Oftar en ekki hafði hún ráð til að láta mann brosa í gegnum tárin. Þannig var Obba. Fyrstu árin eftir að við kynnt- umst bjuggum við ekki í mikilli ná- lægð hvor við aðra. En það breytt- ist svo fyrir tæpum 20 árum þegar við fluttum báðar ásamt fjölskyld- um okkar á höfuðborgarsvæðið. Við það styrktust fjölskyldusam- böndin og okkar vinskapur enn frekar. Það sama haust var stofn- aður saumaklúbbur sem saman- stóð af nokkrum vöskum konum sem áttu það sameiginlegt að hafa búið í Vestmannaeyjum. Það hafði ég hins vegar ekki gert, en henni Obbu minni var svo umhugað um að ég kæmist inn í félagslífið og eignaðist vinkonur á nýjum stað, að hún bað um leyfi að fá að taka mig með inn í klúbbinn. Og það leyfi fékkst og á ég það því henni að þakka að eiga slíkar dásemdir að sem þessar saumaklúbbsvin- konur okkar eru. Og það er fleira sem ég á þess- ari elsku að þakka. Mig hefur löngum skort allt sem heitir tiltrú á sjálfa mig. Það átti við um prjónaskapinn eins og hvað annað. En hún hætti ekki fyrr en hún fékk mig til að prófa og trúa því að ég gæti þetta eins og hver annar. Núna veit ég fátt betra en að sitja með prjónana í höndunum á kvöldin, eins og Obba mín. Enda- laus hrós og gullhamrar, alltaf, það var Obba. Á öllum þessum árum höfum við brallað ýmislegt saman eins og gefur að skilja. Fórum í hinar ýmsu ferðir saman, bæði innan- lands og utan. Eins og svo margt annað áttum við það sameiginlegt að elska sólina og áttum nokkrar dásemdarstundir á einum uppá- haldsstaðnum okkar, Torrevieja á Spáni. Þangað fórum við saman síðast fyrir tveimur árum. Eydd- um 18 dögum í sól og sælu með foreldrum mínum, sem þótti óskaplega mikið vænt um hana Obbu sína. Og það var klárlega gagnkvæmt. Margt hafði gengið á í okkar lífi á þessum tíma og var alveg kominn tími á að komast í annað umhverfi. Og njóta. Þrátt fyrir margar ferðir okkar saman, þá er þessi eiginlega sú sem stend- ur upp úr. Við vorum eins og prinsessurnar á bauninni. Lágum og böðuðum okkur í sólinni og sjónum. Fengum nánast ekkert að koma nálægt neinu sem hét elda- mennska eða frágangur. Og það fór okkur bara vel og ég held okk- ur hafi jafnvel líkað það enn betur. Já, það eru margar minning- arnar sem ég á um og með þessari yndislegu vinkonu. Sumarbú- staðaferðir, þjóðhátíðir, útilegur, útlandaferðir og saumaklúbbar svona til að nefna eitthvað. En ekki síður margar, já mjög marg- ar, dásamlegar stundir í sófanum heima á Kristnibrautinni. Bara við tvær. Ég á eftir að sakna þeirra sárt. Elsku hjartans fallega Obba, vinkona mín. Það er með þungum trega sem ég kveð þig í dag, gullið mitt. Þetta er erfiðara en nokkur orð fá lýst. Treysti því að vel hafi verið tekið á móti þér á nýjum stað, þú átt ekkert annað skilið. Elsku Gunnar Trausti, Guð- björg Ingunn, Andri Freyr, Linda Björk, Berglind, Guðrún og ykkar fjölskyldur. Ég og mín fjölskylda sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur. Megi Guð vera með ykkur í þessari miklu sorg. Kveðja, Katrín Magnúsdóttir og fjölskylda. Meira: mbl.is/minningar Elsku yndislega og fallega vin- kona mín, mikið var ég lánsöm að kynnast þér. Minningarnar streyma fram, allar góðu sam- verustundir okkar saman í vinnunni, skólanum, sumar- bústaðaferðirnar með Brúarskutl- um og vinnunni, utanlandsferðirn- ar okkar með Leikskólanum Maríuborg til Búlgaríu, Stokk- hólms og Brighton. Ég hugsa til þín með hlýju og bros á vör. Vinátta þín er mér svo óendan- lega dýrmæt, þú munt alltaf eiga þér stað í hjarta mínu. Þú umvafð- ir alla og gladdir með kærleika þínum og brosi. Fótatak þitt um gólf Maríuborgar mun alltaf lifa í minningunni meðal starfsmanna, barna og foreldra á Maríuborg. Þar sem þú gekkst um svífandi á hælunum þínum alltaf svo sæt og lekker og lýstir upp hvert her- bergið á fætur öðru aðeins með nærveru þinni. Ég mun halda uppi heiðri þínum á Laut og mæta öll- um með sama hlýja viðmótinu og þú gerðir. Það er höggvið stórt skarð í starfsmannahópinn á Mar- íuborg. Þín á eftir að verða óendanlega mikið saknað. Þú ert yndislegur vinur, ástrík móðir og amma. Kærleiksrík við alla sem þér kynntust. Þú ert búin að vera al- gjör hetja í veikindunum þínum, alltaf að hugsa um líðan annarra og heilsu. Það segir allt um hversu góð sál þú ert. Ég er svo óend- anlega þakklát fyrir að hafa verið með þér ásamt ættingjum þínum og vinum sem vöfðu þig ást og hlýju á lokasprettinum. Þú barðist fyrir að fá að lifa, að komast heim, fram að síðasta andardrætti. Þú ert hetja. Þú ert einstök. Ég votta börnunum þínum elskulegu, ættingjum öllum og vinum, mína dýpstu samúð. Megi Guð vera með okkur á þessum erf- iðu tímum. En eins og Obba sagði: „Þetta verður allt í lagi.“ Þakka þér fyrir allar yndislegu minning- arnar, elsku Obba mín, þær munu ylja mér um hjartarætur um ókomna framtíð, megi Guðs engl- ar vaka yfir þér og lýsa þér hvert fótspor á nýjum stað. Sársauka- fyllstu tárin eru ekki þau sem falla úr augum og streyma niður kinn- ar, heldur þau sem streyma frá hjartanu og þekja sálina. Við sögðum oft hvor við aðra að við værum sálusystur. Við munum hittast á ný, elsku Obba, og þá munt þú taka á móti mér í turkís- lituðu prjónaslánni þinni, ég lofa að gleyma ekki minni sem þú prjónaðir á mig, við munum skála í Grand Marnier og dansa um með englavængina okkar og halda uppi stuðinu í himnaríki því þú sagðir alltaf að þín kynslóð væri lang- skemmtilegust í partíum. Þangað til við hittumst á ný, þín sálusystir og besti vinur, Ingibjörg (Inga). Elsku hjartans vinkona okkar, hún Obba, hefur kvatt eftir skammvinn veikindi. Eftir stönd- um við vinkonurnar hljóðar, hlátrasköllin í okkur hafa þagnað í bili, það er skarð komið í sauma- klúbbinn sem ekki verður fyllt, þú þessi glæsilega og fallega kona hefur dansað síðasta dansinn. En minningarnar eru margar og þeg- ar fram líða stundir munum við ylja okkur við þær með gleði, þó sárar séu þær núna á þessari stundu. Það var alltaf mikið fjör þegar við vinkonurnar hittumst, mikið talað og mikið hlegið, ógleymanlega ferðin okkar til Kö- ben, sem við vorum alltaf á leiðinni að fara að endurtaka, var svo skemmtileg, við kunnum svo vel að njóta tímans saman. Þegar við heimsóttum þig á spítalann síðast fannst mér þú gefa okkur von um að þú kæmist heim og við gætum hist og hlegið aftur saman, þannig varst þú, huggaðir okkur hinar, þó það ætti að vera öfugt, eftir stöndum við vinkonurnar með sáran söknuð í hjarta. Elsku Obba okkar, hafðu þökk fyrir allt. Við hittumst alltaf aftur. Við sendum ástvinum sam- úðarkveðjur. Fyrir hönd saumaklúbbssystra, Guðrún Jóna. Enn á ný hverfur af leiksviði lífsins ómissandi manneskja, manneskja sem stráði ást og um- hyggju í kringum sig og barðist hetjulega við vágestinn mikla enn varð að játa sig sigraða. Elsku Obba, æðruleysið þitt var aðdáun- arvert, þú ætlaðir að tækla þetta, en áföllin dundu yfir. Ég var svo lánsöm að kynnast þér í gegnum Heiðu vinkonu okkar, þá vorum við rétt rúmlega tvítugar, þá varst þú skilin við Magnús sem þú áttir Gunnar og Guðbjörgu með. Seinna kynntist þú Óskari og þið áttuð Andra saman en fyrir átti Óskar tvær dætur og ólst önnur þeirra upp hjá ykkur, Linda, sem þú gekkst í móðurstað. Það eru óteljandi minningar sem koma upp í hugann, allar úti- legurnar okkar saman þar var allt- af fjör, mikið sungið og hlegið og ferðin sem við hjónin fórum með ykkur Óskari og Benedikt, barna- barni ykkar, með Norrænu fyrir rúmum 10 árum var frábær og eft- irminnileg ef frá er talin fréttin sem þú fékkst á meðan á ferðinni stóð um að nafna þín og amma hefði fallið frá, það fékk mjög á þig. Við töluðum um að gaman væri að fara aftur í svona ferð en það verður bara á öðru sviði síðar meir. Með þessum fátæklegu orð- um þökkum við hjónin þér sam- fylgdina og sendum okkar innileg- ustu samúðarkveðjur til ástvina þinna sem nú eiga um sárt að binda. Hversvegna er leiknum lokið? Ég leita en finn ekki svar. Ég finn hjá mér þörf til að þakka þetta sem eitt sinn var. (Starri í Garði) Þorbjörg og Haukur. Lífið er því miður ekki alltaf réttlátt. Hún Obba okkar er farin frá okkur allt, allt of fljótt, eftir sitjum við starfsmannahópurinn á leikskólanum Maríuborg og syrgj- um yndislegan vinnufélaga til þrettán ára. Börnum, foreldrum og starfsfólki var alltaf vel tekið hjá Obbu og var hún fljót að kynn- ast og laða alla að sér með sinni fjörlegu og skemmtilegu fram- komu. Obba hafði yndi af börnum og sóttu þau í fang hennar, þar fundu þau öryggi, ástúð en ekki síst gleði, söng og skemmtun. Obba hafði einstakt lag á að hrósa fólki. Hún var alltaf svo hrein og bein en líka alltaf tilbúin að hlusta á aðra og veita góð ráð. Hún var fljót að framkvæma hlut- ina, samviskusöm, metnaðarfull en ekki síst skemmtileg mann- eskja. Hún byrjaði fljótt að skipu- leggja allar skemmtanir innan starfsmannahópsins. Þar var hún hrókur alls fagnaðar og var ein- staklega gaman að skemmta sér með henni. Obba var alltaf svo fín og smart í tauinu, í fallegum kjól- um með alls kyns skart og fínirí sem bæði börn og starfsmenn dáð- ust að. Obba hafði einstakt lag á að nýta mannauðinn og sem deildar- stjóri skipulagði hún að hver og einn hafði ákveðið hlutverk eftir sínu áhugasviði. Hún og Inga náðu einstaklega vel saman. Það er ómetanlegt þegar samstarfsfólk nær svo vel saman og veit ég að Inga mín hefur oft átt erfitt í veik- indunum hennar Obbu. En ég vil nota tækifærið til að þakka Ingu sérstaklega fyrir hvað hún reynd- ist Obbu vel síðustu mánuðina, eft- ir að Obba veiktist og sýndi svo sannarlega að hún er vinur í raun. Við starfsfólkið á Maríuborg, bæði fyrrverandi og núverandi, áttum yndislega minningarstund í leikskólanum. Þar kom svo fallega fram hve Obba var okkur öllum kær. Við minntumst gleðinnar sem hún kom með í kaffistofuna og húsið allt, hróssins sem hún gaf okkur og trausts og góðs faðm- lags. Hvað við vorum heppin að fá að eiga hana sem samstarfsfélaga og vin. Sjá alla handavinnuna sem hún sýndi okkur og var einstaklega fal- leg. Allar peysurnar sem hún var að prjóna á börnin sín, barnabörn og vini. Hvernig hún talaði alltaf um börnin sín sem Gunnar minn, Guðbjörg mín og Andri minn. Þetta lýsir Obbu svo vel, hvað hún hlúði vel að sínum. Já, og jólagleð- in okkar á Maríuborg það er erfitt að hugsa sér hana án Obbu. Hún var svo mikið jólabarn, alltaf búin að skreyta heimilið sitt fyrst af öllum og var svo ham- ingjusöm með tímann sem fór í hönd. En eitt er víst að það verður „skálað í kaffi og Grand“ henni til heiðurs á jólagleði Maríuborgar hér eftir. Ég gæti haldið endalaust áfram að telja upp alla kosti og persónu- töfra Obbu minnar en þá geymi ég í hjarta mínu. Fyrir hönd starfs- manna, barna og foreldra Maríu- borgar vil ég þakka Obbu fyrir allt hennar góða starf og samveru- stundir. Ég vil líka þakka öllu starfsfólkinu á Maríuborg fyrir að standa þétt saman og sýna mikla samkennd og hugulsemi við and- lát Obbu. Guð gefi fjölskyldu hennar og vinum styrk á erfiðum tíma. Blessuð sé minning þín, elsku Obba. Guðný Hjálmarsdóttir, leikskólastjóri Maríuborg. Þorbjörg Halldóra Gunnarsdóttir óhikað og var fullur áhuga um framgang þess. Hann sat stjórn- arfund í lok júní og fyrir nokkrum vikum áttum við símtal þar sem við ræddum framtíð Lyfju hf. Þegar ég hitti Steinþór svo í síð- asta sinn fyrir stuttu var hann þrotinn að kröftum en spurði þó um málefni félagsins. Ég vil fyrir hönd stjórnar og starfsfólks Lyfju hf. votta Claire, börnunum og öðrum aðstandend- um okkar dýpstu samúð. Guð blessi minningu Steinþórs Bald- urssonar. Sigurbjörn Gunnarsson. Einstakur og traustur sam- starfsmaður og vinur er nú fallinn frá langt um aldur fram eftir snarpa glímu við erfið veikindi. Á kveðjustund leitar hugurinn til margra góðra samverustunda og margháttaðra verkefna sem við unnum saman að um árabil. Ég kynntist Steinþóri 1998 þegar ég nýráðinn bankastjóri Landsbank- ans sótti fund þar sem hann kynnti flókna rekstraráætlun og viðamikið verkefni. Ég sá strax að mikill fengur yrði að honum sem nýjum yfirmanni hjá Landsbank- anum og nokkru síðar hófum við samstarf sem var bæði gefandi og ánægjulegt. Steinþór var hæfur og vandað- ur bankamaður, framtakssamur stjórnandi, traustur vinur og ást- ríkur fjölskyldufaðir. Steinþór sótti sér alþjóðlega menntun við einn virtasta háskóla Bandaríkjanna og var í kjölfarið ráðinn sjóðstjóri hjá Wells Fargo- bankanum í Kaliforníu. Þessi reynsla gerði hann einstaklega vel búinn til forystustarfa á ís- lenskum fjármálamarkaði er heim kom. Vinnubrögð hans voru öguð, greiningarhæfileikarnir miklir og framsetningin kerfis- bundinn. Hann stýrði mörgum al- þjóðlegum verkefnum fyrir Landsbankann og ávann sér virð- ingu alþjóðlegra viðsemjenda okkar. Þá var hann einn þeirra sem unnu að því að varðveita og auka verðmæti eigna bankanna frá 2008. Steinþór var krefjandi stjórn- andi en jafnframt afburðaleið- beinandi. Hann leiddi með góðu fordæmi og með rökum, frekar en með tilskipunum og við það ávann hann sér traust og virðingu sam- starfsmanna og oft persónulega vináttu. Hann var fastur fyrir en ávallt heill í öllum samskiptum. Almennt var sótt í að starfa í deild hans. Í fjölmörgum viðskiptaferðum gafst mér færi á að kynnast Stein- þóri nánar og fjölþættum áhuga- málum hans á sviði íþrótta, fjár- mála og flugmála en hann ávann sér m.a. einkaflugmannsréttindi og var í stjórn Skáksambands Ís- lands. Á yngri árum keppti Stein- þór í handbolta og tileinkaði sér leiktækni sem nýttist vel. Hann bjó yfir yfirgripsmikilli þekkingu á sögu, stjórnmálum, sérstaklega bandarískum stjórnmálum og al- þjóðamálum sem, ásamt yfir- burðagreind og frásagnargáfu, gerðu öll samskipti við hann gef- andi. Steinþór var mikill fjölskyldu- maður. Hann kynntist Claire, eig- inkonu sinni, við námið í Banda- ríkjunum og samband þeirra var einlægt og ástríkt. Stuðningur hennar við Steinþór í veikindun- um hans var aðdáunarverður. Börnum sínum þremur reyndist hann vinur og leiðbeinandi. Þau sjá nú á eftir einstaklega elsku- legum, hugmyndaríkum og skemmtilegum föður. Síðasti fundur okkar var í maí s.l þegar við mæltum okkur mót fyrir brottför okkar beggja og fjölskyldna til Vesturheims. Bar- áttuhugurinn var sterkur og áætl- anir lagðar í því samræmi. Þær rætast ekki allar, því miður. Við Karólína sendum Claire, börnum og foreldrum Steinþórs og öðrum ættingjum okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Minn- ing um góðan dreng lifir. Halldór J. Kristjánsson. Okkar ástkæri sambýlismaður, faðir, tengdafaðir og afi, ELIS KRISTJÁNSSON, Hringbraut 72, Reykjanesbæ, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 3. september. Útförin fer fram í Keflavíkur- kirkju fimmtudaginn 15. september klukkan 13. . Hafdís Helgadóttir, Sigurbergur Elisson, Íris Ósk Guðlaugsdóttir, Jón Þór Elfarsson, Sólveig Óskarsdóttir, Sveinbjörg Júlía Símonardóttir, Hafþór Karlsson, barnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNAR PÁLMARSSON, Smárahlíð 16 c, Akureyri, áður Fálkagötu 28, Reykjavík, andaðist 1. september á dvalarheimilinu Dalbæ. Útför hans fer fram frá Svalbarðskirkju, laugardaginn 10. september klukkan 14. . Stefán Ingi Gunnarsson, Guðfinna Steingrímsdóttir, Jóhann Þór Gunnarsson, Jón Bragi Gunnarsson, Anna Kolbrún Árnadóttir, Magnús Gunnarsson, Hjördís Valtýsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur bróðir okkar, mágur og frændi, KRISTJÁN MÁR ÓLAFSSON, lést á heimili sínu að Sólheimum í Grímsnesi aðfaranótt 3. september. . Ólafur Haukur Ólafsson, Sigurbjörg H. Gröndal, Ásdís Katrín Ólafsdóttir, Pål O. Borgen, Sigríður Edda Ólafsdóttir, Magnús Jón Sigurðsson og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.