Morgunblaðið - 08.09.2016, Síða 24

Morgunblaðið - 08.09.2016, Síða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2016 ✝ Jón Björn Vil-hjálmsson fæddist á Sólbakka, Höfnum, Reykja- nesi, 18. apríl 1934. Hann lést á hjarta- deild Landspítalans 28. ágúst 2016. Foreldrar hans voru hjónin Ástríð- ur Þórarinsdóttir, húsfreyja frá Kot- vogi, Höfnum, f. 2.8. 1908, d. 7.12. 1983 og Vil- hjálmur Magnússon, sjómaður frá Traðhúsum, Höfnum, f. 9.4. 1904, d. 5.5. 1993. Auk Jóns Björns eignuðust þau; Ketil, f. 14.8. 1929, d. 21.9. 2015, Hildi, f. 26.12. 1930, d. 25.6. 2016, Garð- ar Má, f. 26.8. 1935, d. 15.8. 1976, og Magnús Marel, f. 26.8. 1935, d. 30.3. 1937. Árið 1956 kvæntist Jón Björn Jóhönnu Maríu Björnsdóttur. Þau skildu. Með henni átti hann þrjú börn: 1) Ástu, f. 11.1. 1957. 2) Ólaf, f. 14.12. 1958, kvæntur Rósu Ingvarsdóttur. Börn þeirra eru: a) Jón Björn, f. 1980, b) Ásdís, f. 1986. 3) Björn, f. 12.5. 1960, d. 22.1. 2011, var Stefánsdóttur. Synir þeirra eru: a) Stefán Heiðar, f. 2010, b) Óskar Ingi, f. 2011. Fyrir átti Heiðar börnin Alexöndru Ósk, f. 1990, og Sindra Geir, f. 2001. 3) Elimar Tómas Reynisson, f. 27.10. 1977, sonur hans er Axel Örn, f. 2002. Jón Björn ólst upp í Höfnum þar sem foreldrar hans byggðu fyrst Sólbakka, síðan Brautar- hól. Á sínum yngri árum vann hann ýmis störf á Keflavík- urflugvelli, s.s. að keyra steypu- bíl fyrir verktaka og var starfs- maður hjá Esso við afgreiðslu eldsneytis á flugvélar. Jón Björn útskrifaðist með skipstjórnarréttindi frá Stýri- mannaskólanum í Reykjavík ár- ið 1966. Eftir það varði Jón Björn starfsævi sinni til sjós, fyrst sem háseti, þá stýrimaður og síðar og lengst af sem skipstjóri bæði á stórum og litlum bátum og á ýmsum tímum tók hann einnig þátt í útgerð. Jón Björn var virkur meðlimur í Oddfellow- reglunni. Hann stundaði golf- íþróttina og var sérlegur áhugamaður um flugvélar. Útför hans og kveðjuathöfn systur hans, Hildar „Díu“ Vil- hjálmsdóttur, fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag, 8. sept- ember 2016, kl. 13. Jarðsett verður í Kirkjuvogskirkjugarði, Höfnum. kvæntur Önnu Gunnlaugu Egils- dóttur. Börn þeirra eru: a) Elísabet, f. 1984, b) Eva, f. 1987. Áður eign- aðist Björn með Þórdísi Þórðar- dóttur Jóhönnu Maríu, f. 1983. Langafabörnin eru orðin sex og eitt er væntanlegt. Hinn 22. ágúst 1987 kvæntist Jón Björn Margréti Elimars- dóttur, f. 24.6. 1949. Foreldrar hennar voru Guðbjörg Jónína Pálsdóttir frá Vestur- Landeyjum, f. 3.3. 1915, d. 28.5. 2005, og Elimar Tómasson frá Vestur-Skaftafellssýslu, f. 30.8. 1900, d. 19. febrúar 1988. Synir Margrétar og fóstursynir Jóns Björns eru: 1) Haraldur Karl Reynisson, f. 9.6. 1968, kvæntur Guðnýju Hrefnu Leifsdóttur. Börn þeirra eru: a) Grétar Karl, f. 2005, b) Thelma Lind, f. 2007. Fyrir átti Haraldur eina dóttur, Oddnýju Maríu, f. 1994, og einn dótturson. 2) Heiðar Reynisson, f. 6.7. 1969, kvæntur Brynhildi Elsku pabbi, nú þegar ég hugsa til baka er margs að minnast. Þú komst inn í líf mitt þegar þú og mamma hófuð sambúð, en þá var ég um tólf ára ald- urinn. Á mig virkaðir þú strax sem beinskeyttur, harður og ákveð- inn, enda mikilsvirtur skipstjóri og varst vanur að ráða ferðinni. Það hefur án efa ekki verið auð- velt að taka að sér þrjá unga drengi sem voru ekki alltaf auð- veldir að eiga við. Ég var stundum hræddur við þig á mínum yngri árum og fannst þú oft harður og ósanngjarn. Þú hafðir mjög ákveðnar skoðanir og varst ekki tilbúinn að sam- þykkja allt sem ég bar á borð fyrir þig. Þú gast látið mig heyra það ef ég raðaði ekki skónum frammi í forstofu. En ef ég klúðraði einhverju miklu þá komst þú og stóðst eins og klettur við hliðina á mér. Eftir því sem árin liðu þá áttaði ég mig á því að alltaf hafðir þú mína velferð í huga. Unglingsár mín voru mótuð af uppreisn og átökum og oft reyndist ég þér og ykkur erfiður, en aldrei gafst þú upp á mér. Þér var mjög umhugað að ég gengi til mennta en þegar ég ákvað að gera það ekki tókst þú mig með þér til sjós, þar fékk ég að kynnast erfiðisvinnu og erfiðum aðstæðum sem höfðu mótandi áhrif á líf mitt til góðs. Þegar ungir menn kvarta við mig í dag yfir vondu og hættu- legu veðri á vinnusvæði þá hugsa ég til þess að þeir hefðu átt að kynnast því þegar ég var með þér í alvöru lífsháska á sjónum. Þá veit ég að þeir myndu ekki kvarta meir. Seinna þegar ég lauk námi úr HR duldist mér ekki stolt þitt. Þegar barnabörnin komu þá birtist hjá þér þessi skilyrðis- lausa ást og umhyggja sem alla tíð var hjá ykkur mömmu. Ég er svo þakklátur fyrir síðustu árin eftir að þið mamma fluttuð í Grafarholtið að geta umgeng- ist þig meira. Alltaf var gaman að koma að heimsækja þig. Þú hafðir svo mikinn áhuga á því sem ég var að gera og varst sí- fellt að hrósa mér og hvetja mig til dáða. Það er ekki langt síðan við fórum suðureftir í jarðarför hjá góðum vini okkar beggja, hon- um Ragga Ragg skipstjóra. Mér þótti svo vænt um þá stund með þér. Það var einhver sérstök tilfinning sem ég fékk – mig grunaði að þetta gæti verið okkar síðasta ferð. Fljótlega eftir það lagðist þú inn á spít- alann þar sem þú svo lést í örmum mömmu. Við sameinuð- umst svo þar, börnin þín, makar og barnabörn og áttum þar hjartnæma stund. Ekki fór fram hjá mér sú ást og virðing í þinn garð frá okkur öllum. Það var haft á orði á spít- alanum að við værum stór og samheldin fjölskylda. Mér þótti svo vænt um það. Að elska í blíðu og stríðu er samnefnari um þig og mömmu. Þú getur treyst á það að ég mun hugsa vel um mömmu og hlúa að henni. Elsku mamma, Óli, Rósa, Ásta, Anna, Heiðar, Elimar, börn, barnabörn og barna- barnabörn, ykkur votta ég mína dýpstu samúð og bið Guð að geyma ykkur. Með ást og virðingu og óend- anlegu þakklæti, takk fyrir allt og allt. Þinn sonur, Haraldur Karl og fjölskylda. Elsku pabbi minn, ég hef oft hugsað um það undanfarin ár, eftir að aldurinn og þroskinn fóru að segja til sín, hvað það er sem skiptir mestu máli í líf- inu. Ég hef líka velt því fyrir mér hvað hefur gert mig að þeim manni sem ég er í dag. Við slíkar vangaveltur beinist hugurinn óneitanlega til þeirra sem standa mér næst og ekki síst til þín sem hefur alltaf ver- ið kletturinn minn. Þú kenndir mér svo margt gott, til dæmis hversu mikil- vægt það er að vera góður og stoltur faðir og þú kenndir mér að elska skilyrðislaust. Ég sé svo vel þegar ég lít til baka með hvaða hætti þú gerðir þetta og fyrir það er ég þér óendanlega þakklátur. Þú kenndir mér margt fleira, vilja til að ná ár- angri og ná langt, þú kenndir mér að fara óhefðbundnar leiðir og vera trúr í öllu því sem ég geri, þú kenndir mér að elska og virða fjölskylduna mína og það er mér svo dýrmætt. Þú uppörvaðir mig alltaf og hélst mér á lofti, ekki síst þegar ég þurfti að fást við erfiðleika eða hindranir á leiðinni, þá kenndir þú mér að rétta leiðin væri allt- af sú að halda áfram. Gleðin í augunum á þér þeg- ar barnabörnin birtust í gætt- inni, hvernig þú hrópaðir upp þegar þú þóttist vera hræddur við Spiderman sem var í mesta lagi metri á hæð og ennþá á leikskólaaldri, eru brot af ynd- islegum minningum sem við öll áttum með þér. Hvernig þú elskaðir barnabörnin þín, strák- ana þína, og ég tala nú ekki um hvernig þú elskaðir mömmu, er í rauninni allt alveg frábært kennsluefni. Þú passaðir vel upp á sjálfan þig í veikindunum síðustu árin. Þú lagðir hart að þér því þú vildir fá að njóta hvers dags sem lífið færði þér og njóta hverrar gæðastundar sem þú gast fengið með mömmu. Elsku pabbi, fyrir mér varstu alltaf svo stór og sterkur og alltaf fannst mér þú vera ósigrandi. Síðustu dagarnir sem við átt- um saman eru mér ómetanlegir. Við gátum notið stundarinnar þó við vissum báðir að endalok- in væru handan við hornið. Á slíkum stundum erum við svo bjargarlaus og vanmátta og það er það erfiðasta sem ég hef nokkurn tímann komist í tæri við. Þessar stundir voru mér óendanlega dýrmætar og gáfu mér eitthvað sem ég mun varð- veita í hjarta mínu alla tíð. Þú ert og verður alltaf sá sem gerði mig að þeim sem ég er í dag. Þú ert og verður alltaf eina alvöru hetjan mín. Takk fyrir allt. Hvíldu í friði, elsku pabbi minn. Þinn sonur, Heiðar. Skrifað hefur verið að „sér- hvert ævinnar stundaglas tæm- ist um síðir“ og nú hefur tengdafaðir minn, Jón Björn Vilhjálmsson, tæmt sitt. Bubbi var kröftugur maður, glaðlegur í fasi og rómurinn, þó frekar djúpur væri, ansi hár. Ég var rétt nýfermd þegar ég hitti þennan myndarlega mann í fyrsta sinn og man að ég bar hálfgerðan beyg í brjósti fyrir þessum mikla manni. Bubbi var þá oft langtímum á sjó og tók það okkur því lengri tíma en skemmri að kynnast. En tíminn færði mér góða samferð með honum, gagnkvæma virðingu, traust og góð fjölskyldubönd. Eftir að tengdaforeldrar mínir skildu og Bubbi kvæntist Möggu urðu eðlilega breytingar á samveru. En Bubba tókst á sinn fallega hátt að skipta tíma sínum á báðar sínar fjölskyldur og dansaði vel þann línudans sem þetta hlutskipti hans bauð honum. Samveru okkar var oft- ast varið í fjölskyldufréttir og spjall um lífsins gang og nauð- synjar, en þegar á lífsgönguna leið og eftir því sem fjölskyld- urnar stækkuðu þá fækkaði vissulega samverustundum, en alla tíð fann ég fyrir gagn- kvæmri væntumþykju. Bubbi var náttúrubarn að eðlisfari, hafði haukfrána sjón og naut allrar útiveru. Hann hafði eðlislægan skilning á svo mörgu í náttúrunni og það var unun að hlusta á hann segja frá náttúrufyrirbærum, fuglum og dýralífi. Í seinni hálfleik fékk Bubbi líkamlega viðvörun um að fara betur með sig. Það tók hann tengdafaðir minn alla leið og svo vel fylgdi hann leiðbeining- um um hvað eina sem bætt gæti heilsu hans að nú á lokametr- unum sagði læknirinn hans okk- ur að þannig hefði hann bætt áratug ef ekki meira við lífaldur sinn. Síðustu geislar sólu í vestur horfnir Fyrstu geislar í austri endurbornir (Gunnar Dal) Margréti og öðrum ástvinum hans votta ég mína dýpstu sam- úð. Blessuð sé minning Jóns Björns Vilhjálmssonar. Rósa Ingvarsdóttir. Kæri afi minn og nafni. Mik- ið ofboðslega tekur það mig sárt að geta ekki fylgt þér síð- asta spölinn. Síðasta rúntinn á líkast til betur við í þessu til- felli. Okkur þótti nú ekki leið- inlegt að taka rúnt og okkar sérfræðigrein var jólakortar- únturinn sem lagðist ekki af fyrr en ég var kominn með mína eigin fjölskyldu. Þá var lítið svigrúm til að rúnta langt fram að kvöldmat á aðfangadag. Einn þessara rúnta er mér sérlega minnisstæður þegar ég var rétt nýfermdur. Ég hafði miklar áhyggjur af því að við værum á 120 km hraða á veg- inum út í Hafnir enda var ég við stýrið. Þú hafðir nú ekki miklar áhyggjur af því ef lög- reglan skyldi nappa okkur því þú ætlaðir bara að segja þeim að þú værir með mig í öku- kennslu. Kært var á milli okkar alla tíð og bar aldrei skugga á sam- band þeirra Nonna og Bubba, eins og við kölluðum okkur. Ræddum það líka lengi vel að við hefðum bara átt að kaupa samnefnda verslun í Keflavík enda ótækt að einhver „stór- grosser“ væri að raka inn fé í okkar nafni. Nú hefur rúnturinn okkar á þessum stað tekið enda, elsku afi minn. Við hittumst síðar í dökkbláa A12 jaxlinum og rúnt- um þá um annað Reykjanes á öðrum stað. Uns það gerist sendi ég þér hljóða bæn yfir sæinn. Jón Björn Ólafsson. Elsku afi minn, með kröft- uga, skemmtilega og háa hlát- urinn sinn og sterku sjómanns- hendurnar sínar. Afi vildi sterkt og almennilegt kaffi og naut þess að spjalla um tilveruna. Hann mætti á alla þá við- burði sem honum var boðið á hjá okkur krökkunum. Þarna sat hann, helst á fremsta bekk, brosandi út að eyrum og svo rígmontinn af okkur. Það var gaman að fylgjast með honum afa í barnaafmælum hjá barna- barnabörnum sínum, þar sem hann borðaði með þeim kökur og svo sagði hann, þegar börnin sýndu smá skap, að þessi skap- gerð kæmi sko ekki úr Höfn- unum, því allt það besta í hverju og einu okkar kæmi beint úr Höfnum. Og svo hló hann dátt. Ég er afar þakklát fyrir að hann kom í skírnina hjá dóttur minni. Nú þegar báðar ömmur mínar og afar mínir hafa kvatt finn ég fyrir miklu tómarúmi. Það eru mikil forréttindi að eiga að ömmur og afa þegar maður sjálfur er að fullorðnast. Með söknuði og þakklæti kveð ég elsku afa minn. Megi góður Guð geyma þig. Og þó það reynist sárt að skilja við þig hér, ég þakka vil þér. Ljúflingslundina, gleðistundirnar. (Ásgeir Aðalsteinsson.) Ásdís Ólafsdóttir. Í dag kveðjum við afa okkar með söknuði. Við hugsum til baka og minn- umst allra góðu stundanna með honum. Það var gaman að fá hann í heimsókn því afi var skemmti- legur karakter með sterkar skoðanir. Hann átti það til að fá dellur sem iðulega tengdust heilsunni. Eitt skiptið kom hann og settist við eldhúsborð- ið, afþakkaði kaffið og fór að japla á engiferrót eins og ekk- ert væri eðlilegra. Afi Bubbi talaði hátt og snjallt og hafði þann einstaka hæfileika að segja skemmtilega frá. Hann hafði frá mörgu að segja, en sögur af sjónum og úr Höfnunum stóðu ávallt upp úr hjá okkur systrum. Í síðasta skiptið sem við hittum afa vor- um við svo heppnar að eiga með honum góða stund og skiptumst við á sögum eins og svo oft áð- ur. Elsku afi, takk fyrir sam- fylgdina. Þínar, Elísabet og Eva. Mig langar að minnast nokkrum orðum mágs míns Jóns Björns Vilhjálmssonar sem í dag verður til moldar borinn á slóðum bernsku sinnar og uppvaxtar í Höfnum. Hann kom sem hressandi vindur af hafi inn í fjölskyldu okkar þessi stóri og sterki sjó- maður og það gustaði af honum alla tíð. Sá gustur var þó alltaf hlýr og bar með sér gleðistund- ir hvar sem hann fór. Hann færði Möggu, móður- og upp- eldissystur minni, og sonum hennar kærleik, traust og stöð- ugleika en átti samt nóg eftir handa okkur hinum. Magga og Jón Björn reynd- ust mér og minni fjölskyldu af- ar vel og tóku drengina okkar gjarnan í fóstur þegar við hjón- in fórum til útlanda. Þó við hefðum það gott í ferðunum var augljóst að drengirnir okkar höfðu haft það enn betra. Allt atlæti í Ásgarðinum var með þeim hætti að þeir komu ríkir af reynslu og upplifunum heim að nýju. Þeir voru gerðir að lykilmönnum í trjáplöntun og ýmsum framkvæmdum og fengu meira að segja að keyra á fáförnum slóðum á Suðurnesj- um. Þetta þótti þeim ekki slæmt og kannski var eins gott að við fengum ekki að frétta af þessu fyrr en löngu síðar. Eins var með kynni þeirra af sjómennsk- unni. Ef Jóns Björns hefði ekki notið við hefðu þeir ekki komið nálægt þessum undirstöðuat- vinnuvegi í uppvextinum og kannski er það einmitt vegna hans sem einn af drengjunum er nú stýrimaður. Þeir fengu að sigla með honum styttri ferðir milli Suðurnesjahafna og þótti mikið ævintýri. Þeir minnast þess með brosi hve undrandi þeir urðu að sjá þennan stóra mann stökkva frá báti til bryggju – barnshugur- inn hafði ekki gert ráð fyrir þeim léttleika. Nú er komið að kveðjustund. Ég votta aðstandendum hans samúð og þakka honum sam- fylgdina. Blessuð sé minning Jóns Björns Vilhjálmssonar. Rut Jónsdóttir. Kæri vinur. Það verður að segjast eins og það er að okkar síðasta stund saman var mér erfið og upp rann fyrir mér að leiðarlok væru nærri hjá þér. Hugurinn fór í ferðalag um alls kyns sam- verustundir okkar, bæði erfiðar og einnig skemmtilegar. Ég kveð þig með minningabrotum um alls konar ævintýri okkar, eitthvað sem bara ég og þú og nokkrir aðrir skilja, en á milli okkar var vinarþel sem aldrei bar skugga á, það var alltaf svo gefandi að hitta þig, þú þessi mikli maður sem hafði svo sterkar skoðanir á mannlífinu, já, það var ekki skafið af þér að þú sagðir það sem þér lá á hjarta og orðavalið var oft á tíð- um varla prenthæft. Í minn- ingabankanum eru margar mjög svo eftirminnilegar uppá- komur hjá okkur og ég tel best að segja þær á þann hátt að les- endur upplifi þær ljóslifandi og ímyndi sér hvað gerðist. Þú réðir mig í skipspláss á Gígjuna og sagðir að það væri lykilatriði að kafaragræjurnar kæmu með, það væri gulls ígildi að hafa kafara um borð. Það var ekkert óalgengt að veiðarfæri færu í skrúfuna og það gerðist hjá okkur, ég fór út í og byrjaði að skera úr, um borð voru menn að missa sig yfir því að hvalur væri fyrir aftan bátinn og lömdu og börðu í skipið til að láta mig vita en ég skildi ekkert í þessum djöfulgangi og náði nú að skera nótina lausa, en þá synti stærðarinnar hnúfubakur bara einhverja metra fyrir aft- an mig og ég stóðst ekki mátið og fór bara að synda með hon- um. En hvalurinn kom rosalega nálægt mér og mér leist ekkert á blikuna og nánast flaug um borð af hræðslu þegar strák- arnir hífðu mig um borð. Ég gleymi aldrei hvað þú skamm- aðir mig fyrir þessi fíflalæti í mér og sagðir háum rómi: held- ur þú að þetta sé einhver helvít- is leikvöllur hérna útí ballar- hafi? Mér þótti þetta mjög leitt og baðst innilegrar afsökunar. Þú varst rétt búinn að sleppa orðinu þegar annar bátur, Hug- inn VE, var með nótina í skrúf- unni og þú sagðir hátt í talstöð- ina að það væri kafari um borð sem myndi redda málunum, það gekk eftir og ég skar úr honum. Um leið og það var búið var kallað klárir og báturinn fylltur af loðnu og við á leið í land. Innst inni varstu mjög stoltur að ég skyldi geta reddað þessu og þér fannst þetta mikið afrek. Svo var það ævintýrið með hana Þóreyju, sem sökk í Garð- sjónum, þú mættir á Hafern- inum og við komum með bátinn í land sem hafði sokkið og afl- inn, sem var búinn að vera um borð á hafsbotni í þrjá daga á 25 metra dýpi, var seldur á markaðnum sem þriggja nátta afli, þetta voru nokkur tonn af fiski. Ekki má gleyma þegar þú lést mig keyra bláa trukkinn í loftköstum út í Sandvík þar sem þú hafðir farið með systur þína að sýna henni æskustöðvarnar á Reykjanesi og festir Landkrúserinn – það var að flæða að og þú sást jeppann í huganum hverfa í hafið, en ég kom á réttum tíma og reddaði málum. Ég geymi þitt fallega jólakort með textanum um upp- lifun þína á þessum degi í Sand- víkinni. Það voru forréttindi að vera þér samferða í starfi, sem skip- verji hjá þér, sem vinur í heim- sókn og að fá þig í heimsókn. Mundu að setja lýsið á skötuna á Þorláksmessu. „Bless you Bubbi Vill.“ Tómas J. Knútsson. Jón Björn Vilhjálmsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.